Miðbæjarrotta í Eurovision 15. desember 2011 13:15 Stendur við stóru orðin Rósa Birgitta Ísfeld sagðist vilja taka þátt í Eurovision ef land eins og Aserbaídsjan bæri sigur úr býtum. Það kom á daginn og Rósa mun syngja lag Sveins Rúnars Sigurðssonar í undankeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins.Fréttablaðið/Rósa „Ég var mikill Eurovision-aðdáandi þegar ég var lítil og kunni öll lögin utan að,“ segir Rósa Birgitta Ísfeld, söngkona Feldberg og Sometime. Rósa tekur þátt í forkeppni Eurovision, en hún mun syngja eitt þriggja laga Sveins Rúnars Sigurðssonar. Íris Hólm og Magni Ásgeirsson munu syngja hin lögin tvö. Rósa sagði lagið sjálft vera leyndarmál, það myndi bara koma í ljós hvernig það hljómaði, en tók skýrt fram að hún myndi ekki syngja eitthvað sem henni þætti ekki gott. Þetta væri ekki einhver Celine Dion-slagari. „Ég leyfði Einari [Tönsberg] að heyra það og hann gaf grænt ljós á það líka, fannst það bara flott.“ Seint verður sagt að Rósa geti talist með dæmigerðum Eurovision-þátttakendum. Nærtækara væri kannski að flokka hana sem dæmigerða miðbæjarrottu. Eða hvað? „Ég væri til í að taka þátt í Eurovision á næsta ári ef eitthvert skemmtilegt land vinnur keppnina. Helst land eins og Aserbaídsjan.“ Þetta sagði Rósa nefnilega í viðtali við Föstudag, fylgiblað Fréttablaðsins, daginn áður en keppnin fór fram í Ósló fyrr á þessu ári. Rósu varð að ósk sinni, Eldar & Nigar sigruðu með laginu Running Scared og þar með höfðu örlögin gripið í taumana hvað söngkonuna varðar. „Þetta var djók innan sviga, ég er í Eurovision-partíhópi sem horfir alltaf saman á keppnina og ég hugsaði af hverju ég gæti ekki farið í þessa keppni. Ég vildi hins vegar fara til einhvers spennandi lands, það er ekkert stuð að fara til Þýskalands,“ segir Rósa. Vinum Rósu þykir þátttaka hennar eilítið skondin en sjálf gefur hún lítið fyrir staðalímyndir Eurovision-keppandans, bendir meðal annars á að Halla Margrét hafi verið einn af sínum eftirlætiskeppendum og ekki hafi hún verið týpísk. „Ég horfði á undirbúningsþátt þegar Jóhanna Guðrún var að keppa og sá þegar þeir voru að setja saman sviðið. Þá velti ég því fyrir mér hvort það yrði ekki mikið ævintýri að standa á svona sviði. Ég væri allavega til í að sjá hvernig þetta er allt sett saman og kynnast því hvernig umgjörðin er í kringum þessa keppni.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Hörkuhasar þó persónusköpun skorti Gagnrýni Fellaskóli vann Skrekk Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Skammast sín ekki fyrir að vera blankir - myndband Lífið Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Sjá meira
„Ég var mikill Eurovision-aðdáandi þegar ég var lítil og kunni öll lögin utan að,“ segir Rósa Birgitta Ísfeld, söngkona Feldberg og Sometime. Rósa tekur þátt í forkeppni Eurovision, en hún mun syngja eitt þriggja laga Sveins Rúnars Sigurðssonar. Íris Hólm og Magni Ásgeirsson munu syngja hin lögin tvö. Rósa sagði lagið sjálft vera leyndarmál, það myndi bara koma í ljós hvernig það hljómaði, en tók skýrt fram að hún myndi ekki syngja eitthvað sem henni þætti ekki gott. Þetta væri ekki einhver Celine Dion-slagari. „Ég leyfði Einari [Tönsberg] að heyra það og hann gaf grænt ljós á það líka, fannst það bara flott.“ Seint verður sagt að Rósa geti talist með dæmigerðum Eurovision-þátttakendum. Nærtækara væri kannski að flokka hana sem dæmigerða miðbæjarrottu. Eða hvað? „Ég væri til í að taka þátt í Eurovision á næsta ári ef eitthvert skemmtilegt land vinnur keppnina. Helst land eins og Aserbaídsjan.“ Þetta sagði Rósa nefnilega í viðtali við Föstudag, fylgiblað Fréttablaðsins, daginn áður en keppnin fór fram í Ósló fyrr á þessu ári. Rósu varð að ósk sinni, Eldar & Nigar sigruðu með laginu Running Scared og þar með höfðu örlögin gripið í taumana hvað söngkonuna varðar. „Þetta var djók innan sviga, ég er í Eurovision-partíhópi sem horfir alltaf saman á keppnina og ég hugsaði af hverju ég gæti ekki farið í þessa keppni. Ég vildi hins vegar fara til einhvers spennandi lands, það er ekkert stuð að fara til Þýskalands,“ segir Rósa. Vinum Rósu þykir þátttaka hennar eilítið skondin en sjálf gefur hún lítið fyrir staðalímyndir Eurovision-keppandans, bendir meðal annars á að Halla Margrét hafi verið einn af sínum eftirlætiskeppendum og ekki hafi hún verið týpísk. „Ég horfði á undirbúningsþátt þegar Jóhanna Guðrún var að keppa og sá þegar þeir voru að setja saman sviðið. Þá velti ég því fyrir mér hvort það yrði ekki mikið ævintýri að standa á svona sviði. Ég væri allavega til í að sjá hvernig þetta er allt sett saman og kynnast því hvernig umgjörðin er í kringum þessa keppni.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Hörkuhasar þó persónusköpun skorti Gagnrýni Fellaskóli vann Skrekk Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Skammast sín ekki fyrir að vera blankir - myndband Lífið Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Sjá meira