Íslenskur skóhönnuður sýnir í New York 22. nóvember 2011 05:00 Halldóra Eydís sér um hluta framleiðslunnar sjálf, og handsaumar til dæmis hrosshár á skóna. „Þetta er alveg frábært tækifæri fyrir mig,“ segir Halldóra Eydís Jónsdóttir skóhönnuður. Halldóra heldur til New York í næstu viku með sína fyrstu skólínu. Þar mun hún taka þátt í stórri sýningu á vegum Fashion Footwear Association of New York ásamt fjölda þekktra hönnuða. „Ég átti ekkert endilega von á að ég myndi komast inn því samkeppnin er hörð. Ég fór í gegnum langt umsóknarferli og hef núna verið samþykkt inn í félagið sem er mikil viðurkenning. Sýningin er hugsuð sem vettvangur fyrir verslanir, fjölmiðla og stílista annars vegar og hönnuði hins vegar til að mynda tengsl. Ég stefni að því að koma skónum mínum í verslanir erlendis þannig að þetta er risastórt tækifæri.“ Halldóra er 27 ára Mývetningur sem segist hafa elskað skó allt frá barnæsku þegar hún horfði á glæsilega skó ömmu sinnar. Hún útskrifaðist frá London College of Fashion fyrir rúmu ári og ákvað að henda sér strax út í djúpu laugina með því að framleiða sína eigin línu. Halldóra notar nær eingöngu íslenskt hráefni í skóna sína og segir það vekja mikla athygli erlendis. „Ég sýndi línuna mína á Boston Fashion Week um daginn og fékk flott viðbrögð sem ég var mjög ánægð með. Þar var mikið rætt um hráefnið í skónum mínum sem er til dæmis roð, íslenskt lambaleður og hrosshár.“ Halldóra sækir ekki eingöngu hráefni í íslenska náttúru heldur líka innblástur. Hún segir hana vera þátt í því sem til þarf til að komast af innan hönnunarheimsins. „Við erum heppin að vera frá Íslandi af því að náttúran og allt sem er í kringum okkur er svo mikill innblástur og við eigum frábær hráefni til að nýta. Annars held ég að það sem þurfi til sé að vera einstakur, duglegur, jákvæður og óhræddur við að láta bara vaða.“ Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira
„Þetta er alveg frábært tækifæri fyrir mig,“ segir Halldóra Eydís Jónsdóttir skóhönnuður. Halldóra heldur til New York í næstu viku með sína fyrstu skólínu. Þar mun hún taka þátt í stórri sýningu á vegum Fashion Footwear Association of New York ásamt fjölda þekktra hönnuða. „Ég átti ekkert endilega von á að ég myndi komast inn því samkeppnin er hörð. Ég fór í gegnum langt umsóknarferli og hef núna verið samþykkt inn í félagið sem er mikil viðurkenning. Sýningin er hugsuð sem vettvangur fyrir verslanir, fjölmiðla og stílista annars vegar og hönnuði hins vegar til að mynda tengsl. Ég stefni að því að koma skónum mínum í verslanir erlendis þannig að þetta er risastórt tækifæri.“ Halldóra er 27 ára Mývetningur sem segist hafa elskað skó allt frá barnæsku þegar hún horfði á glæsilega skó ömmu sinnar. Hún útskrifaðist frá London College of Fashion fyrir rúmu ári og ákvað að henda sér strax út í djúpu laugina með því að framleiða sína eigin línu. Halldóra notar nær eingöngu íslenskt hráefni í skóna sína og segir það vekja mikla athygli erlendis. „Ég sýndi línuna mína á Boston Fashion Week um daginn og fékk flott viðbrögð sem ég var mjög ánægð með. Þar var mikið rætt um hráefnið í skónum mínum sem er til dæmis roð, íslenskt lambaleður og hrosshár.“ Halldóra sækir ekki eingöngu hráefni í íslenska náttúru heldur líka innblástur. Hún segir hana vera þátt í því sem til þarf til að komast af innan hönnunarheimsins. „Við erum heppin að vera frá Íslandi af því að náttúran og allt sem er í kringum okkur er svo mikill innblástur og við eigum frábær hráefni til að nýta. Annars held ég að það sem þurfi til sé að vera einstakur, duglegur, jákvæður og óhræddur við að láta bara vaða.“
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira