Boðið að sýna á New York Fashion Week 20. desember 2011 11:30 Árið hefur verið gott fyrir Halldóru sem byrjar feril sinn af fullum krafti. „Jú, þetta var hálf ótrúlegt allt saman," segir Halldóra Eydís Jónsdóttir skóhönnuður, sem er nýkomin heim frá New York þar sem hún sýndi sína fyrstu skólínu á skósýningu The Fashion Footwear Association of New York, líkt og Fréttablaðið greindi frá á dögunum. Hönnun Halldóru vakti mikla athygli og hún er kampakát með viðbrögðin. „Fólk var mjög hrifið af básnum okkar. Það er ekki auðvelt að vera eitt af nýju merkjunum þarna, en ég skar mig úr og sumir göptu af undrun þegar þeir sáu hráefnið í skónum." Hönnun Halldóru, sem útskrifaðist úr skóhönnun fyrir einungis ári, vakti það mikla lukku að gylliboðin hafa streymt til hennar eftir sýninguna. „Mér hefur meðal annars verið boðið að sækja um að vera ein af hönnuðunum sem sýna á næstu Kvikmyndahátíð í Cannes og að vera ein af 25 sjálfstæðum skóhönnuðum sem sýna á New York Fashion Week á næsta ári. Það er mjög dýrt að taka þátt í svona sýningum þannig að ég á eftir að leggjast yfir þetta." Viðbrögðin hafa ekki einungis verið góð ytra, því hér heima er skósending Halldóru sem kemur til landsins rétt fyrir jólin nánast upppöntuð. „Það er auðvitað frábært, sérstaklega þar sem það varð mikil seinkun á sendingunni," segir Halldóra sem á von á annarri sendingu eftir jól og mun selja þau pör á heimasíðu sinni og í nokkrum verslunum. Hugur hennar dvelur hins vegar þessa dagana við næstu vetrarlínu, sem hún segir nærri tilbúna. „Ég er með prufur í framleiðslu núna á Ítalíu og í Portúgal. Ég stefni auðvitað á að toppa sjálfa mig og vonast til að sýna hluta af þessari línu á Íslandi í mars eða apríl á næsta ári." - bb Mest lesið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Lífið Fleiri fréttir Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
„Jú, þetta var hálf ótrúlegt allt saman," segir Halldóra Eydís Jónsdóttir skóhönnuður, sem er nýkomin heim frá New York þar sem hún sýndi sína fyrstu skólínu á skósýningu The Fashion Footwear Association of New York, líkt og Fréttablaðið greindi frá á dögunum. Hönnun Halldóru vakti mikla athygli og hún er kampakát með viðbrögðin. „Fólk var mjög hrifið af básnum okkar. Það er ekki auðvelt að vera eitt af nýju merkjunum þarna, en ég skar mig úr og sumir göptu af undrun þegar þeir sáu hráefnið í skónum." Hönnun Halldóru, sem útskrifaðist úr skóhönnun fyrir einungis ári, vakti það mikla lukku að gylliboðin hafa streymt til hennar eftir sýninguna. „Mér hefur meðal annars verið boðið að sækja um að vera ein af hönnuðunum sem sýna á næstu Kvikmyndahátíð í Cannes og að vera ein af 25 sjálfstæðum skóhönnuðum sem sýna á New York Fashion Week á næsta ári. Það er mjög dýrt að taka þátt í svona sýningum þannig að ég á eftir að leggjast yfir þetta." Viðbrögðin hafa ekki einungis verið góð ytra, því hér heima er skósending Halldóru sem kemur til landsins rétt fyrir jólin nánast upppöntuð. „Það er auðvitað frábært, sérstaklega þar sem það varð mikil seinkun á sendingunni," segir Halldóra sem á von á annarri sendingu eftir jól og mun selja þau pör á heimasíðu sinni og í nokkrum verslunum. Hugur hennar dvelur hins vegar þessa dagana við næstu vetrarlínu, sem hún segir nærri tilbúna. „Ég er með prufur í framleiðslu núna á Ítalíu og í Portúgal. Ég stefni auðvitað á að toppa sjálfa mig og vonast til að sýna hluta af þessari línu á Íslandi í mars eða apríl á næsta ári." - bb
Mest lesið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Lífið Fleiri fréttir Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira