Akkúrat rétta umgjörðin 18. nóvember 2011 06:00 Öllu verður tjaldað til hjá Todmobile í Eldborgarsalnum í kvöld. Með í för verður kór og strengjasveit. fréttablaðið/stefán Todmobile er að gefa út sína sjöundu plötu og heldur af því tilefni útgáfutónleika í Eldborgarsal Hörpunnar í kvöld þar sem öllu verður tjaldað til. „Ég fullyrði það að þetta hlýtur að vera einn af bestu hljómleikasölum í að minnsta kosti Evrópu. Þetta er akkúrat umgjörðin sem Todmobile kallar á,“ segir gítarleikarinn og upptökustjórinn Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson um tónleikana í Eldborgarsalnum í kvöld. Með í för verða velflestir meðlimir og hjálparkokkar Todmobile í gegnum tíðina auk strengjasveitar og kórs. Heimkynni Íslensku óperunnar eru einmitt í Eldborgarsalnum en Todmobile hélt lengi vel árlega tónleika sína í Íslensku óperunni. Má því segja að hljómsveitin verði á heimavelli í kvöld. Ferill Todmobile spannar 22 ár með vinsælum lögum á borð við Brúðkaupslagið, Pöddulagið, Stelpurokk og Stúlkan. Nýja platan er sú sjöunda í röðinni og nefnist einfaldlega 7 en fimm ár eru liðin síðan sú síðasta, Ópus 6, kom út. Aðspurður segist Þorvaldur Bjarni vera mjög ánægður með gripinn „Ég tek alltaf mix-þunglyndið og hlusta ekki á plötuna í eitt og hálft ár þegar ég er búinn að klára hana en ég er bara í mjög góðum fíling núna. Ég er rosaspenntur fyrir að leyfa okkar fólki að heyra nýju lögin.“ Eyþór Ingi Gunnlaugsson gekk nýverið til liðs við Todmobile, enda Eyþór Arnalds upptekinn í stjórnmálastússi, og er Þorvaldur Bjarni ánægður með liðsstyrkinn. „Ég er ánægður og líka stoltur af því að hér erum við með einn albesta yngri söngvara sem komið hefur fram síðustu ár.“ Fyrstu tónleikar Eyþórs Inga voru á Græna hattinum en sá staður er í miklum metum hjá Þorvaldi Bjarna og félögum. „Eyþór var með Andreu í Rocky Horror. Ég hringdi í hann og spurði hvort hann gæti ekki hlustað á þetta í tvo daga og mætt. Hann gerði það og gjörsamlega vafði fólki um fingur sér.“ Tónlist Todmobile er samin með tvo söngvara í huga og Þorvaldi finnst Eyþór Ingi og Andrea ná vel saman. „Það eru einhverjir töfrar á milli þeirra sem er frekar sjaldgæft. Þau njóta sín svo vel á sviðinu og upphefja hvort annað.“ freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Todmobile er að gefa út sína sjöundu plötu og heldur af því tilefni útgáfutónleika í Eldborgarsal Hörpunnar í kvöld þar sem öllu verður tjaldað til. „Ég fullyrði það að þetta hlýtur að vera einn af bestu hljómleikasölum í að minnsta kosti Evrópu. Þetta er akkúrat umgjörðin sem Todmobile kallar á,“ segir gítarleikarinn og upptökustjórinn Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson um tónleikana í Eldborgarsalnum í kvöld. Með í för verða velflestir meðlimir og hjálparkokkar Todmobile í gegnum tíðina auk strengjasveitar og kórs. Heimkynni Íslensku óperunnar eru einmitt í Eldborgarsalnum en Todmobile hélt lengi vel árlega tónleika sína í Íslensku óperunni. Má því segja að hljómsveitin verði á heimavelli í kvöld. Ferill Todmobile spannar 22 ár með vinsælum lögum á borð við Brúðkaupslagið, Pöddulagið, Stelpurokk og Stúlkan. Nýja platan er sú sjöunda í röðinni og nefnist einfaldlega 7 en fimm ár eru liðin síðan sú síðasta, Ópus 6, kom út. Aðspurður segist Þorvaldur Bjarni vera mjög ánægður með gripinn „Ég tek alltaf mix-þunglyndið og hlusta ekki á plötuna í eitt og hálft ár þegar ég er búinn að klára hana en ég er bara í mjög góðum fíling núna. Ég er rosaspenntur fyrir að leyfa okkar fólki að heyra nýju lögin.“ Eyþór Ingi Gunnlaugsson gekk nýverið til liðs við Todmobile, enda Eyþór Arnalds upptekinn í stjórnmálastússi, og er Þorvaldur Bjarni ánægður með liðsstyrkinn. „Ég er ánægður og líka stoltur af því að hér erum við með einn albesta yngri söngvara sem komið hefur fram síðustu ár.“ Fyrstu tónleikar Eyþórs Inga voru á Græna hattinum en sá staður er í miklum metum hjá Þorvaldi Bjarna og félögum. „Eyþór var með Andreu í Rocky Horror. Ég hringdi í hann og spurði hvort hann gæti ekki hlustað á þetta í tvo daga og mætt. Hann gerði það og gjörsamlega vafði fólki um fingur sér.“ Tónlist Todmobile er samin með tvo söngvara í huga og Þorvaldi finnst Eyþór Ingi og Andrea ná vel saman. „Það eru einhverjir töfrar á milli þeirra sem er frekar sjaldgæft. Þau njóta sín svo vel á sviðinu og upphefja hvort annað.“ freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira