Yndislega hugmyndaríkur Jónsi 19. desember 2011 16:00 Cameron Crowe samdi textann með Jónsa við lagið Gathering Stories.nordicphotos/getty Tónlistarmaðurinn Jónsi hefur fengið góða dóma fyrir tónlist sína í kvikmyndinni We Bought a Zoo. Allmusic.com segir tónlistina meira í líkingu við tilraunakenndari tóna Sigur Rósar heldur en síðustu sólóplötu hans Go. „Jónsi ætti ekki að eiga í nokkrum vandræðum með að snúa aftur til Sigur Rósar þegar hljómsveitin snýr aftur. Þetta er samt sem áður yndislega hugmyndarík plata sem á skilið að fá viðurkenningar á komandi verðlaunaári,“ sagði gagnrýnandinn. Entertainment Weekly segir tónlistina einnig líkjast Sigur Rós en Jónsi sé þó í öllu hressilegri gír í laginu Gathering Stories, sem hann samdi með leikstjóra myndarinnar, Cameron Crowe. Consequence of Sound gefur plötunni þrjár og hálfa stjörnu af fimm mögulegum. „Margir rokktónlistarmenn verða leiðinlegir og fyrirsjáanlegir eftir því sem ferill þeirra lengist vegna þess að þeir hafa ekki lengur yfir neinu að kvarta. Jónsi er ekki kominn í þennan flokk ennþá og með því að taka að sér verkefni eins og We Bought a Zoo er hann kannski að berjast gegn þeim örlögum,“ sagði gagnrýnandinn. Slant Magazine gefur plötunni þrjár stjörnur og segir hana skila því sem hún átti að skila og Undertheradar.com gefur henni 6 af 10 mögulegum og segir hana ágætis stoppistöð fyrir næstu plötu Sigur Rósar. Áður hafði Pitchfork gefið plötunni 7 af 10. Myndin We Bought a Zoo hefur fengið nokkuð góða dóma. Hún er með 7,1 af 10 á Imdb.com og 60% á Rottentomatoes.com. Tónlist Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Jónsi hefur fengið góða dóma fyrir tónlist sína í kvikmyndinni We Bought a Zoo. Allmusic.com segir tónlistina meira í líkingu við tilraunakenndari tóna Sigur Rósar heldur en síðustu sólóplötu hans Go. „Jónsi ætti ekki að eiga í nokkrum vandræðum með að snúa aftur til Sigur Rósar þegar hljómsveitin snýr aftur. Þetta er samt sem áður yndislega hugmyndarík plata sem á skilið að fá viðurkenningar á komandi verðlaunaári,“ sagði gagnrýnandinn. Entertainment Weekly segir tónlistina einnig líkjast Sigur Rós en Jónsi sé þó í öllu hressilegri gír í laginu Gathering Stories, sem hann samdi með leikstjóra myndarinnar, Cameron Crowe. Consequence of Sound gefur plötunni þrjár og hálfa stjörnu af fimm mögulegum. „Margir rokktónlistarmenn verða leiðinlegir og fyrirsjáanlegir eftir því sem ferill þeirra lengist vegna þess að þeir hafa ekki lengur yfir neinu að kvarta. Jónsi er ekki kominn í þennan flokk ennþá og með því að taka að sér verkefni eins og We Bought a Zoo er hann kannski að berjast gegn þeim örlögum,“ sagði gagnrýnandinn. Slant Magazine gefur plötunni þrjár stjörnur og segir hana skila því sem hún átti að skila og Undertheradar.com gefur henni 6 af 10 mögulegum og segir hana ágætis stoppistöð fyrir næstu plötu Sigur Rósar. Áður hafði Pitchfork gefið plötunni 7 af 10. Myndin We Bought a Zoo hefur fengið nokkuð góða dóma. Hún er með 7,1 af 10 á Imdb.com og 60% á Rottentomatoes.com.
Tónlist Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira