Af hverju varð náttúran útundan? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 25. nóvember 2011 06:00 Raunasaga Náttúrugripasafns Íslands, sem rakin var í fréttaskýringu í Fréttablaðinu í gær, er með miklum ólíkindum. Til safnsins var stofnað fyrir rúmum 120 árum, en það hefur aldrei fengið húsnæði við hæfi. Næst komst það því líklega að verða jafnsett öðrum höfuðsöfnum landsins þegar það fékk inni í nýbyggðu safnahúsi við Hverfisgötu árið 1908 ásamt Landsbókasafni, Þjóðskjalasafni og Forngripasafni, sem síðar varð Þjóðminjasafn. Hin söfnin hafa fyrir löngu fengið glæsilegt framtíðarhúsnæði. Vegur Náttúrugripasafnsins hefur hins vegar farið sífellt minnkandi eftir að Hið íslenzka náttúrufræðafélag afhenti það ríkinu til varðveizlu árið 1947. Eins og fram kom í blaðinu í gær hafa sautján nefndir fjallað um málefni safnsins; því hafa margoft verið ætlaðar lóðir, einkaleyfi Happdrættis Háskólans var einu sinni framlengt með því skilyrði að byggt yrði yfir Náttúrugripasafnið, því hefur með lögum verið fengið umfangsmikið og metnaðarfullt hlutverk – en það hefur aldrei fengið húsnæði við hæfi. Áratugum saman kúldraðist safnið í pínulitlum sal við Hlemm. Um svipað leyti og ómetanlegir gripir í eigu safnsins, þar á meðal hamir af sjaldgæfum fuglum, eyðilögðust í frystigeymslu úti í bæ af því að einhver tók af þeim rafmagnið, var safnkosturinn í tvígang hætt kominn vegna vatnsleka. Fyrir þremur árum var safninu pakkað niður og nú er það geymt í kjallara vestur í bæ. Þessi þróun mála er í rauninni óskiljanleg. Íslendingar eru stoltir af náttúru lands síns rétt eins og bókmenntunum, sögunni, myndlistinni og öllu hinu sem hefur fyrir löngu fengið gott safn. Öll möguleg söfn á vegum einkaaðila og sveitarfélaga hafa betri aðstöðu en Náttúrugripasafnið. Engin skynsamleg skýring er til á því af hverju náttúruminjarnar sitja á hakanum. Getur verið að það segi einhverja sögu um afstöðu stjórnvalda í allan þennan tíma til íslenzkrar náttúru? Öll vestræn ríki hafa byggt glæsileg náttúrugripasöfn, sem oft er stórkostleg upplifun að heimsækja. Að eiga slíkt safn er sama metnaðarmál fyrir sjálfstætt ríki og að eiga þjóðleikhús, þjóðminjasafn eða almennilega háskóla. Aðstæður í ríkisfjármálunum bjóða ekki upp á að ríkið byggi yfir Náttúrugripasafnið á næstu árum. Einhverjar af þeim bráðabirgðalausnum, sem nefndar voru í blaðinu í gær, þurfa að koma til. En næstu ár má nota til að móta stefnu til framtíðar um það hvar safninu skuli komið fyrir og hvernig, þannig að það fengi sómasamlegt húsnæði, til dæmis fyrir 150 ára afmælið! Í ljósi þess hvernig ríkisvaldinu hefur tekizt til að varðveita og sýna íslenzkar náttúruminjar mætti líka velta því fyrir sér hvort ástæða sé til að fá aftur almannasamtök og einkaaðila, ekki sízt í ferðaþjónustu, til að leggja safninu lið og taka þátt í að gera framtíðarsýnina að veruleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Raunasaga Náttúrugripasafns Íslands, sem rakin var í fréttaskýringu í Fréttablaðinu í gær, er með miklum ólíkindum. Til safnsins var stofnað fyrir rúmum 120 árum, en það hefur aldrei fengið húsnæði við hæfi. Næst komst það því líklega að verða jafnsett öðrum höfuðsöfnum landsins þegar það fékk inni í nýbyggðu safnahúsi við Hverfisgötu árið 1908 ásamt Landsbókasafni, Þjóðskjalasafni og Forngripasafni, sem síðar varð Þjóðminjasafn. Hin söfnin hafa fyrir löngu fengið glæsilegt framtíðarhúsnæði. Vegur Náttúrugripasafnsins hefur hins vegar farið sífellt minnkandi eftir að Hið íslenzka náttúrufræðafélag afhenti það ríkinu til varðveizlu árið 1947. Eins og fram kom í blaðinu í gær hafa sautján nefndir fjallað um málefni safnsins; því hafa margoft verið ætlaðar lóðir, einkaleyfi Happdrættis Háskólans var einu sinni framlengt með því skilyrði að byggt yrði yfir Náttúrugripasafnið, því hefur með lögum verið fengið umfangsmikið og metnaðarfullt hlutverk – en það hefur aldrei fengið húsnæði við hæfi. Áratugum saman kúldraðist safnið í pínulitlum sal við Hlemm. Um svipað leyti og ómetanlegir gripir í eigu safnsins, þar á meðal hamir af sjaldgæfum fuglum, eyðilögðust í frystigeymslu úti í bæ af því að einhver tók af þeim rafmagnið, var safnkosturinn í tvígang hætt kominn vegna vatnsleka. Fyrir þremur árum var safninu pakkað niður og nú er það geymt í kjallara vestur í bæ. Þessi þróun mála er í rauninni óskiljanleg. Íslendingar eru stoltir af náttúru lands síns rétt eins og bókmenntunum, sögunni, myndlistinni og öllu hinu sem hefur fyrir löngu fengið gott safn. Öll möguleg söfn á vegum einkaaðila og sveitarfélaga hafa betri aðstöðu en Náttúrugripasafnið. Engin skynsamleg skýring er til á því af hverju náttúruminjarnar sitja á hakanum. Getur verið að það segi einhverja sögu um afstöðu stjórnvalda í allan þennan tíma til íslenzkrar náttúru? Öll vestræn ríki hafa byggt glæsileg náttúrugripasöfn, sem oft er stórkostleg upplifun að heimsækja. Að eiga slíkt safn er sama metnaðarmál fyrir sjálfstætt ríki og að eiga þjóðleikhús, þjóðminjasafn eða almennilega háskóla. Aðstæður í ríkisfjármálunum bjóða ekki upp á að ríkið byggi yfir Náttúrugripasafnið á næstu árum. Einhverjar af þeim bráðabirgðalausnum, sem nefndar voru í blaðinu í gær, þurfa að koma til. En næstu ár má nota til að móta stefnu til framtíðar um það hvar safninu skuli komið fyrir og hvernig, þannig að það fengi sómasamlegt húsnæði, til dæmis fyrir 150 ára afmælið! Í ljósi þess hvernig ríkisvaldinu hefur tekizt til að varðveita og sýna íslenzkar náttúruminjar mætti líka velta því fyrir sér hvort ástæða sé til að fá aftur almannasamtök og einkaaðila, ekki sízt í ferðaþjónustu, til að leggja safninu lið og taka þátt í að gera framtíðarsýnina að veruleika.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar