Sá strax að ég var með gull í höndunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2011 07:00 Eygló Ósk Gústafsdóttir Anton Sveinn McKee og Eygló Ósk Gústafsdóttir voru sigursæl á Norðurlandameistaramóti unglinga sem fram fór í Laugardalshöllinni um helgina, unnu saman sjö einstaklingsgull og náðu bestu afrekum mótsins. Anton vann fjóra Norðurlandameistaratitla og setti tvö Íslandsmet en Eygló Ósk vann þrjá Norðurlandameistaratitla og setti tvö Íslandsmet. Bæði hafa þau verið að bæta sig mikið undir stjórn Frakkans Jacky Pellerin sem var að sjálfsögðu himinlifandi með árangur helgarinnar. „Þetta var mjög gott hjá þeim báðum. Ég er mjög ánægður enda lögðu þau mikið á sig fyrir þetta mót. Við gerðum með okkur samning fyrir mótið og þau stóðu við hann," segir Jacky Pellerin og útskýrir samninginn nánar. „Anton átti að ná 15:15 í 1500 metrunum og hann fór næstum því fimmtán sekúndum hraðar en það og Eygló átti að ná 2:07 í 200 metra baksundi sem og hún gerði. Þetta er mitt fimmta tímabil með þau og þau hafa lagt mikið á sig til að ná þessum árangri. Þessi árangur kemur mér því ekki á óvart," segir Pellerin sem setti Norðurlandamótið í forgang. „Ég sagði við þau fyrir Íslandsmeistaramótið að þau myndu ekki toppa þar. Við settum stefnuna á það að þau myndu synda hraðar á Norðurlandamótinu því að mínu mati var það mót stærra og mikilvægara. Núna vitum við hvað þau geta gert," segir Pellerin sem er bjartsýnn á enn frekari bætingar. „Þau geta bæði bætt sig meira. Aðalmarkmiðið hjá Eygló núna er að ná að synda 200 metrana á 2:10 í löngu lauginni og ná A-lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana og fyrir Anton að ná að synda 1500 metrana á 15:15 í löngu brautinni sem myndi líka nægja honum til að komast inn á Ólympíuleikana," segir Pellerin. „Þessir krakkar eru frábærar fyrirmyndir fyrir önnur börn á Íslandi. Þau búa á Íslandi, æfa á Íslandi og standa sig frábærlega. Þau berjast alltaf til enda og gefast aldrei upp," segir Pellerin og hann vill halda áfram að vinna með þeim. „Margir erlendir þjálfarar koma til Íslands og fara síðan aftur eftir aðeins eitt til tvö ár. Þegar ég sá þessa krakka þá sagði ég við sjálfan mig: Ég er með gull í höndunum og þess vegna ætla ég að halda áfram að vinna með þeim. Ég er mjög stoltur af þeim," segir Pellerin. Anton og Eygló fá bæði rólega viku eftir ævintýri helgarinnar.„Þau fá að taka því svolítið rólega í þessari viku því ég get ekki alltaf pressað á þau," segir Pellerin að lokum. Innlendar Sund Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Sjá meira
Anton Sveinn McKee og Eygló Ósk Gústafsdóttir voru sigursæl á Norðurlandameistaramóti unglinga sem fram fór í Laugardalshöllinni um helgina, unnu saman sjö einstaklingsgull og náðu bestu afrekum mótsins. Anton vann fjóra Norðurlandameistaratitla og setti tvö Íslandsmet en Eygló Ósk vann þrjá Norðurlandameistaratitla og setti tvö Íslandsmet. Bæði hafa þau verið að bæta sig mikið undir stjórn Frakkans Jacky Pellerin sem var að sjálfsögðu himinlifandi með árangur helgarinnar. „Þetta var mjög gott hjá þeim báðum. Ég er mjög ánægður enda lögðu þau mikið á sig fyrir þetta mót. Við gerðum með okkur samning fyrir mótið og þau stóðu við hann," segir Jacky Pellerin og útskýrir samninginn nánar. „Anton átti að ná 15:15 í 1500 metrunum og hann fór næstum því fimmtán sekúndum hraðar en það og Eygló átti að ná 2:07 í 200 metra baksundi sem og hún gerði. Þetta er mitt fimmta tímabil með þau og þau hafa lagt mikið á sig til að ná þessum árangri. Þessi árangur kemur mér því ekki á óvart," segir Pellerin sem setti Norðurlandamótið í forgang. „Ég sagði við þau fyrir Íslandsmeistaramótið að þau myndu ekki toppa þar. Við settum stefnuna á það að þau myndu synda hraðar á Norðurlandamótinu því að mínu mati var það mót stærra og mikilvægara. Núna vitum við hvað þau geta gert," segir Pellerin sem er bjartsýnn á enn frekari bætingar. „Þau geta bæði bætt sig meira. Aðalmarkmiðið hjá Eygló núna er að ná að synda 200 metrana á 2:10 í löngu lauginni og ná A-lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana og fyrir Anton að ná að synda 1500 metrana á 15:15 í löngu brautinni sem myndi líka nægja honum til að komast inn á Ólympíuleikana," segir Pellerin. „Þessir krakkar eru frábærar fyrirmyndir fyrir önnur börn á Íslandi. Þau búa á Íslandi, æfa á Íslandi og standa sig frábærlega. Þau berjast alltaf til enda og gefast aldrei upp," segir Pellerin og hann vill halda áfram að vinna með þeim. „Margir erlendir þjálfarar koma til Íslands og fara síðan aftur eftir aðeins eitt til tvö ár. Þegar ég sá þessa krakka þá sagði ég við sjálfan mig: Ég er með gull í höndunum og þess vegna ætla ég að halda áfram að vinna með þeim. Ég er mjög stoltur af þeim," segir Pellerin. Anton og Eygló fá bæði rólega viku eftir ævintýri helgarinnar.„Þau fá að taka því svolítið rólega í þessari viku því ég get ekki alltaf pressað á þau," segir Pellerin að lokum.
Innlendar Sund Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Sjá meira