Kvartað yfir verndun og nýtingu á náttúru - fréttaskýring 8. nóvember 2011 05:30 þjórsárver Verði drögin samþykkt óbreytt verða Þjórsárver gerð að griðlandi. Það þýðir að ekki verður af Norðlingaölduveitu.fréttablaðið/vilhelm Hvar stendur rammaáætlun? Drög að þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða liggja nú til umsagnar og eru þegar komnar inn 25 umsagnir um tillöguna. Drögin eru hluti af rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða og að umsagnarferli loknu verður tillagan unnin nánar og síðan lögð fyrir Alþingi. Þar bíður þingmanna að taka endanlega afstöðu til þess á hvaða svæðum verður leyft að virkja, hver verða vernduð og hvaða svæði fara í biðflokk. Langt ferli liggur að baki tillögunni og því er fráleitt lokið. Umsagnarfrestur rennur út á föstudaginn og ljóst er að fleiri umsagnir eiga eftir að koma inn. Engin náttúruverndarsamtök hafa til að mynda sent inn umsögn en ljóst er að mörg hver hyggja á það. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að þar á bæ sé unnið að umsögn. Hann segir ferlið opið og gott og taki að mörgu leyti mið af því sem þekkist í nágrannalöndunum. Margir hafa gagnrýnt þann tíma sem farið hefur í vinnuna, en Árni segir slíka gagnrýni ekki skila miklu. „Við erum komin á þennan stað með þessa vinnu, með skýrslu í umsagnarferli. Í sjálfu sér er tilgangslítið að gagnrýna það svo mikið. Meginatriðið er að ná niðurstöðu sem er ásættanleg.“ Meðal innkominna umsagna má nefna sjö frá einstaklingum og tíu frá bæjarfélögum. Þá hafa Rarik, Samorka og Fallorka sent inn umsagnir, auk Orkusölunnar. Af umsögnum má sjá að um málamiðlun er að ræða. Ýmist er kvartað yfir því að svæði falli í verndar- eða nýtingarflokk og einstaka sinnum að þau séu færð úr öðrum hvorum flokknum í biðflokk. Gjástykki virðist vera umdeilt svæði, en það fellur undir verndarflokk samkvæmt tillögunni. Bent er á að samkvæmt gildandi svæðisskipulagi, staðfestu af umhverfisráðherra, sé gert ráð því að nýta allt að 45 megavött á svæðinu. Árni segir mesta akkinn í drögunum að fá færi á að vernda ósnortin svæði. Í þeim felist verðmæti, enda séu ekki mörg slík eftir í Evrópu. Þá segir hann fagnaðarefni að ekki verði af Norðlingaölduveitu, en samkvæmt drögunum verða Þjórsárver friðland. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira
Hvar stendur rammaáætlun? Drög að þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða liggja nú til umsagnar og eru þegar komnar inn 25 umsagnir um tillöguna. Drögin eru hluti af rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða og að umsagnarferli loknu verður tillagan unnin nánar og síðan lögð fyrir Alþingi. Þar bíður þingmanna að taka endanlega afstöðu til þess á hvaða svæðum verður leyft að virkja, hver verða vernduð og hvaða svæði fara í biðflokk. Langt ferli liggur að baki tillögunni og því er fráleitt lokið. Umsagnarfrestur rennur út á föstudaginn og ljóst er að fleiri umsagnir eiga eftir að koma inn. Engin náttúruverndarsamtök hafa til að mynda sent inn umsögn en ljóst er að mörg hver hyggja á það. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að þar á bæ sé unnið að umsögn. Hann segir ferlið opið og gott og taki að mörgu leyti mið af því sem þekkist í nágrannalöndunum. Margir hafa gagnrýnt þann tíma sem farið hefur í vinnuna, en Árni segir slíka gagnrýni ekki skila miklu. „Við erum komin á þennan stað með þessa vinnu, með skýrslu í umsagnarferli. Í sjálfu sér er tilgangslítið að gagnrýna það svo mikið. Meginatriðið er að ná niðurstöðu sem er ásættanleg.“ Meðal innkominna umsagna má nefna sjö frá einstaklingum og tíu frá bæjarfélögum. Þá hafa Rarik, Samorka og Fallorka sent inn umsagnir, auk Orkusölunnar. Af umsögnum má sjá að um málamiðlun er að ræða. Ýmist er kvartað yfir því að svæði falli í verndar- eða nýtingarflokk og einstaka sinnum að þau séu færð úr öðrum hvorum flokknum í biðflokk. Gjástykki virðist vera umdeilt svæði, en það fellur undir verndarflokk samkvæmt tillögunni. Bent er á að samkvæmt gildandi svæðisskipulagi, staðfestu af umhverfisráðherra, sé gert ráð því að nýta allt að 45 megavött á svæðinu. Árni segir mesta akkinn í drögunum að fá færi á að vernda ósnortin svæði. Í þeim felist verðmæti, enda séu ekki mörg slík eftir í Evrópu. Þá segir hann fagnaðarefni að ekki verði af Norðlingaölduveitu, en samkvæmt drögunum verða Þjórsárver friðland. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira