Líknardeild lokað á LSH 13. október 2011 06:15 Líknardeild öldrunardeildar Landspítalans á Landakoti verður lokað og starfsemi hennar færð til líknardeildarinnar í Kópavogi. Talið er að breytingin muni spara 50 milljónir króna og er hún liður í niðurskurðarferli Landspítalans vegna fjárlaga næsta árs. Framlög til spítalans eru í fjárlagafrumvarpi skorin niður um 630 milljónir króna og talið er að það muni hafa áhrif á um 90 störf innan spítalans. Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir á öldrunardeild Landspítalans, segir lokun líknardeildarinnar ákveðið afturhvarf til fortíðar. „Það er eins og það sé verið að fara 10 til 15 ár aftur í tímann. Deildin var sérhæfð fyrir aldraða en deildin í Kópavogi er blönduð óháð aldri," segir Pálmi. „Maður sér á hverjum degi hvað þjónustan skilar miklu. Því er mjög erfitt að horfa upp á þetta tekið í sundur." Á líknardeildinni á Landakoti eru níu sjúkrarúm og er þar veitt lífslokameðferð fyrir aldraða með líknandi nálgun. „Þarna er verið að fækka plássum og fólk fer yfir í ósérhæfðari úrræði," segir hann. „Og þetta er mjög veikt fólk við lok lífs sem þarf virkilega á sérhæfðri meðferð að halda. Þörfin er mjög mikil." Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að búið sé að ræða við mjög margar stórar einingar innan Landspítalans og kynna fyrir þeim fyrirhugaðar breytingar, sem séu erfiðar og viðkvæmar. Allt verði þó tilkynnt formlega í dag. Landspítalanum er gert að skera niður um 630 milljónir í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár. Björn segir að vegna núgildandi fjárlaga, þar sem niðurskurðarkrafan var einnig rúmar 600 milljónir króna, hafi þurft að segja um 85 manns upp störfum. Því megi gera ráð fyrir að með niðurskurðinum í ár verði fjöldi þeirra sem missi vinnuna að minnsta kosti svo mikill. „Ef það er rýnt í tölurnar núna, þá er auðvelt að sjá hvað er í vændum. En það kemur í ljós á morgun [í dag]," segir hann. - sv / Fréttir Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Líknardeild öldrunardeildar Landspítalans á Landakoti verður lokað og starfsemi hennar færð til líknardeildarinnar í Kópavogi. Talið er að breytingin muni spara 50 milljónir króna og er hún liður í niðurskurðarferli Landspítalans vegna fjárlaga næsta árs. Framlög til spítalans eru í fjárlagafrumvarpi skorin niður um 630 milljónir króna og talið er að það muni hafa áhrif á um 90 störf innan spítalans. Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir á öldrunardeild Landspítalans, segir lokun líknardeildarinnar ákveðið afturhvarf til fortíðar. „Það er eins og það sé verið að fara 10 til 15 ár aftur í tímann. Deildin var sérhæfð fyrir aldraða en deildin í Kópavogi er blönduð óháð aldri," segir Pálmi. „Maður sér á hverjum degi hvað þjónustan skilar miklu. Því er mjög erfitt að horfa upp á þetta tekið í sundur." Á líknardeildinni á Landakoti eru níu sjúkrarúm og er þar veitt lífslokameðferð fyrir aldraða með líknandi nálgun. „Þarna er verið að fækka plássum og fólk fer yfir í ósérhæfðari úrræði," segir hann. „Og þetta er mjög veikt fólk við lok lífs sem þarf virkilega á sérhæfðri meðferð að halda. Þörfin er mjög mikil." Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að búið sé að ræða við mjög margar stórar einingar innan Landspítalans og kynna fyrir þeim fyrirhugaðar breytingar, sem séu erfiðar og viðkvæmar. Allt verði þó tilkynnt formlega í dag. Landspítalanum er gert að skera niður um 630 milljónir í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár. Björn segir að vegna núgildandi fjárlaga, þar sem niðurskurðarkrafan var einnig rúmar 600 milljónir króna, hafi þurft að segja um 85 manns upp störfum. Því megi gera ráð fyrir að með niðurskurðinum í ár verði fjöldi þeirra sem missi vinnuna að minnsta kosti svo mikill. „Ef það er rýnt í tölurnar núna, þá er auðvelt að sjá hvað er í vændum. En það kemur í ljós á morgun [í dag]," segir hann. - sv /
Fréttir Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira