Flytur frumsamið jólalag fyrir nútímafjölskylduna Benedikt Bóas skrifar 9. desember 2011 06:00 Halldór er ánægður með að geta lagt söfnun UNICEF lið. Fréttablaðið/anton „Jú, ég verð með í dagskránni,“ segir Halldór Gylfason leikari, sem mun frumflytja glænýtt frumsamið jólalag í kvöld í tilefni Dags rauða nefsins. Margir kannast eflaust við spurninguna sem Halldór veltir upp í laginu, sem er í óhefðbundnari kantinu og ber heitið Nútímafjölskyldujól. „Sko, við höfum öll þessa hugmynd um að þegar jólin hringi inn klukkan sex safnist pabbi og mamma og systkinin saman að jólaborðinu. Þannig er það náttúrulega í fæstum tilfellum. Á flestum heimilum eru það stjúppabbi, stjúpmamma og hálfsystkini sem setjast saman,“ segir Halldór, sem fékk hugmyndina að laginu fyrir ári. Hann segir að það hafi runnið upp fyrir sér að enginn hafi fjallað um þessa hlið jólanna þegar samstarfsfólk hans og vinir stóðu í ströngu við að skipuleggja og ráðstafa hvenær börnin ættu að vera hvar yfir hátíðarnar. „Sjálfur er ég ekki skilnaðarbarn og ekki börnin mín heldur, þannig að þetta er frekar hefðbundið hjá mér. En lagið fjallar um þetta púsluspil sem hin íslenska nútímafjölskylda stendur frammi fyrir þegar jólin nálgast og börnin fara að spyrja sig hvar þau verði um jólin.“ Halldór frumflytur lagið einn síns liðs í skemmtidagskránni sem sýnd verður í kvöld á Stöð 2, en í stúdíóútgáfu sem kemur út á næstu dögum nýtur hann liðsinnis Geirfuglanna. Hann segist ætla að fylgjast með dagskránni eins vel og hann getur. „Þetta er frábært framtak og verður rosalega skemmtilegt.“ Klippa: Halldór Gylfason - Nútímafjölskyldujól - Rauða nefið 2011 Jólalög Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
„Jú, ég verð með í dagskránni,“ segir Halldór Gylfason leikari, sem mun frumflytja glænýtt frumsamið jólalag í kvöld í tilefni Dags rauða nefsins. Margir kannast eflaust við spurninguna sem Halldór veltir upp í laginu, sem er í óhefðbundnari kantinu og ber heitið Nútímafjölskyldujól. „Sko, við höfum öll þessa hugmynd um að þegar jólin hringi inn klukkan sex safnist pabbi og mamma og systkinin saman að jólaborðinu. Þannig er það náttúrulega í fæstum tilfellum. Á flestum heimilum eru það stjúppabbi, stjúpmamma og hálfsystkini sem setjast saman,“ segir Halldór, sem fékk hugmyndina að laginu fyrir ári. Hann segir að það hafi runnið upp fyrir sér að enginn hafi fjallað um þessa hlið jólanna þegar samstarfsfólk hans og vinir stóðu í ströngu við að skipuleggja og ráðstafa hvenær börnin ættu að vera hvar yfir hátíðarnar. „Sjálfur er ég ekki skilnaðarbarn og ekki börnin mín heldur, þannig að þetta er frekar hefðbundið hjá mér. En lagið fjallar um þetta púsluspil sem hin íslenska nútímafjölskylda stendur frammi fyrir þegar jólin nálgast og börnin fara að spyrja sig hvar þau verði um jólin.“ Halldór frumflytur lagið einn síns liðs í skemmtidagskránni sem sýnd verður í kvöld á Stöð 2, en í stúdíóútgáfu sem kemur út á næstu dögum nýtur hann liðsinnis Geirfuglanna. Hann segist ætla að fylgjast með dagskránni eins vel og hann getur. „Þetta er frábært framtak og verður rosalega skemmtilegt.“ Klippa: Halldór Gylfason - Nútímafjölskyldujól - Rauða nefið 2011
Jólalög Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira