Varðhaldsúrskurðum fjölgað um 60 prósent 14. desember 2011 05:30 einangrunargangur Litla-hrauns Meðaltalsfjöldi daga fanga í einangrun á síðasta ári var 13 dagar og voru 117 manns úrskurðaðir í einangrun.fréttablaðið/heiða Gæsluvarðhaldsúrskurðir verða sífellt algengari. Þeim hefur fjölgað um 60 prósent síðan árið 1996 sé miðað við síðasta ár og var þá meðalfjöldi daga í gæsluvarðhaldi um þrettán dagar. Íbúum landsins fjölgaði á sama tíma um tæp 20 prósent. Í fyrra voru úrskurðir 139 talsins. Samkvæmt nýjustu tölum frá Fangelsismálastofnun hafa aldrei verið fleiri fangar í fangelsum landsins en í ár, en þeir eru 177 talsins. Í fyrra voru þeir 151. Meðaltalsfjöldi fanga í fangelsum sem afplána þriggja ára dóm eða hærri hefur hækkað um meira en helming síðustu ár, en í fyrra var fjöldinn rúm 64. Árið 2005 afplánuðu tæplega 29 fangar slíka dóma. Í dag eru um 370 manns á biðlista eftir plássi í afplánun í fangelsum landsins, samkvæmt Páli Winkel, forstjóra Fangelsismálastofnunar. „Á sama tíma og fjöldi einstaklinga eykst ár frá ári, hefur klefum ekki fjölgað,“ segir Páll. „Fangelsismálastofnun stýrir þessu með engu móti.“ Páll segir að nýtt fangelsi sé brýnt til að bregðast við þessari fjölgun, en nauðsynlegt sé að byggt verði fjölnotafangelsi sem geti einnig tekið á móti skammtímavistun samhliða lengri afplánunardómum. Gert er ráð fyrir 190 milljónum króna til hönnunar á nýju gæsluvarðhalds-, móttöku- og kvennafangelsi í fjárlögum fyrir næsta ár. Það kemur fyrir að gæsluvarðhaldsklefar standa auðir og því segir Páll það vera nauðsynlegt að hanna nýja fangelsið svo að hægt sé að nýta það sem best. Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir menn búna að gleyma þeirri grunnreglu að enginn ódæmdur maður skuli sviptur frelsi sínu. „Ég hef verið að berjast gegn þessu í 20 ár, þessari miklu gæsluvarðhaldsnauðsyn,“ segir Brynjar og bætir við að hans tilfinning sé þó sú að gæsluvarðhaldstíminn hafi styst á síðustu árum og lögreglan hafi farið varlegar með að krefjast þess. „Það er að segja þar til sérstakur saksóknari fór að setja menn í gæsluvarðhald í málum sem hafa verið til rannsóknar lengi og brotin kannski framin fyrir þremur árum síðan,“ segir Brynjar. „Það er mér algjörlega hulið hvernig það getur verið í þágu rannsóknarhagsmuna.“ sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Sjá meira
Gæsluvarðhaldsúrskurðir verða sífellt algengari. Þeim hefur fjölgað um 60 prósent síðan árið 1996 sé miðað við síðasta ár og var þá meðalfjöldi daga í gæsluvarðhaldi um þrettán dagar. Íbúum landsins fjölgaði á sama tíma um tæp 20 prósent. Í fyrra voru úrskurðir 139 talsins. Samkvæmt nýjustu tölum frá Fangelsismálastofnun hafa aldrei verið fleiri fangar í fangelsum landsins en í ár, en þeir eru 177 talsins. Í fyrra voru þeir 151. Meðaltalsfjöldi fanga í fangelsum sem afplána þriggja ára dóm eða hærri hefur hækkað um meira en helming síðustu ár, en í fyrra var fjöldinn rúm 64. Árið 2005 afplánuðu tæplega 29 fangar slíka dóma. Í dag eru um 370 manns á biðlista eftir plássi í afplánun í fangelsum landsins, samkvæmt Páli Winkel, forstjóra Fangelsismálastofnunar. „Á sama tíma og fjöldi einstaklinga eykst ár frá ári, hefur klefum ekki fjölgað,“ segir Páll. „Fangelsismálastofnun stýrir þessu með engu móti.“ Páll segir að nýtt fangelsi sé brýnt til að bregðast við þessari fjölgun, en nauðsynlegt sé að byggt verði fjölnotafangelsi sem geti einnig tekið á móti skammtímavistun samhliða lengri afplánunardómum. Gert er ráð fyrir 190 milljónum króna til hönnunar á nýju gæsluvarðhalds-, móttöku- og kvennafangelsi í fjárlögum fyrir næsta ár. Það kemur fyrir að gæsluvarðhaldsklefar standa auðir og því segir Páll það vera nauðsynlegt að hanna nýja fangelsið svo að hægt sé að nýta það sem best. Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir menn búna að gleyma þeirri grunnreglu að enginn ódæmdur maður skuli sviptur frelsi sínu. „Ég hef verið að berjast gegn þessu í 20 ár, þessari miklu gæsluvarðhaldsnauðsyn,“ segir Brynjar og bætir við að hans tilfinning sé þó sú að gæsluvarðhaldstíminn hafi styst á síðustu árum og lögreglan hafi farið varlegar með að krefjast þess. „Það er að segja þar til sérstakur saksóknari fór að setja menn í gæsluvarðhald í málum sem hafa verið til rannsóknar lengi og brotin kannski framin fyrir þremur árum síðan,“ segir Brynjar. „Það er mér algjörlega hulið hvernig það getur verið í þágu rannsóknarhagsmuna.“ sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Sjá meira