Dansaði inn kirkjugólfið við tóna Beyoncé 28. október 2011 11:30 Hér sést Íris dansa inn kirkjugólfið með föður sínum við mikinn fögnuð brúðkaupsgesta. „Ég var búin að kvíða fyrir því að þurfa að ganga inn kirkjugólfið ein með pabba og þetta létti óneitanlega andrúmsloftið og minnkaði stressið," segir Íris Arnlaugsdóttir stjórnmálafræðingur, sem dansaði inn kirkjugólfið um síðustu helgi við lagið Single Ladies með Beyoncé. Íris og eiginmaður hennar, Óskar Þór Lárusson stoðtækjasmiður, voru sammála um að þau vildu ekki hafa brúðkaupið hefðbundið. Að dansa inn í kirkjuna með grímu fyrir andlitinu ásamt foreldrum sínum, vinkonum og börnum var því liður í að hafa athöfnina óformlega. „Ég fann skemmtilegt myndband á YouTube af pari að dansa inn kirkjugólfið og langaði til að gera eitthvað svipað," segir Íris og bætir við að vinkonur hennar hafi átt stóran þátt í skipulagningunni. „Aðalatriðið var að fá fólk til að brosa og hafa gaman sem tókst vel." Það er óhætt að fullyrða að lagið Single Ladies, sem flestir eru vanari að heyra á skemmtistöðum borgarinnar, sé óhefðbundið brúðkaupslag. Það á sér hins vegar sögu hjá parinu og þá sérstaklega setning í viðlaginu: „If you liked it then you shoulda put a ring on it." „Eins og gengur og gerist var ég búin að setja smá pressu á Óskar varðandi trúlofun og giftingu. Í hvert sinn sem þetta lag hljómaði í partýum vorum við vinkonurnar vanar að stríða honum aðeins með þessu." Íris fékk svo annað af tveimur bónorðum í brúðkaupi vinahjóna sinna fyrir ári. „Óskar skellti sér á skeljarnar á dansgólfinu, einmitt þegar Single Ladies var spilað, og bað mín með servíettuhring. Það var mjög fyndið en ég fékk svo alvöru hring og bónorð stuttu síðar."- áp Lífið Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Skammast sín ekki fyrir að vera blankir - myndband Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira
„Ég var búin að kvíða fyrir því að þurfa að ganga inn kirkjugólfið ein með pabba og þetta létti óneitanlega andrúmsloftið og minnkaði stressið," segir Íris Arnlaugsdóttir stjórnmálafræðingur, sem dansaði inn kirkjugólfið um síðustu helgi við lagið Single Ladies með Beyoncé. Íris og eiginmaður hennar, Óskar Þór Lárusson stoðtækjasmiður, voru sammála um að þau vildu ekki hafa brúðkaupið hefðbundið. Að dansa inn í kirkjuna með grímu fyrir andlitinu ásamt foreldrum sínum, vinkonum og börnum var því liður í að hafa athöfnina óformlega. „Ég fann skemmtilegt myndband á YouTube af pari að dansa inn kirkjugólfið og langaði til að gera eitthvað svipað," segir Íris og bætir við að vinkonur hennar hafi átt stóran þátt í skipulagningunni. „Aðalatriðið var að fá fólk til að brosa og hafa gaman sem tókst vel." Það er óhætt að fullyrða að lagið Single Ladies, sem flestir eru vanari að heyra á skemmtistöðum borgarinnar, sé óhefðbundið brúðkaupslag. Það á sér hins vegar sögu hjá parinu og þá sérstaklega setning í viðlaginu: „If you liked it then you shoulda put a ring on it." „Eins og gengur og gerist var ég búin að setja smá pressu á Óskar varðandi trúlofun og giftingu. Í hvert sinn sem þetta lag hljómaði í partýum vorum við vinkonurnar vanar að stríða honum aðeins með þessu." Íris fékk svo annað af tveimur bónorðum í brúðkaupi vinahjóna sinna fyrir ári. „Óskar skellti sér á skeljarnar á dansgólfinu, einmitt þegar Single Ladies var spilað, og bað mín með servíettuhring. Það var mjög fyndið en ég fékk svo alvöru hring og bónorð stuttu síðar."- áp
Lífið Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Skammast sín ekki fyrir að vera blankir - myndband Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira