Fær fullt hús eða fjórar stjörnur 13. október 2011 22:00 Björk hefur fengið frábæra dóma fyrir nýjustu plötuna sína, Biophilia. Björk Guðmundsdóttir hefur fengið frábæra dóma í erlendum fjölmiðlum fyrir nýjustu plötuna sína, Biophilia. Tónlistarvefurinn Gigwise gefur henni fullt hús stiga og segir Björk hafa búið til einstaka plötu sem sé öðruvísi en allar aðrar sem hafi komið út á árinu. Gagnrýnandinn bætir við að lagið Cosmogony sé eitt það fallegasta sem hún hafi nokkru sinn samið. Breska blaðið The Telegraph gefur Biophilia einnig fullt hús, fimm stjörnur, og segir það koma á óvart hversu aðgengileg og falleg platan sé. Til þess þurfi hún þó tíma og einbeitingu hlustandans. NME frá Bretlandi hleður Björk einnig lofi og gefur plötunni 9 af 10 mögulegum í einkunn og það sama gerir Clash Music. David Fricke, blaðamaður bandaríska tímaritsins Rolling Stone, gefur Biophilia fjórar stjörnur af fimm og segir rödd Bjarkar yfirnáttúrulega í lögunum Thunderbolt og Craving Miracles. Tímaritin Mojo og Q splæsa hvort um sig fjórum stjörnum á gripinn og breska blaðið The Guardian er á sama máli og segir gæði tónlistarinnar á Biophilia sýna hversu Björk sé sér á báti og framarlega í samanburði við aðra tónlistarmenn. Gagnrýnandi The Independent í Bretlandi er ekki eins hrifinn og gefur plötunni aðeins tvær stjörnur. Hann segir Björk hafa fjarlægst rætur sínar með því að blanda margmiðlun saman við tónlistarsköpun sína. Hér í Fréttablaðinu fékk Biophilia fjórar stjörnur af fimm, þar sem platan var sögð magnað verk sem sýndi að Björk væri ekki hætt leit sinni að nýjum og spennandi hlutum. Björk Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Björk Guðmundsdóttir hefur fengið frábæra dóma í erlendum fjölmiðlum fyrir nýjustu plötuna sína, Biophilia. Tónlistarvefurinn Gigwise gefur henni fullt hús stiga og segir Björk hafa búið til einstaka plötu sem sé öðruvísi en allar aðrar sem hafi komið út á árinu. Gagnrýnandinn bætir við að lagið Cosmogony sé eitt það fallegasta sem hún hafi nokkru sinn samið. Breska blaðið The Telegraph gefur Biophilia einnig fullt hús, fimm stjörnur, og segir það koma á óvart hversu aðgengileg og falleg platan sé. Til þess þurfi hún þó tíma og einbeitingu hlustandans. NME frá Bretlandi hleður Björk einnig lofi og gefur plötunni 9 af 10 mögulegum í einkunn og það sama gerir Clash Music. David Fricke, blaðamaður bandaríska tímaritsins Rolling Stone, gefur Biophilia fjórar stjörnur af fimm og segir rödd Bjarkar yfirnáttúrulega í lögunum Thunderbolt og Craving Miracles. Tímaritin Mojo og Q splæsa hvort um sig fjórum stjörnum á gripinn og breska blaðið The Guardian er á sama máli og segir gæði tónlistarinnar á Biophilia sýna hversu Björk sé sér á báti og framarlega í samanburði við aðra tónlistarmenn. Gagnrýnandi The Independent í Bretlandi er ekki eins hrifinn og gefur plötunni aðeins tvær stjörnur. Hann segir Björk hafa fjarlægst rætur sínar með því að blanda margmiðlun saman við tónlistarsköpun sína. Hér í Fréttablaðinu fékk Biophilia fjórar stjörnur af fimm, þar sem platan var sögð magnað verk sem sýndi að Björk væri ekki hætt leit sinni að nýjum og spennandi hlutum.
Björk Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira