Fiðlustelpan á kantinum stígur fram í sviðsljósið 3. desember 2011 17:30 í nægu að snúast Greta Salóme hefur alltaf verið með annan fótinn í dægurtónlist en hún hefur fullan stuðning fólksins í Sinfóníuhljómsveit Íslands í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Þegar Greta hefur tíma leggur hún stund á Crossfit.Fréttablaðið/Valli „Ég var tilbúin með lag, dúett með mér og Jónsa í Svörtum fötum. Og mér var einfaldlega ráðlagt að senda það inn. Hitt lagið var ég búin að vinna með Þorvaldi Bjarna og ég mat hlutina þannig að það væri skynsamlegast að senda lagið inn í keppnina í stað þess að bíða með útgáfu þess í viku," segir Greta Salóme Stefánsdóttir, fiðluleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Greta Salóme á tvö lög í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Hún semur textana sjálf og syngur annað með Jónsa og hitt með þeim Guðrúnu Árnýju Karlsdóttur og Heiðu Ólafsdóttur. Fiðlan verður auðvitað innan seilingar, það hefur hún verið síðan Greta var fjögurra ára. „Ég hef alltaf verið fiðlustelpan á kantinum, hef mikið verið að spila með alls konar fólki og verið með annan fótinn í dægurlagatónlistinni," segir Greta en aðdáendur Útsvars gætu munað eftir henni, hún spilar á fiðlu í einni af vísbendingaspurningum þáttarins. Það er saga á bak við lögin tvö. Lagið með Jónsa er meðal annars innblásið af harmþrunginni sögu af forboðnum ástum Ragnheiðar biskupsdóttur og Daða Halldórssonar. „Lagið varð til í Skálholti í fyrra. Þetta er svona íslenskt þjóðlaga-rokkpopp, mjög sterkt og kraftmikið. Hitt lagið er einlægt með sterkum texta." Seint verður sagt að Eurovision-keppnin sé háttskrifuð hjá klassískt menntuðu tónlistarfólki en á því verður væntanlega breyting í ár. Fyrir utan að vera meðlimur í Sinfóníuhljómsveit Íslands er Greta að klára mastersnám í tónlist frá Listaháskóla Íslands. Greta segist finna fyrir miklum stuðningi frá félögum sínum í Sinfó. „Þau eru alveg ótrúleg, hvetja mig áfram og styðja mig hundrað prósent. Eftir að þetta varð opinbert hef ég fengið alveg ótrúlega jákvæð viðbrögð," segir Greta sem getur auðveldlega reiknað með hundrað öruggum atkvæðum þar. „Eitthvað af þeim verður örugglega á upptökunum." Eins og það sé ekki nógu tímafrekt að vera í Sinfóníuhljómsveitinni og spila á tónleikum hér og þar úti um allan bæ þá stundar hin 25 ára gamla Greta crossfit af miklum móð hjá Crossfit BC. „Kærastinn minn á þetta þannig að ég kemst ekki hjá því að vera í þessu. Ég er búin að vera í þessu í tæpt ár og þetta hefur hjálpað mér mikið enda eiginlega alltaf á hlaupum." freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
„Ég var tilbúin með lag, dúett með mér og Jónsa í Svörtum fötum. Og mér var einfaldlega ráðlagt að senda það inn. Hitt lagið var ég búin að vinna með Þorvaldi Bjarna og ég mat hlutina þannig að það væri skynsamlegast að senda lagið inn í keppnina í stað þess að bíða með útgáfu þess í viku," segir Greta Salóme Stefánsdóttir, fiðluleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Greta Salóme á tvö lög í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Hún semur textana sjálf og syngur annað með Jónsa og hitt með þeim Guðrúnu Árnýju Karlsdóttur og Heiðu Ólafsdóttur. Fiðlan verður auðvitað innan seilingar, það hefur hún verið síðan Greta var fjögurra ára. „Ég hef alltaf verið fiðlustelpan á kantinum, hef mikið verið að spila með alls konar fólki og verið með annan fótinn í dægurlagatónlistinni," segir Greta en aðdáendur Útsvars gætu munað eftir henni, hún spilar á fiðlu í einni af vísbendingaspurningum þáttarins. Það er saga á bak við lögin tvö. Lagið með Jónsa er meðal annars innblásið af harmþrunginni sögu af forboðnum ástum Ragnheiðar biskupsdóttur og Daða Halldórssonar. „Lagið varð til í Skálholti í fyrra. Þetta er svona íslenskt þjóðlaga-rokkpopp, mjög sterkt og kraftmikið. Hitt lagið er einlægt með sterkum texta." Seint verður sagt að Eurovision-keppnin sé háttskrifuð hjá klassískt menntuðu tónlistarfólki en á því verður væntanlega breyting í ár. Fyrir utan að vera meðlimur í Sinfóníuhljómsveit Íslands er Greta að klára mastersnám í tónlist frá Listaháskóla Íslands. Greta segist finna fyrir miklum stuðningi frá félögum sínum í Sinfó. „Þau eru alveg ótrúleg, hvetja mig áfram og styðja mig hundrað prósent. Eftir að þetta varð opinbert hef ég fengið alveg ótrúlega jákvæð viðbrögð," segir Greta sem getur auðveldlega reiknað með hundrað öruggum atkvæðum þar. „Eitthvað af þeim verður örugglega á upptökunum." Eins og það sé ekki nógu tímafrekt að vera í Sinfóníuhljómsveitinni og spila á tónleikum hér og þar úti um allan bæ þá stundar hin 25 ára gamla Greta crossfit af miklum móð hjá Crossfit BC. „Kærastinn minn á þetta þannig að ég kemst ekki hjá því að vera í þessu. Ég er búin að vera í þessu í tæpt ár og þetta hefur hjálpað mér mikið enda eiginlega alltaf á hlaupum." freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira