Hefur aldrei hitt Íslending 11. nóvember 2011 18:00 Dj Neil Armstrong Þekkir ekkert til Íslands né íslenskrar tónlistar en ætlar að skemmta Íslendingum á Vegamótum í kvöld. Plötusnúðurinn Neil Armstrong kemur fram á Vegamótum í kvöld. Hann spilaði á tónleikaferðalagi Jay-Z um allan heim og hefur unnið með listamönnum á borð við Puff Daddy, Timbaland og Coldplay. Dj Neil Armstrong lendir á Íslandi í dag og treður upp á Vegamótum í kvöld ásamt Jay-O og Benna B-Ruff. Veislan byrjar klukkan 23 og það er ókeypis inn. Fréttablaðið heyrði stuttlega í Armstrong, sem er spenntur fyrir kvöldinu í kvöld. Jæja, Neil. Ertu eitthvað skyldur geimfaranum? „Nei, en ég var skírður eftir honum.“ Þú hefur ferðast um allan heim og troðið upp á mörgum flottum stöðum. Er þessi ferð til Íslands bara eins og hver annar dagur í vinnunni? „Ég hef fengið tækifæri til að koma fram sem plötusnúður í öllum heimsálfum nema á Suðurskautslandinu þannig að ferðalög eru næstum því daglegt brauð. En þetta er í fyrsta skipti sem ég kem til Íslands svo ég er mjög spenntur að sjá hvernig það er.“ Hverju mega gestir á Vegamótum búast við frá þér í kvöld? „Ég er klárlega hipphopp/urban-plötusnúður út í gegn enda hef ég unnið með Jay-Z og túrað fyrir Adidas en það eru ýmsir stílar í gangi innan þeirrar stefnu. Þar má nefna „Old School“-sándið, sálarhlutann og nýlega dótið sem jaðrar við dans og teknó. Sem plötusnúður er maður að tala við áhorfendaskarann –fólkiðákveður í raun hvað er spilað en plötusnúðurinn þarf að reiða það fram með eigin persónulegu bragði. Fólkið getur klárlega búist við flottri tónlist og góðri skemmtun frá mér í kvöld.“ Þekkirðu eitthvað til íslenskrar tónlistar? „Þó að ég hafi ferðast víða hef ég aldrei hitt nokkurn mann frá Íslandi! Tónlist er þó alþjóðlegt tungumál og ég er spenntur að heyra hvað íslenska menningin býður upp á,“ segir Armstrong, sem kveðst ætla að skoða sig um sem ferðamaður í Reykjavík. Hann vonast jafnfram til þess að geta slappað af í heitri laug. Eitthvað að lokum? „Mér skilst að Íslendingar elski að skemmta sér þannig að ég vil hvetja þá til að koma í kvöld og fá að kynnast alvöru New York-menningu.“ hdm@frettabladid.is Lífið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Plötusnúðurinn Neil Armstrong kemur fram á Vegamótum í kvöld. Hann spilaði á tónleikaferðalagi Jay-Z um allan heim og hefur unnið með listamönnum á borð við Puff Daddy, Timbaland og Coldplay. Dj Neil Armstrong lendir á Íslandi í dag og treður upp á Vegamótum í kvöld ásamt Jay-O og Benna B-Ruff. Veislan byrjar klukkan 23 og það er ókeypis inn. Fréttablaðið heyrði stuttlega í Armstrong, sem er spenntur fyrir kvöldinu í kvöld. Jæja, Neil. Ertu eitthvað skyldur geimfaranum? „Nei, en ég var skírður eftir honum.“ Þú hefur ferðast um allan heim og troðið upp á mörgum flottum stöðum. Er þessi ferð til Íslands bara eins og hver annar dagur í vinnunni? „Ég hef fengið tækifæri til að koma fram sem plötusnúður í öllum heimsálfum nema á Suðurskautslandinu þannig að ferðalög eru næstum því daglegt brauð. En þetta er í fyrsta skipti sem ég kem til Íslands svo ég er mjög spenntur að sjá hvernig það er.“ Hverju mega gestir á Vegamótum búast við frá þér í kvöld? „Ég er klárlega hipphopp/urban-plötusnúður út í gegn enda hef ég unnið með Jay-Z og túrað fyrir Adidas en það eru ýmsir stílar í gangi innan þeirrar stefnu. Þar má nefna „Old School“-sándið, sálarhlutann og nýlega dótið sem jaðrar við dans og teknó. Sem plötusnúður er maður að tala við áhorfendaskarann –fólkiðákveður í raun hvað er spilað en plötusnúðurinn þarf að reiða það fram með eigin persónulegu bragði. Fólkið getur klárlega búist við flottri tónlist og góðri skemmtun frá mér í kvöld.“ Þekkirðu eitthvað til íslenskrar tónlistar? „Þó að ég hafi ferðast víða hef ég aldrei hitt nokkurn mann frá Íslandi! Tónlist er þó alþjóðlegt tungumál og ég er spenntur að heyra hvað íslenska menningin býður upp á,“ segir Armstrong, sem kveðst ætla að skoða sig um sem ferðamaður í Reykjavík. Hann vonast jafnfram til þess að geta slappað af í heitri laug. Eitthvað að lokum? „Mér skilst að Íslendingar elski að skemmta sér þannig að ég vil hvetja þá til að koma í kvöld og fá að kynnast alvöru New York-menningu.“ hdm@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“