Barði og Keren Ann setja upp óperu í Frakklandi 29. október 2011 14:00 Barði Jóhannsson og franska söngkonan Keren Ann sömdu óperu sem nú er verið að setja upp í Frakklandi. Mynd/Taki Bibelas Barði Jóhannsson og franska söngkonan Keren Ann fengu hugmynd að óperu fyrir fimm árum sem er loksins að verða að veruleika. „Þetta er risastór framkvæmd og það gengur rosalega vel," segir tónlistarmaðurinn Barði Jóhannsson. Barði vinnur nú að uppsetningu óperunnar Red Waters ásamt frönsku tónlistarkonunni Keren Ann. Sýningin verður frumsýnd 4. nóvember í Rouen og verður svo sýnd víða um Frakkland. Barði og Keren Ann sömdu verkið, en Sjón vann með þeim að sögunni. Þá kemur þrettán manna sinfóníuhljómsveit, dansarar, íslenskur kór, leikarar, danshöfundar og fatahönnuðir að sýningunni. „Það er fullt af fólki. Þetta er risastór framkvæmd," segir Barði. Óperan í Rouen og Centre Dramatique National D'Orleans framleiða sýninguna, en hugmyndin kom upp fyrir fimm árum þegar Barði og Keren Ann voru að semja saman. „Við sömdum lag sem okkur fannst vera hluti af ósaminni óperu," segir hann. „Svo byrjuðum við að spjalla saman um þetta og ég held að síðan séu liðin fimm ár. Þetta er svo stórt verkefni, þannig að það tók langan tíma að semja verkið og að finna framleiðanda sem er tilbúinn til leggja í svona stórt verk." Barði segir verkið byggt upp eins og óperu að öllu leyti. „Nema það er mikill dans og við látum söngvarana ekki syngja með víbratói," segir hann. „Við ákváðum strax að óska eftir því við söngvarana að sleppa öllu víbratói, það hefur farið í okkur." atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Skammast sín ekki fyrir að vera blankir - myndband Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira
Barði Jóhannsson og franska söngkonan Keren Ann fengu hugmynd að óperu fyrir fimm árum sem er loksins að verða að veruleika. „Þetta er risastór framkvæmd og það gengur rosalega vel," segir tónlistarmaðurinn Barði Jóhannsson. Barði vinnur nú að uppsetningu óperunnar Red Waters ásamt frönsku tónlistarkonunni Keren Ann. Sýningin verður frumsýnd 4. nóvember í Rouen og verður svo sýnd víða um Frakkland. Barði og Keren Ann sömdu verkið, en Sjón vann með þeim að sögunni. Þá kemur þrettán manna sinfóníuhljómsveit, dansarar, íslenskur kór, leikarar, danshöfundar og fatahönnuðir að sýningunni. „Það er fullt af fólki. Þetta er risastór framkvæmd," segir Barði. Óperan í Rouen og Centre Dramatique National D'Orleans framleiða sýninguna, en hugmyndin kom upp fyrir fimm árum þegar Barði og Keren Ann voru að semja saman. „Við sömdum lag sem okkur fannst vera hluti af ósaminni óperu," segir hann. „Svo byrjuðum við að spjalla saman um þetta og ég held að síðan séu liðin fimm ár. Þetta er svo stórt verkefni, þannig að það tók langan tíma að semja verkið og að finna framleiðanda sem er tilbúinn til leggja í svona stórt verk." Barði segir verkið byggt upp eins og óperu að öllu leyti. „Nema það er mikill dans og við látum söngvarana ekki syngja með víbratói," segir hann. „Við ákváðum strax að óska eftir því við söngvarana að sleppa öllu víbratói, það hefur farið í okkur." atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Skammast sín ekki fyrir að vera blankir - myndband Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira