Borgin og Austur berjast um gestina á nýárskvöld 29. desember 2011 09:30 nýársgleði Mikið verður um dýrðir á Hótel Borg og Austri á nýárskvöld þar sem Daníel Geir Moritz og Logi Bergmann verða veislustjórar. Glaumur og gleði verður ríkjandi í höfuðborginni um helgina þegar gamla árið verður kvatt og hið nýja boðið velkomið. Fjölmargir áramóta- og nýársfögnuðir verða í höfuðborginni um næstu helgi þegar árið 2011 verður kvatt og árið 2012 að sama skapi boðið velkomið með pompi og prakt. Búast má við hvað mestri stemningu á Hótel Borg, Austri og Esju. Í Gyllta salnum á Hótel Borg verður nýársfagnaður á vegum Gullu, kenndrar við Má mí mó, annað árið í röð. Gulla er mörgum kunnug, en hún rak um árabil veitingastaðinn á Hótel Loftleiðum, Apótekið, Jónatan Livingstone Máv og Gaukinn. Dagskráin á Hótel Borg hefst með kampavíni. Fimm rétta matseðill með villibráðarívafi verður á boðstólum og veislustjóri verður Daníel Geir Moritz, fyndnasti maður Íslands. DJ Anna Brá, Daníel Haukur Arnarsson og fleiri listamenn troða upp. Miðaverð á nýársfagnaðinn og dansleikinn er tæpar þrettán þúsund krónur. Miðinn bara á dansleikinn, sem stendur yfir til fjögur um nóttina kostar 1.500 krónur. Fimm rétta matseðill með kengúru, grilluðum humri og fleira góðgæti verður í boði á Austri þegar hinn árlegi nýársfögnuður staðarins verður haldinn. Logi Bergmann Eiðsson verður veislustjóri og þeir Ari Eldjárn, DJ Margeir, Jóel Pálsson, Human Woman og Danni Deluxe koma fram. Auk þess ætlar Sigríður Klingenberg að spá fyrir gestum. Miðaverð er tæpar tuttugu þúsund krónur. Nýársfagnaður hefur verið haldinn í Turninum í Kópavogi undanfarin ár en í þetta sinn verður engin hátíðardagskrá þetta kvöld. Í Perlunni verður lögð áhersla á góðan fjögurra rétta matseðil á nýárskvöld, sem kostar tæpar tíu þúsund krónur, og ekki verður leikið fyrir dansi í þetta sinn. Viðburðafyrirtækið Jón Jónsson heldur áramótagleði á skemmtistaðnum Esju og er þetta fimmta árið í röð sem fyrirtækið fagnar nýju ári á þennan hátt. Bandaríski plötusnúðurinn Too Young to Love þeytir skífum og einnig stíga á svið President Bongo, DJ Margeir, Högni Egilsson, Sexy Lazer og Human Woman. Miðaverð er 2.500 krónur. Unga fólkið er síðan líklegt til að flykkjast á Nasa á gamlárskvöld þar sem þeir Friðrik Dór og Emmsjé Gauti syngja fyrir gesti. Þar kostar miðinn 1.500 krónur. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Glaumur og gleði verður ríkjandi í höfuðborginni um helgina þegar gamla árið verður kvatt og hið nýja boðið velkomið. Fjölmargir áramóta- og nýársfögnuðir verða í höfuðborginni um næstu helgi þegar árið 2011 verður kvatt og árið 2012 að sama skapi boðið velkomið með pompi og prakt. Búast má við hvað mestri stemningu á Hótel Borg, Austri og Esju. Í Gyllta salnum á Hótel Borg verður nýársfagnaður á vegum Gullu, kenndrar við Má mí mó, annað árið í röð. Gulla er mörgum kunnug, en hún rak um árabil veitingastaðinn á Hótel Loftleiðum, Apótekið, Jónatan Livingstone Máv og Gaukinn. Dagskráin á Hótel Borg hefst með kampavíni. Fimm rétta matseðill með villibráðarívafi verður á boðstólum og veislustjóri verður Daníel Geir Moritz, fyndnasti maður Íslands. DJ Anna Brá, Daníel Haukur Arnarsson og fleiri listamenn troða upp. Miðaverð á nýársfagnaðinn og dansleikinn er tæpar þrettán þúsund krónur. Miðinn bara á dansleikinn, sem stendur yfir til fjögur um nóttina kostar 1.500 krónur. Fimm rétta matseðill með kengúru, grilluðum humri og fleira góðgæti verður í boði á Austri þegar hinn árlegi nýársfögnuður staðarins verður haldinn. Logi Bergmann Eiðsson verður veislustjóri og þeir Ari Eldjárn, DJ Margeir, Jóel Pálsson, Human Woman og Danni Deluxe koma fram. Auk þess ætlar Sigríður Klingenberg að spá fyrir gestum. Miðaverð er tæpar tuttugu þúsund krónur. Nýársfagnaður hefur verið haldinn í Turninum í Kópavogi undanfarin ár en í þetta sinn verður engin hátíðardagskrá þetta kvöld. Í Perlunni verður lögð áhersla á góðan fjögurra rétta matseðil á nýárskvöld, sem kostar tæpar tíu þúsund krónur, og ekki verður leikið fyrir dansi í þetta sinn. Viðburðafyrirtækið Jón Jónsson heldur áramótagleði á skemmtistaðnum Esju og er þetta fimmta árið í röð sem fyrirtækið fagnar nýju ári á þennan hátt. Bandaríski plötusnúðurinn Too Young to Love þeytir skífum og einnig stíga á svið President Bongo, DJ Margeir, Högni Egilsson, Sexy Lazer og Human Woman. Miðaverð er 2.500 krónur. Unga fólkið er síðan líklegt til að flykkjast á Nasa á gamlárskvöld þar sem þeir Friðrik Dór og Emmsjé Gauti syngja fyrir gesti. Þar kostar miðinn 1.500 krónur. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“