Kennarar á Akranesi segjast vera smánaðir 30. nóvember 2011 07:00 Hrönn Eggertsdóttir og Bjarni Þór Bjarnason segjast hætta í Brekkubæjarskóla eftir að hafa fengið á sig óverðskuldaðar ásakanir frá forseta bæjarstjórnar sem blandað hafi sér í stjórn skólans. Mynd/Salbjörg Ósk Reynisdóttir Tveir myndmenntarkennarar um sextugt við Brekkubæjarskóla á Akranesi telja sig smánaða og hafa sagt upp störfum. Annar kennaranna, Hrönn Eggertsdóttir, segir málið eiga rætur að rekja til þess að fimm barna móðir sem starfað hafi sem kennari í fyrra hafi ekki fengið endurráðningu. „Við átján reyndustu kennarar skólans skrifuðum þá undir bænarbréf um að hún fengi að halda áfram því hún var góður kennari. Skólastjórinn hellti sér yfir okkur á kennarafundi og sagði þetta vera vantraust á sig og bannaði okkur að gera frekari athugasemdir," útskýrir Hrönn. Umræddur kennari fékk ríflega 1,6 milljónir króna í bætur vegna málsins. Hrönn segist hafa sagt sínar skoðanir á starfi skólans og að það hafi fallið í grýttan jarðveg hjá skólastjóranum. Auk Hrannar segir Bjarni Þór Bjarnason upp starfi sínu. Þau voru kölluð á fund Sveins Kristinssonar, forseta bæjarstjórnar, í byrjun júní. Í bréfi til bæjarstjórnar segja þau fundinn hafa reynst „yfirheyrslur og ákærur en ekki viðtal". Vísað hafi verið í „meintar klögur" um Bjarna utan úr bæ sem allir viti að séu ósannar og ýjað hafi verið að því að veikindadagar Hrannar væru „ansi margir". Það ætti sér heldur enga stoð. „Svo það, sem bítur nú höfuðið af skömminni, að reynt var að ýta við okkur að fara að hætta! OKKUR FINNST VIÐ SMÁNUÐ!," skrifa kennararnir. „Við höfum sagt upp stöðum okkar frá áramótum, viljum ekki vinna undir stjórn fólks sem við treystum ekki lengur!"Gunnar SigurðssonGunnar Sigurðsson bæjarfulltrúi sagði á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku að bréf Hrannar og Bjarna ylli honum miklum vonbrigðum. Eftir lokaðan fund bæjarstjórnar í ágúst hefði hann talið að starfsmannastjórinn ætti að aðstoða skólastjórnendur við að leysa starfsmannavandamál þar. „Það er ömurlegt að lesa að þessum kennurum finnst sem þau hafi verið hrakin úr starfi eftir að hafa kennt í samtals 67 ár við skólann," segir í bókun Gunnars, sem kveðst láta ógert að ræða mál Hrannar vegna skyldleika við hana. En sem bæjarfulltrúi á Akranesi skammist hann sín fyrir að Bjarna, sem sé fyrrverandi bæjarlistamaður Akraness, finnist sem hann hafi verið hrakinn úr starfi. Starfsmannavandamálum í Brekkubæjarskóla virðist ekki lokið. Arnbjörg Stefánsdóttir, skólastjóri í Brekkubæjarskóla, vill ekki tjá sig um málið. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Sjá meira
Tveir myndmenntarkennarar um sextugt við Brekkubæjarskóla á Akranesi telja sig smánaða og hafa sagt upp störfum. Annar kennaranna, Hrönn Eggertsdóttir, segir málið eiga rætur að rekja til þess að fimm barna móðir sem starfað hafi sem kennari í fyrra hafi ekki fengið endurráðningu. „Við átján reyndustu kennarar skólans skrifuðum þá undir bænarbréf um að hún fengi að halda áfram því hún var góður kennari. Skólastjórinn hellti sér yfir okkur á kennarafundi og sagði þetta vera vantraust á sig og bannaði okkur að gera frekari athugasemdir," útskýrir Hrönn. Umræddur kennari fékk ríflega 1,6 milljónir króna í bætur vegna málsins. Hrönn segist hafa sagt sínar skoðanir á starfi skólans og að það hafi fallið í grýttan jarðveg hjá skólastjóranum. Auk Hrannar segir Bjarni Þór Bjarnason upp starfi sínu. Þau voru kölluð á fund Sveins Kristinssonar, forseta bæjarstjórnar, í byrjun júní. Í bréfi til bæjarstjórnar segja þau fundinn hafa reynst „yfirheyrslur og ákærur en ekki viðtal". Vísað hafi verið í „meintar klögur" um Bjarna utan úr bæ sem allir viti að séu ósannar og ýjað hafi verið að því að veikindadagar Hrannar væru „ansi margir". Það ætti sér heldur enga stoð. „Svo það, sem bítur nú höfuðið af skömminni, að reynt var að ýta við okkur að fara að hætta! OKKUR FINNST VIÐ SMÁNUÐ!," skrifa kennararnir. „Við höfum sagt upp stöðum okkar frá áramótum, viljum ekki vinna undir stjórn fólks sem við treystum ekki lengur!"Gunnar SigurðssonGunnar Sigurðsson bæjarfulltrúi sagði á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku að bréf Hrannar og Bjarna ylli honum miklum vonbrigðum. Eftir lokaðan fund bæjarstjórnar í ágúst hefði hann talið að starfsmannastjórinn ætti að aðstoða skólastjórnendur við að leysa starfsmannavandamál þar. „Það er ömurlegt að lesa að þessum kennurum finnst sem þau hafi verið hrakin úr starfi eftir að hafa kennt í samtals 67 ár við skólann," segir í bókun Gunnars, sem kveðst láta ógert að ræða mál Hrannar vegna skyldleika við hana. En sem bæjarfulltrúi á Akranesi skammist hann sín fyrir að Bjarna, sem sé fyrrverandi bæjarlistamaður Akraness, finnist sem hann hafi verið hrakinn úr starfi. Starfsmannavandamálum í Brekkubæjarskóla virðist ekki lokið. Arnbjörg Stefánsdóttir, skólastjóri í Brekkubæjarskóla, vill ekki tjá sig um málið. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Sjá meira