John Grant vill vinna með GusGus 21. október 2011 11:00 Biggi Veira úr GusGus bauð John Grant í heimsókn í hljóðverið sitt í síðustu viku. fréttablaðið/stefán Biggi Veira úr hljómsveitinni GusGus hitti bandaríska tónlistarmanninn John Grant þegar hann var hér á landi vegna tónleika sinna á Airwaves-hátíðinni. Grant er mikill GusGus-aðdáandi eins og kom fram í viðtali við hann í Fréttablaðinu. „Hann gaf sig bara á tal við mig þegar við vorum að spila á Kexinu. Hann langaði að kíkja í heimsókn í stúdíóið þannig að hann kom til mín á föstudaginn. Hann fékk að hlusta á demó sem við höfðum ekki klárað og svo tók ég hann í „syntha"-kennslu," segir Biggi en Grant notast við „syntha", eða hljóðgervla í tónlist sinni. Biggi segir Grant vera frábæran söngvara sem gerir áhugaverða tónlist. Í viðtalinu við Fréttablaðið sagðist Grant vilja prófa sig áfram í elektrónískri tónlist og svo virðist sem hann vilji vinna með GusGus. „Hann var að spyrja hvort okkur langaði að hjálpa honum eitthvað við það og ég sagði að það væri alveg sjálfsagt að skoða það mál." Biggi er núna orðinn einn af mörgum íslenskum vinum Grants á Facebook. „Okkur þótti báðum mjög leiðinlegt að við vorum að spila á sama tíma á Airwaves. En hann var rosalega hrifinn af Íslandi og ég sá að þegar hann kom í heimsókn var hann nýbúinn að kaupa sér kennslubók í íslensku og var að spyrja mig aðeins út í það. Ég sagði honum að við höfðum unnið í plötunni okkar í sumarbústað og hann var einmitt að tala um að hann langaði að koma hingað einhvern tímann, þvælast um og vinna. Þannig að við erum greinlega búinn að eignast enn einn Íslandsvin, eins og þeir eru kallaðir." - fb Tónlist Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Biggi Veira úr hljómsveitinni GusGus hitti bandaríska tónlistarmanninn John Grant þegar hann var hér á landi vegna tónleika sinna á Airwaves-hátíðinni. Grant er mikill GusGus-aðdáandi eins og kom fram í viðtali við hann í Fréttablaðinu. „Hann gaf sig bara á tal við mig þegar við vorum að spila á Kexinu. Hann langaði að kíkja í heimsókn í stúdíóið þannig að hann kom til mín á föstudaginn. Hann fékk að hlusta á demó sem við höfðum ekki klárað og svo tók ég hann í „syntha"-kennslu," segir Biggi en Grant notast við „syntha", eða hljóðgervla í tónlist sinni. Biggi segir Grant vera frábæran söngvara sem gerir áhugaverða tónlist. Í viðtalinu við Fréttablaðið sagðist Grant vilja prófa sig áfram í elektrónískri tónlist og svo virðist sem hann vilji vinna með GusGus. „Hann var að spyrja hvort okkur langaði að hjálpa honum eitthvað við það og ég sagði að það væri alveg sjálfsagt að skoða það mál." Biggi er núna orðinn einn af mörgum íslenskum vinum Grants á Facebook. „Okkur þótti báðum mjög leiðinlegt að við vorum að spila á sama tíma á Airwaves. En hann var rosalega hrifinn af Íslandi og ég sá að þegar hann kom í heimsókn var hann nýbúinn að kaupa sér kennslubók í íslensku og var að spyrja mig aðeins út í það. Ég sagði honum að við höfðum unnið í plötunni okkar í sumarbústað og hann var einmitt að tala um að hann langaði að koma hingað einhvern tímann, þvælast um og vinna. Þannig að við erum greinlega búinn að eignast enn einn Íslandsvin, eins og þeir eru kallaðir." - fb
Tónlist Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira