Endurreistu gamla saltgerð fyrir vestan 16. desember 2011 07:30 stoltur Merki og umbúðir Saltverksins eru hönnuð af Geir Ólafssyni og Þorleifi Gunnari Gíslasyni. Yngvi Eiríksson er ánægður með útkomuna. fréttablaðið/GVA Þrír 27 ára frumkvöðlar hafa sett nýtt salt á markað sem þeir framleiða á gömlum söltunarstað á Vestfjörðum. Erfiðar aðstæður, mikil vinna og slys settu aldrei strik í reikninginn, því saltararnir voru ákveðnir í að láta nýsköpunardrauminn rætast. „Tilfinningin er frábær,“ segir Yngvi Eiríksson, einn þriggja frumkvöðla sem í vikunni kynntu vestfirskt kristalsjávarsalt sitt í verslunum í fyrsta sinn, undir nafninu Saltverk Reykjaness. Yngvi, Garðar Stefánsson og Björn Steinar Jónsson hafa unnið hart að því undanfarna mánuði að láta drauminn rætast, en nýsköpunarhugmyndina fékk Yngvi fyrir þremur árum. „Kristalsjávarsalt er mjög vinsælt úti um allan heim og er til á mjög mörgum heimilum – mér fannst vanta íslenska útgáfu af því. Við höfum allir mikinn áhuga á matargerð þannig að við ákváðum að skoða möguleikann á að gera þetta bara sjálfir,“ segir Yngvi. Eftir mikla rannsóknarvinnu, nýsköpunarstyrki og mastersritgerð sem Garðar skrifaði um verkefnið, fundu þremenningarnir sér aðstöðu til söltunarinnar. Sú var yfirgefið fiskeldi á Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi, en á síðari hluta 18. aldar var einmitt saltframleiðsla á staðnum. „Við fórum kannski ekki auðveldustu leiðina með því að velja að vera fyrir vestan, við hefðum getað gert hlutina á auðveldari hátt. En við höfðum svo mikla trú á staðsetningunni, bæði út af sögunni og hreinleikanum á svæðinu. Viðtökurnar þar hafa líka verið alveg frábærar og við erum afskaplega þakklátir fyrir það og hjálpina sem okkur hefur boðist,“ segir Yngvi, sem flutti á Vestfirði í sumar til að koma saltverkinu í stand og hefja framleiðsluna. Saltararnir hafa haldið úti vefsíðu og leyft almenningi að fylgjast með ferlinu, en á meðal þess sem þurfti að gera var að koma heitu vatni á húsið sem hafði staðið yfirgefið í 20 ár, smíða gríðarstóra stálpönnu fyrir sjávarsuðuna og koma upp kerfi til þess að hægt væri að dæla upp sjó úr Ísafjarðardjúpi. Hindranirnar hafa verið þó nokkrar, Garðar brenndist illa á fæti og stálpannan var veðurteppt á Ísafirði, en strákarnir hafa ekki látið það stöðva sig. „Það hefur mikið gengið á en sem betur fer hefur okkur tekist að leysa allt og höfum ekki gefist upp. Hugmyndin um uppgjöf hefur kannski læðst að manni, en það er svo veik tilfinning að gefast upp. Við höfum miklu sterkari vilja til þess að láta þetta heppnast.“ Mikil vinna hefur verið lögð í ímynd vörunnar á sama tíma og framleiðslan var undirbúin, en ætlunin er að markaðssetja saltið sem íslenska, umhverfisvæna hágæðavöru. Vörumerki fyrirtækisins og umbúðir saltsins voru hönnuð af íslenskum hönnuðum. Yngvi segir næsta skref vera að auka framleiðslugetuna og koma saltinu í fleiri verslanir á landinu, en eins og er fæst það í Melabúðinni og Búrinu og í næstu viku mun það fást í verslunum á Vestfjörðum. „Það var frábært að koma vörunni frá sér og við erum ótrúlega stoltir. En einhver líkti þessu við að eiga barn – nú er barnið fætt en allt uppeldið er eftir. Vinnan heldur áfram en við erum ákveðnir, höfum mikla ástríðu fyrir þessu og erum tilbúnir til að leggja ýmislegt á okkur til að láta þetta ganga.“ bergthora@frettabladid.is Lífið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Þrír 27 ára frumkvöðlar hafa sett nýtt salt á markað sem þeir framleiða á gömlum söltunarstað á Vestfjörðum. Erfiðar aðstæður, mikil vinna og slys settu aldrei strik í reikninginn, því saltararnir voru ákveðnir í að láta nýsköpunardrauminn rætast. „Tilfinningin er frábær,“ segir Yngvi Eiríksson, einn þriggja frumkvöðla sem í vikunni kynntu vestfirskt kristalsjávarsalt sitt í verslunum í fyrsta sinn, undir nafninu Saltverk Reykjaness. Yngvi, Garðar Stefánsson og Björn Steinar Jónsson hafa unnið hart að því undanfarna mánuði að láta drauminn rætast, en nýsköpunarhugmyndina fékk Yngvi fyrir þremur árum. „Kristalsjávarsalt er mjög vinsælt úti um allan heim og er til á mjög mörgum heimilum – mér fannst vanta íslenska útgáfu af því. Við höfum allir mikinn áhuga á matargerð þannig að við ákváðum að skoða möguleikann á að gera þetta bara sjálfir,“ segir Yngvi. Eftir mikla rannsóknarvinnu, nýsköpunarstyrki og mastersritgerð sem Garðar skrifaði um verkefnið, fundu þremenningarnir sér aðstöðu til söltunarinnar. Sú var yfirgefið fiskeldi á Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi, en á síðari hluta 18. aldar var einmitt saltframleiðsla á staðnum. „Við fórum kannski ekki auðveldustu leiðina með því að velja að vera fyrir vestan, við hefðum getað gert hlutina á auðveldari hátt. En við höfðum svo mikla trú á staðsetningunni, bæði út af sögunni og hreinleikanum á svæðinu. Viðtökurnar þar hafa líka verið alveg frábærar og við erum afskaplega þakklátir fyrir það og hjálpina sem okkur hefur boðist,“ segir Yngvi, sem flutti á Vestfirði í sumar til að koma saltverkinu í stand og hefja framleiðsluna. Saltararnir hafa haldið úti vefsíðu og leyft almenningi að fylgjast með ferlinu, en á meðal þess sem þurfti að gera var að koma heitu vatni á húsið sem hafði staðið yfirgefið í 20 ár, smíða gríðarstóra stálpönnu fyrir sjávarsuðuna og koma upp kerfi til þess að hægt væri að dæla upp sjó úr Ísafjarðardjúpi. Hindranirnar hafa verið þó nokkrar, Garðar brenndist illa á fæti og stálpannan var veðurteppt á Ísafirði, en strákarnir hafa ekki látið það stöðva sig. „Það hefur mikið gengið á en sem betur fer hefur okkur tekist að leysa allt og höfum ekki gefist upp. Hugmyndin um uppgjöf hefur kannski læðst að manni, en það er svo veik tilfinning að gefast upp. Við höfum miklu sterkari vilja til þess að láta þetta heppnast.“ Mikil vinna hefur verið lögð í ímynd vörunnar á sama tíma og framleiðslan var undirbúin, en ætlunin er að markaðssetja saltið sem íslenska, umhverfisvæna hágæðavöru. Vörumerki fyrirtækisins og umbúðir saltsins voru hönnuð af íslenskum hönnuðum. Yngvi segir næsta skref vera að auka framleiðslugetuna og koma saltinu í fleiri verslanir á landinu, en eins og er fæst það í Melabúðinni og Búrinu og í næstu viku mun það fást í verslunum á Vestfjörðum. „Það var frábært að koma vörunni frá sér og við erum ótrúlega stoltir. En einhver líkti þessu við að eiga barn – nú er barnið fætt en allt uppeldið er eftir. Vinnan heldur áfram en við erum ákveðnir, höfum mikla ástríðu fyrir þessu og erum tilbúnir til að leggja ýmislegt á okkur til að láta þetta ganga.“ bergthora@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“