Semja um skattamál stóriðjunnar - fréttaskýring 1. desember 2011 05:00 elkem Einar Þorsteinsson, forstjóri Elkem á Íslandi, hefur sagt að samkeppnishæfni Íslands í járnblendi hverfi með verði kolefnisgjald lagt á fyrirtækin. ÞORSTEINN VÍGLUNDSSON Hvers vegna átti að leggja á kolefnisgjöld? Fjármálaráðherra féll frá fyrirhuguðu kolefnisgjaldi á rafskaut, koks og kol, en gjaldið var að finna í bandormi um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Ætlunin var að gjaldið skilaði 1,5 milljörðum króna í tekjur árið 2013. Árið 2009 var settur á sérstakur raforkuskattur með samkomulagi við orkufrekan iðnað. Hann hefur skilað um tveimur milljörðum króna árlega í ríkissjóð, en rennur sitt skeið á enda í árslok 2012. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var það ætlun ráðuneytisins að kolefnisgjaldið kæmi í stað raforkuskattsins. Nú, þegar fallið hefur verið frá gjaldinu, liggur fyrir að semja um skattaumhverfið. Í ráðuneytinu er talið að ríkissjóður hafi ekki efni á að missa þann spón úr aski sínum. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðanda, segir að ekki hafi verið falast eftir samkomulagi um framlengingu raforkuskattsins. Samkomulagið frá 2009 hafi verið nokkuð skýrt með það að um tímabundna ráðstöfun væri að ræða, síðan yrði farið í ETS-umhverfið, sem þýði gjaldtöku og tekjur fyrir ríkissjóð. ETS stendur fyrir alþjóðlegt viðskiptakerfi með losun gróðurhúsalofttegunda. Það kemst á í áföngum og að fullu árið 2013. Með því þurfa fyrirtæki að kaupa sér kvóta fyrir útblástur gróðurhúsalofttegunda. Það skapar ríkissjóði tekjur og hvetur um leið fyrirtæki til að draga úr losuninni. Forsvarsmenn stóriðjunnar töldu kolefnisgjaldið brot á viðauka við fjárfestingasamninga fyrirtækjanna sem gerðir voru í janúar 2010, þar sem fyrirtækin samþykktu að greiða fyrirfram greiddan tekjuskatt næstu þrjú ár. Gegn þessu telja stóriðjufyrirtækin sig hafa fengið loforð um að ekki yrði lögð á þau auknir skattar. Í viðaukanum segir að skattheimta „feli almennt ekki í sér lakari starfsskilyrði fyrir fyrirtæki sem reka starfsemi sína hér á landi samanborið við önnur Evrópuríki og erlenda samkeppnisaðila á sama markaði.“ Stóriðjan telur að með kolefnisgjaldinu sé starfsumhverfi fyrirtækjanna gert lakara hér en í viðmiðunarlöndum, þar sem fyrirtæki þurfa ekki að greiða umrætt gjald. Í fjármálaráðuneytinu er sú skoðun hins vegar uppi að ekki sé hægt að horfa einungis á kolefnisgjaldið þegar starfsskilyrði stóriðjunnar eru metin. Horfa verði til þess að skattar á fyrirtæki eru lágir hér, í Evrópu séu þeir aðeins lægri á Írlandi. Þá þurfi fyrirtækin ekki að borga tolla af aðföngum, ólíkt því sem gerist í Evrópusambandinu, og þar til viðbótar sé orkuverð lágt hér á landi. Að öllu samanlögðu séu starfsskilyrðin því mun hagstæðari hér en í öðrum Evrópuríkjum, jafnvel þó kolefnisgjaldið verði lagt á. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Skroll-Viðskipti Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
ÞORSTEINN VÍGLUNDSSON Hvers vegna átti að leggja á kolefnisgjöld? Fjármálaráðherra féll frá fyrirhuguðu kolefnisgjaldi á rafskaut, koks og kol, en gjaldið var að finna í bandormi um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Ætlunin var að gjaldið skilaði 1,5 milljörðum króna í tekjur árið 2013. Árið 2009 var settur á sérstakur raforkuskattur með samkomulagi við orkufrekan iðnað. Hann hefur skilað um tveimur milljörðum króna árlega í ríkissjóð, en rennur sitt skeið á enda í árslok 2012. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var það ætlun ráðuneytisins að kolefnisgjaldið kæmi í stað raforkuskattsins. Nú, þegar fallið hefur verið frá gjaldinu, liggur fyrir að semja um skattaumhverfið. Í ráðuneytinu er talið að ríkissjóður hafi ekki efni á að missa þann spón úr aski sínum. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðanda, segir að ekki hafi verið falast eftir samkomulagi um framlengingu raforkuskattsins. Samkomulagið frá 2009 hafi verið nokkuð skýrt með það að um tímabundna ráðstöfun væri að ræða, síðan yrði farið í ETS-umhverfið, sem þýði gjaldtöku og tekjur fyrir ríkissjóð. ETS stendur fyrir alþjóðlegt viðskiptakerfi með losun gróðurhúsalofttegunda. Það kemst á í áföngum og að fullu árið 2013. Með því þurfa fyrirtæki að kaupa sér kvóta fyrir útblástur gróðurhúsalofttegunda. Það skapar ríkissjóði tekjur og hvetur um leið fyrirtæki til að draga úr losuninni. Forsvarsmenn stóriðjunnar töldu kolefnisgjaldið brot á viðauka við fjárfestingasamninga fyrirtækjanna sem gerðir voru í janúar 2010, þar sem fyrirtækin samþykktu að greiða fyrirfram greiddan tekjuskatt næstu þrjú ár. Gegn þessu telja stóriðjufyrirtækin sig hafa fengið loforð um að ekki yrði lögð á þau auknir skattar. Í viðaukanum segir að skattheimta „feli almennt ekki í sér lakari starfsskilyrði fyrir fyrirtæki sem reka starfsemi sína hér á landi samanborið við önnur Evrópuríki og erlenda samkeppnisaðila á sama markaði.“ Stóriðjan telur að með kolefnisgjaldinu sé starfsumhverfi fyrirtækjanna gert lakara hér en í viðmiðunarlöndum, þar sem fyrirtæki þurfa ekki að greiða umrætt gjald. Í fjármálaráðuneytinu er sú skoðun hins vegar uppi að ekki sé hægt að horfa einungis á kolefnisgjaldið þegar starfsskilyrði stóriðjunnar eru metin. Horfa verði til þess að skattar á fyrirtæki eru lágir hér, í Evrópu séu þeir aðeins lægri á Írlandi. Þá þurfi fyrirtækin ekki að borga tolla af aðföngum, ólíkt því sem gerist í Evrópusambandinu, og þar til viðbótar sé orkuverð lágt hér á landi. Að öllu samanlögðu séu starfsskilyrðin því mun hagstæðari hér en í öðrum Evrópuríkjum, jafnvel þó kolefnisgjaldið verði lagt á. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Skroll-Viðskipti Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira