Mynd Baldurs af Daniel Craig stolið í Stokkhólmi 26. október 2011 10:00 Árið hefur verið eitt stórt ævintýri hjá ljósmyndaranum Baldri Bragasyni en hann ferðaðist á fyrsta farrými milli Stokkhólms, London, New York og Los Angeles til að taka myndir af leikurum kvikmyndarinnar Karlar sem hatar konur. Fresta þurfti sýningu á verkum 48 fremstu ljósmyndara Svíþjóðar í galleríi ljósmyndafyrirtækisins Pro Center í Stokkhólmi. Sýningin var opnuð um síðustu helgi en þegar forsvarsmenn gallerísins mættu til vinnu á mánudagsmorgun var hins vegar búið að stela 44 myndum, þar á meðal ljósmynd Baldurs Bragasonar af James Bond-leikaranum Daniel Craig. Myndirnar voru engin smásmíði, 70 x 100 cm. „Þetta er sennilega besta gagnrýnin á mínum ferli, ég hefði ekki viljað eiga eina af þessum fjórum sem skildar voru eftir,“ segir Baldur. Eins og Fréttablaðið greindi frá um miðjan desember á síðasta ári vann Baldur sem hálfgerður hirðljósmyndari kvikmyndarinnar Karlar sem hata konur eftir David Fincher, en myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Stiegs Larsson. Mikil vinátta tókst með Baldri og aðalleikara myndarinnar, Daniel Craig. Að sögn ljósmyndarans er Craig efnilegur áhugaljósmyndari. Baldur fékk að mynda Hollywood-stjörnuna til eigin nota og átti ein af þeim myndum að vera til sýningar í Stokkhólmi. „Mér skilst reyndar að þeir séu byrjaðir að prenta aftur myndir og stefni á að opna sýninguna aftur og þá verður bara annað fyllerí,“ segir Baldur en þegar hann er spurður hvort það liggi ekki beinast við að hann taki myndir af Craig í næsta hlutverki sínu sem James Bond verður Baldur dularfullur og fámáll: „No comment, við sjáum bara til.“ Samkvæmt imdb.com gerði Baldur meira en að taka bara myndir í kvikmyndinni því honum bregður stuttlega fyrir í hlutverki ljósmyndara í slysinu á brúnni sem skiptir miklu máli í fléttu myndarinnar. „Ég fékk líka að ganga upp 69 tröppur þrjátíu sinnum í einu litlu atriði eftir að einn aukaleikaranna fékk svimakast,“ segir Baldur og viðurkennir að þetta hafi verið ákaflega skemmtileg reynsla. „Svo veit maður ekkert, maður gæti þess vegna endað á gólfinu í klippiherberginu.“ Baldur tók auk þess ljósmyndir af öllum helstu leikurum myndarinnar í hlutverki sínu og hafa þær verið notaðar til kynningar á myndinni. Kostnaðurinn við þær tökur var rúmlega ein milljón króna, bara fyrir flugmiða Baldurs. „Ég tók svona mynd af Daniel Craig fyrir blaðamannapassa Mikaels Blomkvist í myndinni og svo eina af Stellan Skarsgård í hlutverki sínu sem Martin Vanger. Leikstjórinn [David Fincher] sá myndirnar, varð ákaflega hrifinn og vildi fá fleiri. Þetta endaði á því að ég flaug frá Stokkhólmi til London, svo til New York og loks Los Angeles á fyrsta farrými til þess eins að taka fjórar myndir. Það var sofið á fimm stjörnu hótelum og einkabílstjóri beið eftir manni, þetta var algjört ævintýri og bara draumi líkast.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Fresta þurfti sýningu á verkum 48 fremstu ljósmyndara Svíþjóðar í galleríi ljósmyndafyrirtækisins Pro Center í Stokkhólmi. Sýningin var opnuð um síðustu helgi en þegar forsvarsmenn gallerísins mættu til vinnu á mánudagsmorgun var hins vegar búið að stela 44 myndum, þar á meðal ljósmynd Baldurs Bragasonar af James Bond-leikaranum Daniel Craig. Myndirnar voru engin smásmíði, 70 x 100 cm. „Þetta er sennilega besta gagnrýnin á mínum ferli, ég hefði ekki viljað eiga eina af þessum fjórum sem skildar voru eftir,“ segir Baldur. Eins og Fréttablaðið greindi frá um miðjan desember á síðasta ári vann Baldur sem hálfgerður hirðljósmyndari kvikmyndarinnar Karlar sem hata konur eftir David Fincher, en myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Stiegs Larsson. Mikil vinátta tókst með Baldri og aðalleikara myndarinnar, Daniel Craig. Að sögn ljósmyndarans er Craig efnilegur áhugaljósmyndari. Baldur fékk að mynda Hollywood-stjörnuna til eigin nota og átti ein af þeim myndum að vera til sýningar í Stokkhólmi. „Mér skilst reyndar að þeir séu byrjaðir að prenta aftur myndir og stefni á að opna sýninguna aftur og þá verður bara annað fyllerí,“ segir Baldur en þegar hann er spurður hvort það liggi ekki beinast við að hann taki myndir af Craig í næsta hlutverki sínu sem James Bond verður Baldur dularfullur og fámáll: „No comment, við sjáum bara til.“ Samkvæmt imdb.com gerði Baldur meira en að taka bara myndir í kvikmyndinni því honum bregður stuttlega fyrir í hlutverki ljósmyndara í slysinu á brúnni sem skiptir miklu máli í fléttu myndarinnar. „Ég fékk líka að ganga upp 69 tröppur þrjátíu sinnum í einu litlu atriði eftir að einn aukaleikaranna fékk svimakast,“ segir Baldur og viðurkennir að þetta hafi verið ákaflega skemmtileg reynsla. „Svo veit maður ekkert, maður gæti þess vegna endað á gólfinu í klippiherberginu.“ Baldur tók auk þess ljósmyndir af öllum helstu leikurum myndarinnar í hlutverki sínu og hafa þær verið notaðar til kynningar á myndinni. Kostnaðurinn við þær tökur var rúmlega ein milljón króna, bara fyrir flugmiða Baldurs. „Ég tók svona mynd af Daniel Craig fyrir blaðamannapassa Mikaels Blomkvist í myndinni og svo eina af Stellan Skarsgård í hlutverki sínu sem Martin Vanger. Leikstjórinn [David Fincher] sá myndirnar, varð ákaflega hrifinn og vildi fá fleiri. Þetta endaði á því að ég flaug frá Stokkhólmi til London, svo til New York og loks Los Angeles á fyrsta farrými til þess eins að taka fjórar myndir. Það var sofið á fimm stjörnu hótelum og einkabílstjóri beið eftir manni, þetta var algjört ævintýri og bara draumi líkast.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira