Af leikskólamálum - önnur útgáfa Sóley Tómasdóttir skrifar 30. nóvember 2011 06:00 Stundum er eins og borgarstjóri átti sig ekki á hlutverki sínu og ábyrgð gagnvart fjármálum borgarinnar. Ég hef ítrekað reynt að kalla fram stefnu eða hugmyndafræði í ráðhúsinu en þar er ekkert slíkt að finna. Meirihlutinn forgangsraðar ekki, heldur hagræðir og sker niður samkvæmt hefðbundnum og gamaldags gildum, þar sem stóru kvennastéttirnar eru látnar taka skelli á meðan annað, harðara og karllægara er látið óáreitt. Meirihlutinn gæti auðveldlega ákveðið að bæta tiltekna þjónustu eða greiða hærri laun án þess að hækka skatta eða gjöld. Hann gæti nefnilega ákveðið að hagræða annars staðar í staðinn. Það er bara þannig. Meirihlutinn verður að sýna ábyrgð, móta stefnu og forgangsraða í samræmi við hana. Það er enn mikilvægara á óvissutímum eins og þeim sem hafa ríkt undanfarin ár og ekki sér alveg fyrir endann á. Hann á að gera raunhæfar áætlanir um að mæta eðlilegum kröfum. Síðsumars samþykktu leikskólakennarar kjarasamning sem þeir töldu góðan og viðsemjendur þeirra ásættanlegan. Sá samningur hljóðaði upp á að hækka laun leikskólakennara til samræmis við laun grunnskólakennara í þrepum á samningstímabilinu sem nær fram til ársins 2014. Fyrir samningana var nokkur hiti í leikskólakennurum – eðlilega, enda höfðu kjör þeirra rýrnað í samanburði við þær stéttir sem eðlilegt er að þeir beri sig saman við. Eitt af því sem Félag leikskólakennara bauðst til að semja um var að setja svokallaðar neysluhlésgreiðslur inn í grunntaxta. Reykjavíkurborg hafði þá um nokkurt skeið greitt leikskólakennurum fyrir að matast með börnum, enda þótti sanngjarnt að greiða þeim fyrir þá vinnu. Allir flokkar í Reykjavík hafa verið sammála um það frá því haustið 2007 og kært sig kollótta um ákvarðanir annarra sveitarfélaga. Eftir hrun breyttist þetta nokkuð. Til dæmis gekk betur að fá fólk til starfa í leikskólum. Þá komu oft upp hugmyndir um hvort það ætti ekki bara að fella niður þessar tilteknu greiðslur og nýta kúgunartæki markaðarins í atvinnuleysi. Að starfsfólk ætti ekki um neitt annað að velja og því væri hægt að skerða kjör þeirra. Það var sem betur fer aldrei framkvæmt – enginn flokkur var nægilega óforskammaður til að leggja það til með formlegum hætti. Talsmenn Félags leikskólakennara töluðu því um „Reykjavíkurleiðina" svokölluðu og buðu hana fram sem lausn á deilunni þegar hún tók að harðna í sumar. Að neysluhlésgreiðslurnar yrðu settar inn í grunntaxta. Þeirri tillögu var hafnað af hálfu sveitarfélaganna og ákveðið að fara aðra leið. Ákvæði um matar- og kaffitíma eru óbreytt með öllu en aftur á móti var samþykkt að vinna að því að jafna laun leikskólakennara og grunnskólakennara í áföngum á samningstímabilinu. Formaður FL sagði réttilega í Fréttablaðinu að hann hefði verið viðbúinn því að neysluhlésgreiðslurnar yrðu afnumdar. – Og án þess að ég geti fullyrt um ástæður þess, finnst mér líklegra að sá viðbúnaður sé til kominn vegna þess að meirihluti Besta flokks og Samfylkingar hefur ekki sýnt leikskólakennurum neina sérstaka virðingu það sem af er kjörtímabilinu og því fátt sem kemur þeim lengur á óvart. Mér finnst persónulega ekki sanngjarnt að stéttum sé hegnt fyrir að ná fram kröfum sínum. Mér finnst það ómaklegt af meirihlutanum að fara þessa leið, sérstaklega eftir það sem leikskólarnir hafa þurft að þola á undanförnum misserum. Undir ráðhúsinu er engin gullnáma en borgarsjóður samanstendur af milljarðatugum. Þeim fjármunum er forgangsraðað í samræmi við stefnu og verðmætamat kjörinna fulltrúa hverju sinni. Borgarstjóri getur ekki fríað sig ábyrgð á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Sóley Tómasdóttir Tengdar fréttir Af leikskólamálum Stundum er eins og fólk haldi að undir Ráðhúsi Reykjavíkur séu gullnámur sem hægt sé að ganga í þegar vantar peninga til að fjármagna eitthvað. Ég hef skoðað hvern krók og kima í Ráðhúsinu en þar er engar slíkar námur að finna. Reykjavíkurborg notar allar tekjur sínar til þess að greiða laun og halda úti þjónustu sem henni er ætlað að sinna. 29. nóvember 2011 06:00 Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Stundum er eins og borgarstjóri átti sig ekki á hlutverki sínu og ábyrgð gagnvart fjármálum borgarinnar. Ég hef ítrekað reynt að kalla fram stefnu eða hugmyndafræði í ráðhúsinu en þar er ekkert slíkt að finna. Meirihlutinn forgangsraðar ekki, heldur hagræðir og sker niður samkvæmt hefðbundnum og gamaldags gildum, þar sem stóru kvennastéttirnar eru látnar taka skelli á meðan annað, harðara og karllægara er látið óáreitt. Meirihlutinn gæti auðveldlega ákveðið að bæta tiltekna þjónustu eða greiða hærri laun án þess að hækka skatta eða gjöld. Hann gæti nefnilega ákveðið að hagræða annars staðar í staðinn. Það er bara þannig. Meirihlutinn verður að sýna ábyrgð, móta stefnu og forgangsraða í samræmi við hana. Það er enn mikilvægara á óvissutímum eins og þeim sem hafa ríkt undanfarin ár og ekki sér alveg fyrir endann á. Hann á að gera raunhæfar áætlanir um að mæta eðlilegum kröfum. Síðsumars samþykktu leikskólakennarar kjarasamning sem þeir töldu góðan og viðsemjendur þeirra ásættanlegan. Sá samningur hljóðaði upp á að hækka laun leikskólakennara til samræmis við laun grunnskólakennara í þrepum á samningstímabilinu sem nær fram til ársins 2014. Fyrir samningana var nokkur hiti í leikskólakennurum – eðlilega, enda höfðu kjör þeirra rýrnað í samanburði við þær stéttir sem eðlilegt er að þeir beri sig saman við. Eitt af því sem Félag leikskólakennara bauðst til að semja um var að setja svokallaðar neysluhlésgreiðslur inn í grunntaxta. Reykjavíkurborg hafði þá um nokkurt skeið greitt leikskólakennurum fyrir að matast með börnum, enda þótti sanngjarnt að greiða þeim fyrir þá vinnu. Allir flokkar í Reykjavík hafa verið sammála um það frá því haustið 2007 og kært sig kollótta um ákvarðanir annarra sveitarfélaga. Eftir hrun breyttist þetta nokkuð. Til dæmis gekk betur að fá fólk til starfa í leikskólum. Þá komu oft upp hugmyndir um hvort það ætti ekki bara að fella niður þessar tilteknu greiðslur og nýta kúgunartæki markaðarins í atvinnuleysi. Að starfsfólk ætti ekki um neitt annað að velja og því væri hægt að skerða kjör þeirra. Það var sem betur fer aldrei framkvæmt – enginn flokkur var nægilega óforskammaður til að leggja það til með formlegum hætti. Talsmenn Félags leikskólakennara töluðu því um „Reykjavíkurleiðina" svokölluðu og buðu hana fram sem lausn á deilunni þegar hún tók að harðna í sumar. Að neysluhlésgreiðslurnar yrðu settar inn í grunntaxta. Þeirri tillögu var hafnað af hálfu sveitarfélaganna og ákveðið að fara aðra leið. Ákvæði um matar- og kaffitíma eru óbreytt með öllu en aftur á móti var samþykkt að vinna að því að jafna laun leikskólakennara og grunnskólakennara í áföngum á samningstímabilinu. Formaður FL sagði réttilega í Fréttablaðinu að hann hefði verið viðbúinn því að neysluhlésgreiðslurnar yrðu afnumdar. – Og án þess að ég geti fullyrt um ástæður þess, finnst mér líklegra að sá viðbúnaður sé til kominn vegna þess að meirihluti Besta flokks og Samfylkingar hefur ekki sýnt leikskólakennurum neina sérstaka virðingu það sem af er kjörtímabilinu og því fátt sem kemur þeim lengur á óvart. Mér finnst persónulega ekki sanngjarnt að stéttum sé hegnt fyrir að ná fram kröfum sínum. Mér finnst það ómaklegt af meirihlutanum að fara þessa leið, sérstaklega eftir það sem leikskólarnir hafa þurft að þola á undanförnum misserum. Undir ráðhúsinu er engin gullnáma en borgarsjóður samanstendur af milljarðatugum. Þeim fjármunum er forgangsraðað í samræmi við stefnu og verðmætamat kjörinna fulltrúa hverju sinni. Borgarstjóri getur ekki fríað sig ábyrgð á því.
Af leikskólamálum Stundum er eins og fólk haldi að undir Ráðhúsi Reykjavíkur séu gullnámur sem hægt sé að ganga í þegar vantar peninga til að fjármagna eitthvað. Ég hef skoðað hvern krók og kima í Ráðhúsinu en þar er engar slíkar námur að finna. Reykjavíkurborg notar allar tekjur sínar til þess að greiða laun og halda úti þjónustu sem henni er ætlað að sinna. 29. nóvember 2011 06:00
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun