Alhliða þjónustuskerðing á mörgum sviðum spítalans 14. október 2011 04:00 Aðgerðir kynntar starfsmönnum Starfmannafundir innan LSH voru haldnir á átta mismunandi stöðum í gær þar sem farið var yfir niðurskurðaraðgerðir næsta árs.fréttablaðið/gva Björn Zoëga Stöðugildum á Landspítalanum mun fækka um 85 og þjónusta verður skert vegna niðurskurðar. Þetta kom fram á fundum forstjóra Landspítalans í gær. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, hélt átta starfsmannafundi víðs vegar um borgina í gær og kynnti fólki niðurskurðaraðgerðir næsta árs. Hann segir andrúmsloftið á fundunum hafa einkennst af ró og æðruleysi. „Þetta fór mun rólegar fram en ég bjóst við,“ segir Björn. „Fólk tekur þessu með æðruleysi og vill vinna í málunum.“ Niðurskurðaraðgerðirnar eru annars vegar almennar og ná þá til LSH í heild, hins vegar sértækar og snerta einstök svið eða starfsemi. Líkt og áður sagði mun stöðugildum innan spítalans fækka um 85 og verður reynt að nýta starfsmannaveltuna við þá fækkun. Með lokun St. Jósefsspítala verður fækkað um 29, á Sogni falla út fjögur störf og svo mun alhliða samþjöppun deilda fækka öðrum stöðum víðs vegar um spítalann. Björn segist ekki hafa áhyggjur af framhaldinu. „Þetta verður erfitt og erfiðara en oft áður,“ segir Björn. „Þetta er orðinn svo langur tími. Við erum endalaust að hugsa hvernig málin verði á næstu mánuðum og hvar og hvernig við þurfum að bera niður og passa að við missum ekki fótanna.“ Mikil ánægja ríkir innan spítalans með þá ákvörðun að flytja réttargeðdeildina frá Sogni á Klepp. Þar sé verið að veita geðveikum afbrotamönnum betri þjónustu og færa þá nær aðstandendum sínum. Björn segir þar vera tækifæri í að bæta starfsemina á faglegum grundvelli á sama tíma og verið sé að spara. Ýmsar smærri breytingar á skipuriti starfseminnar, meðal annars hagræðingar á rekstrar- og fjármálasviðum og önnur smærri verkefni, munu skila spítalanum 136 milljónum króna. „Við erum að þjappa okkur áfram saman. Mannauðssvið verður til að mynda sett beint undir forstjóra og fleiri breytingar á skipuritinu í þeim dúr,“ segir Björn. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, er ekki eins bjartsýnn og hefur áhyggjur af þeirri þjónustuskerðingu sem spítalinn stendur nú frammi fyrir. „Þetta eru umfangsmiklar aðgerðir og ekki léttbærar. Þetta er ekki ákjósanleg staða fyrir spítalann,“ segir hann. „Þessi niðurskurður mun klárlega skerða þjónustu og gerir okkur sífellt erfiðara fyrir að reka spítalann.“ Ekki er búið að útfæra hagræðingaraðgerðirnar í smáatriðum, en unnið verður að því á næstu vikum. Ólafur hefur áhyggjur af mannafla innan spítalans og segir aðgerðir sem þessar til þess fallnar að gera þá stöðu enn erfiðari. „Það er komið ákveðið los á fólk, sem batnar ekki við svona aðgerðir,“ segir hann. „Við sjáum þó ekki fyrir okkur flótta, en það hefur nú þegar verið tilhneiging í þá átt og við höfum verulegar áhyggjur af því.“ Ólafur bendir þó á að spítalinn glími við ýmis athyglisverð og verðug verkefni og starfsfólkið standi sig gríðarlega vel. „Það er með ólíkindum hverju fólk afkastar við þessar aðstæður,“ segir hann. „En þetta getur ekki haldið svona áfram mikið lengur. Það er alveg klárt. Við verðum að vona að þetta sé síðasta árið sem við þurfum að takast á við svona aðgerðir.“ sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Sjá meira
Björn Zoëga Stöðugildum á Landspítalanum mun fækka um 85 og þjónusta verður skert vegna niðurskurðar. Þetta kom fram á fundum forstjóra Landspítalans í gær. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, hélt átta starfsmannafundi víðs vegar um borgina í gær og kynnti fólki niðurskurðaraðgerðir næsta árs. Hann segir andrúmsloftið á fundunum hafa einkennst af ró og æðruleysi. „Þetta fór mun rólegar fram en ég bjóst við,“ segir Björn. „Fólk tekur þessu með æðruleysi og vill vinna í málunum.“ Niðurskurðaraðgerðirnar eru annars vegar almennar og ná þá til LSH í heild, hins vegar sértækar og snerta einstök svið eða starfsemi. Líkt og áður sagði mun stöðugildum innan spítalans fækka um 85 og verður reynt að nýta starfsmannaveltuna við þá fækkun. Með lokun St. Jósefsspítala verður fækkað um 29, á Sogni falla út fjögur störf og svo mun alhliða samþjöppun deilda fækka öðrum stöðum víðs vegar um spítalann. Björn segist ekki hafa áhyggjur af framhaldinu. „Þetta verður erfitt og erfiðara en oft áður,“ segir Björn. „Þetta er orðinn svo langur tími. Við erum endalaust að hugsa hvernig málin verði á næstu mánuðum og hvar og hvernig við þurfum að bera niður og passa að við missum ekki fótanna.“ Mikil ánægja ríkir innan spítalans með þá ákvörðun að flytja réttargeðdeildina frá Sogni á Klepp. Þar sé verið að veita geðveikum afbrotamönnum betri þjónustu og færa þá nær aðstandendum sínum. Björn segir þar vera tækifæri í að bæta starfsemina á faglegum grundvelli á sama tíma og verið sé að spara. Ýmsar smærri breytingar á skipuriti starfseminnar, meðal annars hagræðingar á rekstrar- og fjármálasviðum og önnur smærri verkefni, munu skila spítalanum 136 milljónum króna. „Við erum að þjappa okkur áfram saman. Mannauðssvið verður til að mynda sett beint undir forstjóra og fleiri breytingar á skipuritinu í þeim dúr,“ segir Björn. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, er ekki eins bjartsýnn og hefur áhyggjur af þeirri þjónustuskerðingu sem spítalinn stendur nú frammi fyrir. „Þetta eru umfangsmiklar aðgerðir og ekki léttbærar. Þetta er ekki ákjósanleg staða fyrir spítalann,“ segir hann. „Þessi niðurskurður mun klárlega skerða þjónustu og gerir okkur sífellt erfiðara fyrir að reka spítalann.“ Ekki er búið að útfæra hagræðingaraðgerðirnar í smáatriðum, en unnið verður að því á næstu vikum. Ólafur hefur áhyggjur af mannafla innan spítalans og segir aðgerðir sem þessar til þess fallnar að gera þá stöðu enn erfiðari. „Það er komið ákveðið los á fólk, sem batnar ekki við svona aðgerðir,“ segir hann. „Við sjáum þó ekki fyrir okkur flótta, en það hefur nú þegar verið tilhneiging í þá átt og við höfum verulegar áhyggjur af því.“ Ólafur bendir þó á að spítalinn glími við ýmis athyglisverð og verðug verkefni og starfsfólkið standi sig gríðarlega vel. „Það er með ólíkindum hverju fólk afkastar við þessar aðstæður,“ segir hann. „En þetta getur ekki haldið svona áfram mikið lengur. Það er alveg klárt. Við verðum að vona að þetta sé síðasta árið sem við þurfum að takast á við svona aðgerðir.“ sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Sjá meira