Fagna með Reyka vodka í Bandaríkjunum 1. desember 2011 21:00 til í slaginn Jeff Who? spilar á R-Bar í New York mánudaginn 5. desember og á Bedford í Chicago þriðjudaginn 6. desember.Fréttablaðið/Valli „Við vorum búnir að sjá fyrir okkur að geta klárað jólagjafainnkaupin en svo verður bara svo brjálað að gera,“ segir Bjarni Hall, söngvari hljómsveitarinnar Jeff Who? Sveitin er á leið til Bandaríkjanna þar sem hún mun spila á tvennum tónleikum í New York og Chicago í samstarfi við Reyka vodka, auk þess að koma fram í fjölda blaða- og sjónvarpsviðtala. Vodkaframleiðandinn fékk Jeff Who? til liðs við sig fyrir rúmu ári til að taka þátt í markaðssetningu vestanhafs. Í haust var Reyka vodki svo valinn sá besti í heimi á Alþjóðlegu vínkeppninni og til að kynna það og halda upp á sigurinn heldur hljómsveitin út og spilar á tónleikum sem bera yfirskriftina Iceland Wants to Buy You a Drink. „Ég held að þetta verði miklu skemmtilegra núna en áður þegar við höfum spilað í Bandaríkjunum. Þetta verður í raun bara gott partí, fólk mætir bara til að hlusta á tónlist og drekka. Þetta verður svolítið íslenskt,“ segir Bjarni og hvetur alla sem geta til að mæta því viðburðurinn er opinn öllum. Hljómsveitin mun frumflytja tvö ný lög á tónleikunum í New York, sem ætti að gleðja aðdáendur því töluvert langt er síðan sveitin hefur gefið frá sér nýtt efni. Bjarni segir að viðbót nýs trommara í hópinn hafi verið sparkið í rassinn sem hljómsveitarmeðlimir þurftu til að fara að semja nýtt efni. „Það er ótrúlegt hvað þetta kom okkur í gang. Í raun og veru fundum við Grímsa (Hallgrímur Jón Hallgrímsson) á ættarmóti – hann gifti sig inn í fjölskylduna mína og við bjuggum til litla hljómsveit fyrir ættarmót. Þá kom í ljós að hann er frábær gaur og ennþá betri trommari. Þetta smellpassaði saman hjá okkur.“- bb Lífið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
„Við vorum búnir að sjá fyrir okkur að geta klárað jólagjafainnkaupin en svo verður bara svo brjálað að gera,“ segir Bjarni Hall, söngvari hljómsveitarinnar Jeff Who? Sveitin er á leið til Bandaríkjanna þar sem hún mun spila á tvennum tónleikum í New York og Chicago í samstarfi við Reyka vodka, auk þess að koma fram í fjölda blaða- og sjónvarpsviðtala. Vodkaframleiðandinn fékk Jeff Who? til liðs við sig fyrir rúmu ári til að taka þátt í markaðssetningu vestanhafs. Í haust var Reyka vodki svo valinn sá besti í heimi á Alþjóðlegu vínkeppninni og til að kynna það og halda upp á sigurinn heldur hljómsveitin út og spilar á tónleikum sem bera yfirskriftina Iceland Wants to Buy You a Drink. „Ég held að þetta verði miklu skemmtilegra núna en áður þegar við höfum spilað í Bandaríkjunum. Þetta verður í raun bara gott partí, fólk mætir bara til að hlusta á tónlist og drekka. Þetta verður svolítið íslenskt,“ segir Bjarni og hvetur alla sem geta til að mæta því viðburðurinn er opinn öllum. Hljómsveitin mun frumflytja tvö ný lög á tónleikunum í New York, sem ætti að gleðja aðdáendur því töluvert langt er síðan sveitin hefur gefið frá sér nýtt efni. Bjarni segir að viðbót nýs trommara í hópinn hafi verið sparkið í rassinn sem hljómsveitarmeðlimir þurftu til að fara að semja nýtt efni. „Það er ótrúlegt hvað þetta kom okkur í gang. Í raun og veru fundum við Grímsa (Hallgrímur Jón Hallgrímsson) á ættarmóti – hann gifti sig inn í fjölskylduna mína og við bjuggum til litla hljómsveit fyrir ættarmót. Þá kom í ljós að hann er frábær gaur og ennþá betri trommari. Þetta smellpassaði saman hjá okkur.“- bb
Lífið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“