Íslenskar táningsstelpur eyða milljónum í Twilight 29. nóvember 2011 13:00 Um þetta snýst málið Aðalæðið hjá íslenskum stelpum er Twilight-serían en nýjasta myndin, Breaking Dawn, er aðra vikuna í röð á toppnum hér á landi. „Maður getur ekki kvartað,“ segir Sigurður Victor Chelbat, markaðsstjóri hjá Sambíóunum. Aðra vikuna í röð er kvikmynd úr Twilight-flokknum aðsóknarmesta mynd vikunnar. Um er að ræða fjórðu myndina um þau Jakob, Isabellu og Edward en þær eru byggðar á samnefndum bókum Stephenie Meyer. Fjórða myndin, Breaking Dawn, hefur náð inn rúmlega ellefu milljónum íslenskra króna í miðasölu og tæplega ellefu þúsund manns hafa séð hana. En þar með er ekki öll sagan sögð. Myndirnar fjórar hafa samanlagt halað inn tæplega sextíu milljónum íslenskra króna á síðustu fjórum árum hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Smáís. Það gerir rúmlega 66 þúsund áhorfendur. Það sem gerir þessa tölu enn merkilegri er að áhorfendahópurinn er mjög afmarkaður, þetta eru að stærstum hluta unglingsstúlkur frá tólf ára aldri. „Auðvitað höfum við séð eldri konur fljóta með, kannski 29 ára og auðvitað einhverja stráka sem eru þá að lesa bækurnar. En að mestu leyti eru áhorfendurnir stelpur á aldrinum 12-24 ára,“ segir Sigurður Victor og bætir því við að þessi áhorfendahópur sé mjög dyggur og bíði ákaflega spenntur eftir hverri mynd. „Þetta æði er miklu meira en við bjuggumst við, því þegar fyrsta myndin var frumsýnd voru bækurnar ekkert komnar. Auðvitað hefði maður samt viljað að áhorfendahópurinn væri jafn breiður og hjá til dæmis Harry Potter þar sem aðdáendur voru af báðum kynjum.“ Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins sem gefur út Twilight-bækurnar á Íslandi, segir að salan á þeim hafi valdið ákveðnum vonbrigðum. „Þetta hefur verið mikið æði hjá nágrannaþjóðunum en ekki alveg náð sömu hylli hérna á Íslandi,“ segir Egill sem telst þó til að fyrstu þrjár bækurnar hafi selst í sautján þúsund eintökum eða fyrir 76 milljónir íslenskra króna. Fjórða bókin eftir Stephenie Meyer er væntanleg innan tíðar. Egill kveðst vera sammála Sigurði með markhóp bókanna. Lesendahópurinn virðist aðallega vera ungar konur en hann bætir því við að það séu kannski engin nýmæli fyrir bókaútgefanda. Ný lestrarkönnun hafi staðfest að konur lesi meira. „Og þannig var það líka hjá Harry Potter, þar voru það aðallega konur sem lásu bækurnar.“ freyrgigja@frettabladid.isvísir/anton brink Lífið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
„Maður getur ekki kvartað,“ segir Sigurður Victor Chelbat, markaðsstjóri hjá Sambíóunum. Aðra vikuna í röð er kvikmynd úr Twilight-flokknum aðsóknarmesta mynd vikunnar. Um er að ræða fjórðu myndina um þau Jakob, Isabellu og Edward en þær eru byggðar á samnefndum bókum Stephenie Meyer. Fjórða myndin, Breaking Dawn, hefur náð inn rúmlega ellefu milljónum íslenskra króna í miðasölu og tæplega ellefu þúsund manns hafa séð hana. En þar með er ekki öll sagan sögð. Myndirnar fjórar hafa samanlagt halað inn tæplega sextíu milljónum íslenskra króna á síðustu fjórum árum hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Smáís. Það gerir rúmlega 66 þúsund áhorfendur. Það sem gerir þessa tölu enn merkilegri er að áhorfendahópurinn er mjög afmarkaður, þetta eru að stærstum hluta unglingsstúlkur frá tólf ára aldri. „Auðvitað höfum við séð eldri konur fljóta með, kannski 29 ára og auðvitað einhverja stráka sem eru þá að lesa bækurnar. En að mestu leyti eru áhorfendurnir stelpur á aldrinum 12-24 ára,“ segir Sigurður Victor og bætir því við að þessi áhorfendahópur sé mjög dyggur og bíði ákaflega spenntur eftir hverri mynd. „Þetta æði er miklu meira en við bjuggumst við, því þegar fyrsta myndin var frumsýnd voru bækurnar ekkert komnar. Auðvitað hefði maður samt viljað að áhorfendahópurinn væri jafn breiður og hjá til dæmis Harry Potter þar sem aðdáendur voru af báðum kynjum.“ Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins sem gefur út Twilight-bækurnar á Íslandi, segir að salan á þeim hafi valdið ákveðnum vonbrigðum. „Þetta hefur verið mikið æði hjá nágrannaþjóðunum en ekki alveg náð sömu hylli hérna á Íslandi,“ segir Egill sem telst þó til að fyrstu þrjár bækurnar hafi selst í sautján þúsund eintökum eða fyrir 76 milljónir íslenskra króna. Fjórða bókin eftir Stephenie Meyer er væntanleg innan tíðar. Egill kveðst vera sammála Sigurði með markhóp bókanna. Lesendahópurinn virðist aðallega vera ungar konur en hann bætir því við að það séu kannski engin nýmæli fyrir bókaútgefanda. Ný lestrarkönnun hafi staðfest að konur lesi meira. „Og þannig var það líka hjá Harry Potter, þar voru það aðallega konur sem lásu bækurnar.“ freyrgigja@frettabladid.isvísir/anton brink
Lífið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“