Kóngurinn í kvikmyndum 27. október 2011 17:00 Spielberg á tökustað myndarinnar The Sugarland Express árið 1974 í Texas.Mynd/Getty Ef sá dagur rynni upp að kvikmyndaleikstjóri í Hollywood yrði gripinn mikilmennskubrjálæði (sem reyndar gerist örugglega á hverjum degi) og vildi krýna sjálfan sig konung borgarinnar myndu fæstir hreyfa við andmælum ef sá maður væri Steven Spielberg. Nýjasta kvikmynd Stevens Spielberg, Ævintýri Tinna, verður frumsýnd um helgina. Aðdáendur blaðamannsins snjalla sem listamaðurinn Hergé gerði ódauðlegan í bókum sínum hafa beðið spenntir eftir að sjá hvernig Spielberg tekst upp. Og það skemmir eflaust ekki fyrir að Peter Jackson, maðurinn á bak við Hringadróttinsþríleikinn, situr í aðalframleiðandastólnum. Söguþráður myndarinnar er mjög einfaldur; Tinni og Kolbeinn kafteinn halda af stað í fjársjóðsleit þegar þeir reyna að finna sjóræningjaskip sem forfaðir Kolbeins stýrði. Ævintýri Tinna er fyrsta kvikmynd Spielbergs í þrjú ár, frá því að hann leikstýrði upprisu Indiana Jones. Þetta er jafnframt fyrsta teiknimynd Spielbergs en myndin er gerð með svokallaðri „motion capture"-tækni sem byggist á því að alvöruleikarar búa til hreyfingarnar, sem síðan eru færðar inn í tölvu og „kvikaðar". Fáum kemur það á óvart að Andy Serkis skuli leika í myndinni – hann er Kolbeinn kafteinn – því sá ágæti maður er fyrsta og eina stjarna þessarar tækni; hann var Gollum í Hringadróttinssögu og King Kong í samnefndri kvikmynd Jacksons. Jamie Bell fer hins vegar með hlutverk Tinna.Tinni og Kolbeinn.Ferill Spielbergs er einstakur í Hollywood, hægt væri að telja feilsporin á fingrum annarrar handar en smellirnir eru nánast endalausir. Enda auðæfi leikstjórans metin á þrjá milljarða Bandaríkjadollara, síðustu þrjú ár hefur hann haft yfir hundrað milljónir dollara í árslaun samkvæmt Forbes. Þrátt fyrir velgengnina hefur leikstjóranum tekist að halda persónu sinni fjarri kastljósi fjölmiðla að mestu; hann er tvígiftur og á sjö börn, þar af tvö ættleidd. Ferill Spielbergs hófst fyrir alvöru með kvikmyndinni The Sugarland Express árið 1974 en í kjölfarið komu kvikmyndir á borð við Jaws, Close Encounters of the Third Kind, Raiders of the Lost Ark og E.T.; listinn er nánast ótæmandi. Spielberg notaði sín fyrstu skref til að gera tilkomumiklar ævintýramyndir en hann getur vel gert dramatíkinni góð skil, eins og kvikmyndirnar The Color Purple, Empire of the Sun og Schindler's List sýna vel. Spielberg er hins vegar á heimavelli þegar ævintýri eru annars vegar, þar er hann fremstur meðal jafningja í þeim hring. Það lá alltaf fyrir að Spielberg myndi gera kvikmynd eftir Tinnabókunum. Eftir að einn gagnrýnandi hafði lýst því yfir að fyrsta Indiana Jones-myndin væri eins og Tinnabók pantaði Spielberg allar bækurnar á frummálinu og þrátt fyrir að hafa ekki skilið neitt varð hann umsvifalaust ástfanginn af myndlist þeirra. Hergé lýsti því síðan sjálfur yfir að Spielberg væri eini leikstjórinn sem gæti komið Tinna á hvíta tjaldið. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Spielberg á tökustað myndarinnar The Sugarland Express árið 1974 í Texas.Mynd/Getty Ef sá dagur rynni upp að kvikmyndaleikstjóri í Hollywood yrði gripinn mikilmennskubrjálæði (sem reyndar gerist örugglega á hverjum degi) og vildi krýna sjálfan sig konung borgarinnar myndu fæstir hreyfa við andmælum ef sá maður væri Steven Spielberg. Nýjasta kvikmynd Stevens Spielberg, Ævintýri Tinna, verður frumsýnd um helgina. Aðdáendur blaðamannsins snjalla sem listamaðurinn Hergé gerði ódauðlegan í bókum sínum hafa beðið spenntir eftir að sjá hvernig Spielberg tekst upp. Og það skemmir eflaust ekki fyrir að Peter Jackson, maðurinn á bak við Hringadróttinsþríleikinn, situr í aðalframleiðandastólnum. Söguþráður myndarinnar er mjög einfaldur; Tinni og Kolbeinn kafteinn halda af stað í fjársjóðsleit þegar þeir reyna að finna sjóræningjaskip sem forfaðir Kolbeins stýrði. Ævintýri Tinna er fyrsta kvikmynd Spielbergs í þrjú ár, frá því að hann leikstýrði upprisu Indiana Jones. Þetta er jafnframt fyrsta teiknimynd Spielbergs en myndin er gerð með svokallaðri „motion capture"-tækni sem byggist á því að alvöruleikarar búa til hreyfingarnar, sem síðan eru færðar inn í tölvu og „kvikaðar". Fáum kemur það á óvart að Andy Serkis skuli leika í myndinni – hann er Kolbeinn kafteinn – því sá ágæti maður er fyrsta og eina stjarna þessarar tækni; hann var Gollum í Hringadróttinssögu og King Kong í samnefndri kvikmynd Jacksons. Jamie Bell fer hins vegar með hlutverk Tinna.Tinni og Kolbeinn.Ferill Spielbergs er einstakur í Hollywood, hægt væri að telja feilsporin á fingrum annarrar handar en smellirnir eru nánast endalausir. Enda auðæfi leikstjórans metin á þrjá milljarða Bandaríkjadollara, síðustu þrjú ár hefur hann haft yfir hundrað milljónir dollara í árslaun samkvæmt Forbes. Þrátt fyrir velgengnina hefur leikstjóranum tekist að halda persónu sinni fjarri kastljósi fjölmiðla að mestu; hann er tvígiftur og á sjö börn, þar af tvö ættleidd. Ferill Spielbergs hófst fyrir alvöru með kvikmyndinni The Sugarland Express árið 1974 en í kjölfarið komu kvikmyndir á borð við Jaws, Close Encounters of the Third Kind, Raiders of the Lost Ark og E.T.; listinn er nánast ótæmandi. Spielberg notaði sín fyrstu skref til að gera tilkomumiklar ævintýramyndir en hann getur vel gert dramatíkinni góð skil, eins og kvikmyndirnar The Color Purple, Empire of the Sun og Schindler's List sýna vel. Spielberg er hins vegar á heimavelli þegar ævintýri eru annars vegar, þar er hann fremstur meðal jafningja í þeim hring. Það lá alltaf fyrir að Spielberg myndi gera kvikmynd eftir Tinnabókunum. Eftir að einn gagnrýnandi hafði lýst því yfir að fyrsta Indiana Jones-myndin væri eins og Tinnabók pantaði Spielberg allar bækurnar á frummálinu og þrátt fyrir að hafa ekki skilið neitt varð hann umsvifalaust ástfanginn af myndlist þeirra. Hergé lýsti því síðan sjálfur yfir að Spielberg væri eini leikstjórinn sem gæti komið Tinna á hvíta tjaldið. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“