John Grant aftur til landsins 24. desember 2011 11:00 John Grant, til hægri, ásamt leikaranum Guðjóni Þorsteini Pálmarssyni við Seljalandsfoss. Tónlistarmaðurinn snýr aftur til Íslands í janúar. Þá ætlar hann að vinna að lögum á næstu plötu sína með Bigga Veiru úr hljómsveitinni GusGus. Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant ætlar að heimsækja Ísland á nýjan leik í janúar. Síðast kom hann hingað í október vegna Airwaves-hátíðarinnar og var alveg í skýjunum með heimsóknina. „Ég ætla að vera um jólin í Denver en ég kem aftur til Íslands 9. janúar og þá verð ég í þann mund að ljúka við að semja lögin á plötuna mína, eða ég vona það alla vega,“ segir Grant. Platan fylgir eftir vinsældum Queen of Denmark sem kom út í fyrra og var valin plata ársins hjá breska tónlistartímaritinu Mojo. Hún var einnig ofarlega á árslistum fjölmargra annarra tónlistargagnrýnenda og er eftirvæntingin því mikil eftir nýju efni frá þessum hæfileikaríka tónlistarmanni. Grant sagðist í viðtali við Fréttablaðið fyrir Airwaves-tónleikana hafa beðið eftir því í tuttugu ár að komast til Íslands, enda einlægur aðdáandi Sykurmolanna og GusGus. Hann dvaldi í fimm daga hér á landi og eignaðist marga vini, þar á meðal leikarann Guðjón Þorstein Pálmarsson sem brá sér í hlutverk leiðsögumanns hans. Saman fóru þeir til Víkur og skoðuðu Seljalandsfoss og virtist Grant frá sér numinn yfir fegurð landsins. Hét hann því að koma aftur til Íslands og því kemur endurkoma hans hingað eftir um það bil tvær vikur ekki á óvart. Grant fór einnig á Biophilia-tónleika Bjarkar í Hörpunni og tónleika Sinéad O"Connor í Fríkirkjunni. Vinátta tókst með honum og þeirri síðarnefndu og ætlar O"Connor að syngja eigin útgáfu af lagi Grants á næstu plötu sinni. Grant notaði jafnframt tækifærið þegar hann var í Reykjavík og heimsótti Bigga veiru úr GusGus í hljóðverið hans. Þar lýsti hann yfir áhuga á að vinna með íslensku sveitinni og Biggi sagði við Fréttablaðið að það væri sjálfsagt að athuga með einhvers konar samstarf. Samkvæmt Grant er þetta samstarf að verða að veruleika. „Ég og Biggi ætlum að vinna að nokkrum hljómum fyrir tvö lög eftir mig og við ætlum að sjá hvort eitthvað kemur út úr því. Vonandi gengur það upp því GusGus er ein af þeim hljómsveitum sem hafa haft hvað mest áhrif á minn tónlistarferil,“ segir hann. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant ætlar að heimsækja Ísland á nýjan leik í janúar. Síðast kom hann hingað í október vegna Airwaves-hátíðarinnar og var alveg í skýjunum með heimsóknina. „Ég ætla að vera um jólin í Denver en ég kem aftur til Íslands 9. janúar og þá verð ég í þann mund að ljúka við að semja lögin á plötuna mína, eða ég vona það alla vega,“ segir Grant. Platan fylgir eftir vinsældum Queen of Denmark sem kom út í fyrra og var valin plata ársins hjá breska tónlistartímaritinu Mojo. Hún var einnig ofarlega á árslistum fjölmargra annarra tónlistargagnrýnenda og er eftirvæntingin því mikil eftir nýju efni frá þessum hæfileikaríka tónlistarmanni. Grant sagðist í viðtali við Fréttablaðið fyrir Airwaves-tónleikana hafa beðið eftir því í tuttugu ár að komast til Íslands, enda einlægur aðdáandi Sykurmolanna og GusGus. Hann dvaldi í fimm daga hér á landi og eignaðist marga vini, þar á meðal leikarann Guðjón Þorstein Pálmarsson sem brá sér í hlutverk leiðsögumanns hans. Saman fóru þeir til Víkur og skoðuðu Seljalandsfoss og virtist Grant frá sér numinn yfir fegurð landsins. Hét hann því að koma aftur til Íslands og því kemur endurkoma hans hingað eftir um það bil tvær vikur ekki á óvart. Grant fór einnig á Biophilia-tónleika Bjarkar í Hörpunni og tónleika Sinéad O"Connor í Fríkirkjunni. Vinátta tókst með honum og þeirri síðarnefndu og ætlar O"Connor að syngja eigin útgáfu af lagi Grants á næstu plötu sinni. Grant notaði jafnframt tækifærið þegar hann var í Reykjavík og heimsótti Bigga veiru úr GusGus í hljóðverið hans. Þar lýsti hann yfir áhuga á að vinna með íslensku sveitinni og Biggi sagði við Fréttablaðið að það væri sjálfsagt að athuga með einhvers konar samstarf. Samkvæmt Grant er þetta samstarf að verða að veruleika. „Ég og Biggi ætlum að vinna að nokkrum hljómum fyrir tvö lög eftir mig og við ætlum að sjá hvort eitthvað kemur út úr því. Vonandi gengur það upp því GusGus er ein af þeim hljómsveitum sem hafa haft hvað mest áhrif á minn tónlistarferil,“ segir hann. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning