Grikkir reyna að mynda þjóðstjórn um björgunina 4. nóvember 2011 07:30 Forsætisráðherra Grikklands mætir til ríkisstjórnarfundar í gær, sem varð einn sviptingasamasti dagurinn í stjórnartíð hans.nordicphotos/AFP Papandreú lét undan þrýstingi í gær og hætti við þjóðaratkvæðagreiðslu um björgunarpakka. Hóf viðræður við stjórnarandstöðuna um þjóðstjórn. Framtíð Grikklands innan evrusvæðisins hangir á bláþræði. Georg Papandreú, forsætisráðherra Grikklands, lét í gær undan þrýstingi um að hætta við þjóðaratkvæðagreiðslu um björgunarpakka Evrópusambandsins og fallast á myndun þjóðstjórnar. Slík þjóðstjórn yrði þó líklega aðeins bráðabirgðastjórn sem hefði það hlutverk eitt að afgreiða björgunarpakkann. Að því búnu yrði efnt til kosninga. „Það þurfti að velja – annaðhvort raunverulegt samkomulag eða þjóðaratkvæðagreiðsla. Ég sagði það í gær að þegar samkomulag væri fengið þá þyrfti enga þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Papandreú í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér í gær. Með því að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu virðist hann hafa ætlað að knýja það fram, að Grikkir féllust á björgunarpakka ESB og meðfylgjandi aðhaldsaðgerðir grísku stjórnarinnar, annaðhvort í þjóðaratkvæðagreiðslu eða með því að traustur þingmeirihluti fengist. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Nýtt lýðræði, virðist hafa fallist á björgunaraðgerðirnar gegn því að fá aðild að ríkisstjórn með sósíalistaflokki Papandreús, að því tilskyldu að Papandreú léti af embætti forsætisráðherra. „Ég er ánægður ef öll þessi umræða hefur að minnsta kosti orðið til þess að koma vitinu fyrir fólk á ný,“ sagði hann á ríkisstjórnarfundi. Viðræður hófust í kjölfarið við Nýtt lýðræði, stærsta flokk hægrimanna, um myndun þjóðstjórnar, en Papandreú virtist ekki ætla að gera sig líklegan til að segja sjálfur af sér, þrátt fyrir harðar kröfur þar um. Þrýstingurinn á Papandreú kom úr öllum áttum, þar á meðal frá eigin flokksmönnum og frá leiðtogum Evrópusambandsins, sem nú sitja á leiðtogafundi G20-ríkjanna í Cannes í Frakklandi. Angela Merkel Þýskalandskanslari og Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti sögðu Papandreú, á fundi þeirra í Cannes á miðvikudag, að Grikkir muni ekki fá neina frekari fjárhagsaðstoð frá Evrópusambandinu fyrr en þeir hafi gert upp við sig hvort Grikkland eigi að vera áfram með evruna. Í gær sagði svo Jean-Claude Juncker, leiðtogi evrusvæðisins, að evruríkin væru strax farin að búa sig undir brotthvarf Grikklands. Hvort sem af því verður eða ekki þurfi hin evruríkin að verja sig gegn tjóni, fari svo að Grikkland gefi evruna upp á bátinn. „Ég vil að Grikkland verði áfram með, en þá þurfa Grikkir líka að standa við skuldbindingar sínar.“gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Papandreú lét undan þrýstingi í gær og hætti við þjóðaratkvæðagreiðslu um björgunarpakka. Hóf viðræður við stjórnarandstöðuna um þjóðstjórn. Framtíð Grikklands innan evrusvæðisins hangir á bláþræði. Georg Papandreú, forsætisráðherra Grikklands, lét í gær undan þrýstingi um að hætta við þjóðaratkvæðagreiðslu um björgunarpakka Evrópusambandsins og fallast á myndun þjóðstjórnar. Slík þjóðstjórn yrði þó líklega aðeins bráðabirgðastjórn sem hefði það hlutverk eitt að afgreiða björgunarpakkann. Að því búnu yrði efnt til kosninga. „Það þurfti að velja – annaðhvort raunverulegt samkomulag eða þjóðaratkvæðagreiðsla. Ég sagði það í gær að þegar samkomulag væri fengið þá þyrfti enga þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Papandreú í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér í gær. Með því að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu virðist hann hafa ætlað að knýja það fram, að Grikkir féllust á björgunarpakka ESB og meðfylgjandi aðhaldsaðgerðir grísku stjórnarinnar, annaðhvort í þjóðaratkvæðagreiðslu eða með því að traustur þingmeirihluti fengist. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Nýtt lýðræði, virðist hafa fallist á björgunaraðgerðirnar gegn því að fá aðild að ríkisstjórn með sósíalistaflokki Papandreús, að því tilskyldu að Papandreú léti af embætti forsætisráðherra. „Ég er ánægður ef öll þessi umræða hefur að minnsta kosti orðið til þess að koma vitinu fyrir fólk á ný,“ sagði hann á ríkisstjórnarfundi. Viðræður hófust í kjölfarið við Nýtt lýðræði, stærsta flokk hægrimanna, um myndun þjóðstjórnar, en Papandreú virtist ekki ætla að gera sig líklegan til að segja sjálfur af sér, þrátt fyrir harðar kröfur þar um. Þrýstingurinn á Papandreú kom úr öllum áttum, þar á meðal frá eigin flokksmönnum og frá leiðtogum Evrópusambandsins, sem nú sitja á leiðtogafundi G20-ríkjanna í Cannes í Frakklandi. Angela Merkel Þýskalandskanslari og Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti sögðu Papandreú, á fundi þeirra í Cannes á miðvikudag, að Grikkir muni ekki fá neina frekari fjárhagsaðstoð frá Evrópusambandinu fyrr en þeir hafi gert upp við sig hvort Grikkland eigi að vera áfram með evruna. Í gær sagði svo Jean-Claude Juncker, leiðtogi evrusvæðisins, að evruríkin væru strax farin að búa sig undir brotthvarf Grikklands. Hvort sem af því verður eða ekki þurfi hin evruríkin að verja sig gegn tjóni, fari svo að Grikkland gefi evruna upp á bátinn. „Ég vil að Grikkland verði áfram með, en þá þurfa Grikkir líka að standa við skuldbindingar sínar.“gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira