Hæsta tilboð í endurskoðun fjórfalt hærra en lægsta boð 29. desember 2011 07:00 Kópavogur Tveir bæjarfulltrúar telja að Deloitte hafi boðið óeðlilega lágt til að tryggja fyrirtækinu endurskoðun fyrir Kópavogsbæ. Deloitte ætli hins vegar að bæta sér það upp með öðrum verkefnum hjá bænum.Fréttablaðið/Vilhelm Tilboð Deloitte hf. í endurskoðun Kópavogsbæjar árin 2011 og 2012 var nærri fjórum sinnum lægra en kostnaðaráætlun bæjarins og tilboð Ernst Young sem bauð hæst. Gunnar I. Birgisson og Aðalsteinn Jónsson úr Sjálfstæðisflokki bókuðu á síðasta bæjarstjórnarfundi að þeir teldu tilboð Deloitte „algjörlega óraunhæft". Tilboð fyrirtækisins var 8,6 milljónir króna. Kostnaðaráætlun var hins vegar 32,8 milljónir og tilboð Ernst Young rúmlega 33,7 milljónir. KPMG bauð 13,3 milljónir og PWC bauð 23,7 milljónir. Gunnar og Aðalsteinn sögðu tilboð Deloitte vera svipaða upphæð og þyrfti til að endurskoða fyrirtæki með nokkur hundruð milljóna króna veltu. Kópavogsbær velti hins vegar yfir tuttugu milljörðum króna og sé með 7.000 reikningslykla. „Annaðhvort verður endurskoðunin nánast engin eða hins vegar fær fyrirtækið (Deloitte) önnur verkefni hjá bænum til að bæta sér upp lágt tilboð. Eins og alkunna er eru Deloitte hirð-endurskoðendur Samfylkingar, Vinstri-grænna og Framsóknarflokks, sérstaklega eftir pantaða skýrslu frá þeim í janúar 2009 um viðskipti Frjálsrar miðlunar við Kópavogsbæ," bókuðu Gunnar og Aðalsteinn og vísuðu þar til skýrslu um fyrirtæki dóttur Gunnars. Fulltrúar meirihlutans höfnuðu fullyrðingum Gunnars og Aðalsteins. „Bókun af þessu tagi dæmir sig sjálf, uppfull af dylgjum. Við berum fullt traust til allra þeirra aðila sem buðu í verkið en tökum einfaldlega tilboði lægstbjóðanda," bókuðu Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson og Pétur Ólafsson úr Samfylkingu, Rannveig Ásgeirsdóttir úr Lista Kópavogsbúa, Erla Karlsdóttir úr Næstbesta flokknum og Ólafur Þór Gunnarsson úr VG. Þá hafði Ómar Stefánsson úr Framsóknarflokki einnig athugasemdir við framlag sjálfstæðismannanna tveggja. „Þær aðdróttanir Gunnars og Aðalsteins um að endurskoðun Deloitte verði nánast engin og að fyrirtækið fái önnur verkefni hjá bænum eða að það sé hirðendurskoðendur hjá Framsóknarflokknum og einhverjum öðrum flokkum dæma sig sjálf og hafa ekkert með útboðið að gera," bókaði Ómar. Eftir þessar bókanir og nokkur orðaskipti samþykkti bæjarstjórnin gegn atvæðum Gunnars og Aðalsteins að semja við Deloitte um endurskoðunina. Meðal þeirra sem greiddu atkvæði með samningunum voru hinir tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins á á fundinum, þau Ármann Kr. Ólafsson og Karen Halldórsdóttir. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Tilboð Deloitte hf. í endurskoðun Kópavogsbæjar árin 2011 og 2012 var nærri fjórum sinnum lægra en kostnaðaráætlun bæjarins og tilboð Ernst Young sem bauð hæst. Gunnar I. Birgisson og Aðalsteinn Jónsson úr Sjálfstæðisflokki bókuðu á síðasta bæjarstjórnarfundi að þeir teldu tilboð Deloitte „algjörlega óraunhæft". Tilboð fyrirtækisins var 8,6 milljónir króna. Kostnaðaráætlun var hins vegar 32,8 milljónir og tilboð Ernst Young rúmlega 33,7 milljónir. KPMG bauð 13,3 milljónir og PWC bauð 23,7 milljónir. Gunnar og Aðalsteinn sögðu tilboð Deloitte vera svipaða upphæð og þyrfti til að endurskoða fyrirtæki með nokkur hundruð milljóna króna veltu. Kópavogsbær velti hins vegar yfir tuttugu milljörðum króna og sé með 7.000 reikningslykla. „Annaðhvort verður endurskoðunin nánast engin eða hins vegar fær fyrirtækið (Deloitte) önnur verkefni hjá bænum til að bæta sér upp lágt tilboð. Eins og alkunna er eru Deloitte hirð-endurskoðendur Samfylkingar, Vinstri-grænna og Framsóknarflokks, sérstaklega eftir pantaða skýrslu frá þeim í janúar 2009 um viðskipti Frjálsrar miðlunar við Kópavogsbæ," bókuðu Gunnar og Aðalsteinn og vísuðu þar til skýrslu um fyrirtæki dóttur Gunnars. Fulltrúar meirihlutans höfnuðu fullyrðingum Gunnars og Aðalsteins. „Bókun af þessu tagi dæmir sig sjálf, uppfull af dylgjum. Við berum fullt traust til allra þeirra aðila sem buðu í verkið en tökum einfaldlega tilboði lægstbjóðanda," bókuðu Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson og Pétur Ólafsson úr Samfylkingu, Rannveig Ásgeirsdóttir úr Lista Kópavogsbúa, Erla Karlsdóttir úr Næstbesta flokknum og Ólafur Þór Gunnarsson úr VG. Þá hafði Ómar Stefánsson úr Framsóknarflokki einnig athugasemdir við framlag sjálfstæðismannanna tveggja. „Þær aðdróttanir Gunnars og Aðalsteins um að endurskoðun Deloitte verði nánast engin og að fyrirtækið fái önnur verkefni hjá bænum eða að það sé hirðendurskoðendur hjá Framsóknarflokknum og einhverjum öðrum flokkum dæma sig sjálf og hafa ekkert með útboðið að gera," bókaði Ómar. Eftir þessar bókanir og nokkur orðaskipti samþykkti bæjarstjórnin gegn atvæðum Gunnars og Aðalsteins að semja við Deloitte um endurskoðunina. Meðal þeirra sem greiddu atkvæði með samningunum voru hinir tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins á á fundinum, þau Ármann Kr. Ólafsson og Karen Halldórsdóttir. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði