Litla herramennskukverið kemur út 11. nóvember 2011 14:00 í skýjunum Kristinn Árni Hróbjartsson einn höfunda Litla Herramennskukversins er mjög ánægður með að þeim hafi tekist að safna fyrir útgáfu bókarinnar með nýstárlegri söfnunaraðferð. Bókin kemur því út fyrir jólin. Fréttablaðið/valli „Þetta er bara algjör snilld og við erum í skýjunum,“ segir Kristinn Árni Hróbjartsson sem ásamt þeim Brynjari Guðnasyni og Júlíusi Valdimarssyni hafa náð settu takmarki í söfnun fyrir útgáfu Litla herramennskukversins. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir stuttu fundu þeir félagarnir skemmtilega fjármögnunarleið á netinu til að safna fyrir útgáfu bókarinnar, eins konar hópfjármögnun þar sem fólk kaupir eintak í forsölu og styrkir um leið útgáfu bókarinnar. Félagarnir þurftu að safna rúmlega 460 þúsund íslenskum krónum og náðu settu markmiði á miðvikudaginn, tíu dögum áður en söfnuninni lýkur formlega. Litla herramennskukverið er uppflettirit þar sem hægt er að finna ýmsan fróðleik fyrir herramenn. „Við höfðum alltaf trú á þessu verkefni en það kom okkur vissulega á óvart hversu stuttan tíma þetta tók og hvað það eru margir á styrktarlistanum sem við þekkjum ekki. Það er greinilegt að þetta framtak féll í góðan jarðveg,“ segir Kristinn sem skilar kæru þakklæti til allra sem hafa keypt sér bók í forsölu og um leið hjálpað til við að koma bókinni út. „Það hjálpaði okkur heilmikið að verslunin Herragarðurinn var svo hrifin af þessu framtaki okkar að hún keypti stærsta pakkann,“ segir Kristinn en stærsti pakkinn kostaði um 170 þúsund krónur. „Við erum bara að fara að demba okkur í jólabókaflóðið, sem er frekar óraunverulegt.“ Ennþá er hægt að tryggja sér eintak í forsölu á síðunni herramennska.pozible.com en bókin kemur út í byrjun desember og verður til sölu í Herragarðinum, Iðu og Máli & menningu fyrir jólin.- áp Lífið Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Sjá meira
„Þetta er bara algjör snilld og við erum í skýjunum,“ segir Kristinn Árni Hróbjartsson sem ásamt þeim Brynjari Guðnasyni og Júlíusi Valdimarssyni hafa náð settu takmarki í söfnun fyrir útgáfu Litla herramennskukversins. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir stuttu fundu þeir félagarnir skemmtilega fjármögnunarleið á netinu til að safna fyrir útgáfu bókarinnar, eins konar hópfjármögnun þar sem fólk kaupir eintak í forsölu og styrkir um leið útgáfu bókarinnar. Félagarnir þurftu að safna rúmlega 460 þúsund íslenskum krónum og náðu settu markmiði á miðvikudaginn, tíu dögum áður en söfnuninni lýkur formlega. Litla herramennskukverið er uppflettirit þar sem hægt er að finna ýmsan fróðleik fyrir herramenn. „Við höfðum alltaf trú á þessu verkefni en það kom okkur vissulega á óvart hversu stuttan tíma þetta tók og hvað það eru margir á styrktarlistanum sem við þekkjum ekki. Það er greinilegt að þetta framtak féll í góðan jarðveg,“ segir Kristinn sem skilar kæru þakklæti til allra sem hafa keypt sér bók í forsölu og um leið hjálpað til við að koma bókinni út. „Það hjálpaði okkur heilmikið að verslunin Herragarðurinn var svo hrifin af þessu framtaki okkar að hún keypti stærsta pakkann,“ segir Kristinn en stærsti pakkinn kostaði um 170 þúsund krónur. „Við erum bara að fara að demba okkur í jólabókaflóðið, sem er frekar óraunverulegt.“ Ennþá er hægt að tryggja sér eintak í forsölu á síðunni herramennska.pozible.com en bókin kemur út í byrjun desember og verður til sölu í Herragarðinum, Iðu og Máli & menningu fyrir jólin.- áp
Lífið Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Sjá meira