120.000 króna rafmagnsreikningur 27. október 2011 03:00 Bíldudalur Orkubú Vestfjarða sendir nú út bakreikninga til íbúa á Bíldudal eftir árlegan lestur af rafmagnsmælum. fréttablaðið/vilhelm Íbúar á Bíldudal eru ósáttir vegna svimandi hárra rafmagnsreikninga sem þeim er gert að greiða um næstu mánaðamót. Jón Hákon Ágústsson, íbúi á Bíldudal, er vanur að borga um 55 þúsund krónur mánaðarlega fyrir hita og rafmagn en fékk aflestrarreikning upp á 120 þúsund krónur fyrir næstu mánaðamót. „Síðustu fimm ár hefur þetta farið úr svona 39 þúsund krónum í 55 þúsund. Þeir virðast geta hækkað endalaust, þetta er alveg skelfilegt,“ segir Jón Hákon. Védís Thoroddsen, annar íbúi á Bíldudal, borgar venjulega um 20 þúsund krónur en fékk nú aflestrarreikning upp á 67 þúsund. „Ég geri mér grein fyrir því að það var verið að mæla og þá koma þessir miklu bakreikningar,“ segir hún. „En mér finnst rosalegt að maður fái svona reikninga því nógu hátt er þetta fyrir.“ Sigurjón Sigurjónsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Orkubús Vestfjarða, segir ástæðuna vera árlegan aflestur á mælum. Ef íbúar hafa notað meira rafmagn en áætlað var koma bakreikningar. „Árið 2010 var óvenju hlýtt ár, en þetta byggist á áætlun frá því ári,“ segir hann. „Svo kemur raunveruleg notkun árið á undan.“ Sigurjón bendir á að um uppgjör sé að ræða og nýverið hafi verið að lesa af hjá þeim íbúum Bíldudals sem séu með rafmagnskyndingu. „Ef það eru reikningar sem voru margfalt hærri en venjulegir mánaðarreikningar mega íbúar vissulega deila þeim niður til að minnka sjokkið,“ segir hann.- sv Fréttir Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Íbúar á Bíldudal eru ósáttir vegna svimandi hárra rafmagnsreikninga sem þeim er gert að greiða um næstu mánaðamót. Jón Hákon Ágústsson, íbúi á Bíldudal, er vanur að borga um 55 þúsund krónur mánaðarlega fyrir hita og rafmagn en fékk aflestrarreikning upp á 120 þúsund krónur fyrir næstu mánaðamót. „Síðustu fimm ár hefur þetta farið úr svona 39 þúsund krónum í 55 þúsund. Þeir virðast geta hækkað endalaust, þetta er alveg skelfilegt,“ segir Jón Hákon. Védís Thoroddsen, annar íbúi á Bíldudal, borgar venjulega um 20 þúsund krónur en fékk nú aflestrarreikning upp á 67 þúsund. „Ég geri mér grein fyrir því að það var verið að mæla og þá koma þessir miklu bakreikningar,“ segir hún. „En mér finnst rosalegt að maður fái svona reikninga því nógu hátt er þetta fyrir.“ Sigurjón Sigurjónsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Orkubús Vestfjarða, segir ástæðuna vera árlegan aflestur á mælum. Ef íbúar hafa notað meira rafmagn en áætlað var koma bakreikningar. „Árið 2010 var óvenju hlýtt ár, en þetta byggist á áætlun frá því ári,“ segir hann. „Svo kemur raunveruleg notkun árið á undan.“ Sigurjón bendir á að um uppgjör sé að ræða og nýverið hafi verið að lesa af hjá þeim íbúum Bíldudals sem séu með rafmagnskyndingu. „Ef það eru reikningar sem voru margfalt hærri en venjulegir mánaðarreikningar mega íbúar vissulega deila þeim niður til að minnka sjokkið,“ segir hann.- sv
Fréttir Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira