Fokheldar Skuggablokkir eftirsóttar 2. desember 2011 06:00 Mikill áhugi virðist vera á kaupum á Lindargötu og Vitastíg í Skuggahverfi samkvæmt upplýsingum frá fasteignafélagi Arion banka. fréttablaðið/anton Mikill áhugi er fyrir kaupum á fasteignum í Skuggahverfinu eftir söluauglýsingu 101 Skuggahverfis og Landeyjar, fasteignafélags Arion banka, sem birt var í vikunni. Um er að ræða tvær íbúðablokkir, Lindargötu 37 og Vatnsstíg 16 til 18. Engin tilboð hafa enn borist í eignirnar, en heimilt er að gera tilboð í aðra þeirra eða báðar saman. Þorsteinn Ingi Garðarsson, framkvæmdastjóri 101 Skuggahverfis, vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið og benti á Inga Guðmundsson, framkvæmdastjóra Landeyjar. Ingi segir flest viðbrögðin hafa komið frá fjárfestum og verktökum, eða öðrum aðilum „með tengingu í geirann". Byggingarnar seljast í núverandi ástandi að innan, það er rúmlega fokheldar, og fullbúnar að utan, og eru metnar á þriðja milljarð króna. Hann býst við að tilboð fari að berast öðru hvoru megin við helgina. „Það er greinilegur áhugi fyrir þessu," segir Ingi. „Það er ljóst að þessar eignir eru upp á þriðja milljarð, en það er erfitt að fullyrða um hugmyndir að tilboðum." Byggingarnar tvær eru hluti af Áfanga 2 hjá 101 Skuggahverfi. Virði hans var bókfært á 1,9 milljarða um síðustu áramót, samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2010. Félagið skuldaði þá 6,3 milljarða króna í heild og þar af voru skuldir við Arion banka upp á 6,1 milljarð. Byggingarnar voru auglýstar til sölu fyrir um ári. Þá bárust tvö eða þrjú tilboð sem ekki náðist að ganga frá, og því var fallið frá söluferlinu. Frestur til að skila inn tilboðum í þetta sinn er ótakmarkaður.Verðmat eignanna er á þriðja milljarð, að sögn framkvæmdastjóra Landeyjar.„Við vildum ekki binda okkur við frest. Þetta er stórt verkefni og um er að ræða miklar fjárhæðir svo það er skiljanlegt að menn vilji taka sinn tíma," segir Ingi. „Við erum að vona að bæði markaðurinn og fjárfestar séu bjartsýnni heldur en þeir voru fyrir rúmu ári." Til stendur að selja íbúðir á Vatnsstíg 14 í smásölu. Verktakafélagið Arcus ehf. keypti Lindargötu 35 fyrir um tveimur mánuðum á 170 milljónir króna. Níu íbúðir eru í húsinu og var það selt í sama ástandi og fyrrgreindar blokkir. Þorvaldur H. Gissurarson, eigandi Arcus, áætlar að framkvæmdir við húsið klárist í maí á næsta ári og til stendur að selja íbúðirnar í smásölu. sunna@frettabladid.is Lífið Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Mikill áhugi er fyrir kaupum á fasteignum í Skuggahverfinu eftir söluauglýsingu 101 Skuggahverfis og Landeyjar, fasteignafélags Arion banka, sem birt var í vikunni. Um er að ræða tvær íbúðablokkir, Lindargötu 37 og Vatnsstíg 16 til 18. Engin tilboð hafa enn borist í eignirnar, en heimilt er að gera tilboð í aðra þeirra eða báðar saman. Þorsteinn Ingi Garðarsson, framkvæmdastjóri 101 Skuggahverfis, vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið og benti á Inga Guðmundsson, framkvæmdastjóra Landeyjar. Ingi segir flest viðbrögðin hafa komið frá fjárfestum og verktökum, eða öðrum aðilum „með tengingu í geirann". Byggingarnar seljast í núverandi ástandi að innan, það er rúmlega fokheldar, og fullbúnar að utan, og eru metnar á þriðja milljarð króna. Hann býst við að tilboð fari að berast öðru hvoru megin við helgina. „Það er greinilegur áhugi fyrir þessu," segir Ingi. „Það er ljóst að þessar eignir eru upp á þriðja milljarð, en það er erfitt að fullyrða um hugmyndir að tilboðum." Byggingarnar tvær eru hluti af Áfanga 2 hjá 101 Skuggahverfi. Virði hans var bókfært á 1,9 milljarða um síðustu áramót, samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2010. Félagið skuldaði þá 6,3 milljarða króna í heild og þar af voru skuldir við Arion banka upp á 6,1 milljarð. Byggingarnar voru auglýstar til sölu fyrir um ári. Þá bárust tvö eða þrjú tilboð sem ekki náðist að ganga frá, og því var fallið frá söluferlinu. Frestur til að skila inn tilboðum í þetta sinn er ótakmarkaður.Verðmat eignanna er á þriðja milljarð, að sögn framkvæmdastjóra Landeyjar.„Við vildum ekki binda okkur við frest. Þetta er stórt verkefni og um er að ræða miklar fjárhæðir svo það er skiljanlegt að menn vilji taka sinn tíma," segir Ingi. „Við erum að vona að bæði markaðurinn og fjárfestar séu bjartsýnni heldur en þeir voru fyrir rúmu ári." Til stendur að selja íbúðir á Vatnsstíg 14 í smásölu. Verktakafélagið Arcus ehf. keypti Lindargötu 35 fyrir um tveimur mánuðum á 170 milljónir króna. Níu íbúðir eru í húsinu og var það selt í sama ástandi og fyrrgreindar blokkir. Þorvaldur H. Gissurarson, eigandi Arcus, áætlar að framkvæmdir við húsið klárist í maí á næsta ári og til stendur að selja íbúðirnar í smásölu. sunna@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira