Karl að kjólameistara eftir hálfrar aldar hlé 12. október 2011 05:30 Kjartan Ágúst Pálsson Kjólameistarinn tilvonandi með nokkra af þeim kjólum sem hann hefur gert. Kjartan er eini karlinn meðal fjórtán útskriftarnema. Hann útskrifast svo sem klæðskeri um áramót. Fréttablaðið/Valli „Það kom mér á óvart en þannig er þetta víst,“ segir Kjartan Ágúst Pálsson sem útskrifast sem fyrsti íslenski karlkyns kjólameistarinn í 55 ár. Kjartan er í Tækniskólanum. Hann mun útskrifast sem kjólameistari á laugardaginn og hyggst ljúka klæðskeranáminu öllu um næstu áramót. Þannig verður hann jafnvígur á karlmannsföt og kvenmannsflíkur. Í útskriftarhópnum á laugardaginn eru fjórtán manns og er Kjartan eini karlinn í þeim flokki því þótt annar kynbróðir hans sé nú við klæðskeranám við Tækniskólann leggur sá ekki fyrir sig að sauma á konur. Aðspurður segir Kjartan nemendahópinn vera frábæran. „Hópurinn er ótrúlega skemmtilegur og uppbyggjandi eins og öll þessi stétt er. Þær sem eru í þessu eru það af mikilli ástríðu. Og þær eru í þessu til að hjálpa öðrum – það virðast allir vera tilbúnir að hjálpa manni,“ segir Kjartan. Að sögn Kjartans hefur hann gaman af öllu sem tengist greininni sem hann hafi brennandi áhuga á og vilji gera að lífsstarfi. Hann hafi að undanförnu einblínt talsvert á tímabilið í kringum stríðsárin og þann sígilda stíl sem þá réði ríkjum. „Ég var alveg fastur í kvikmyndastjörnum. En uppáhaldið er samt alltaf það sem ég er að gera hverju sinni – öll flóran. Maður getur séð fyrir sér að starfa í hverju sem er á þessum vettvangi,“ segir hann. Kjartan sem er 32 ára hefur verið fimm ár í náminu. „Nú fer maður að finna sér einhverja stofu til að vinna á og afla sér reynslu til að geta komið einhverju á fót sjálfur seinna meir,“ segir hann um það sem tekur við að náminu loknu. Hann kveður atvinnumöguleikana vera furðu góða. „Eftir kreppuna virtist þessi markaður blómstra. Fólk fór að hugsa betur um það sem það átti – hafði ekki lengur endalaust fjármagn til að kaupa. Þannig að það er verið að gera við föt og fólk fór að kaupa sér vandaðri flíkur – eitthvað sem endist,“ segir Kjartan Ágúst. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Sjá meira
„Það kom mér á óvart en þannig er þetta víst,“ segir Kjartan Ágúst Pálsson sem útskrifast sem fyrsti íslenski karlkyns kjólameistarinn í 55 ár. Kjartan er í Tækniskólanum. Hann mun útskrifast sem kjólameistari á laugardaginn og hyggst ljúka klæðskeranáminu öllu um næstu áramót. Þannig verður hann jafnvígur á karlmannsföt og kvenmannsflíkur. Í útskriftarhópnum á laugardaginn eru fjórtán manns og er Kjartan eini karlinn í þeim flokki því þótt annar kynbróðir hans sé nú við klæðskeranám við Tækniskólann leggur sá ekki fyrir sig að sauma á konur. Aðspurður segir Kjartan nemendahópinn vera frábæran. „Hópurinn er ótrúlega skemmtilegur og uppbyggjandi eins og öll þessi stétt er. Þær sem eru í þessu eru það af mikilli ástríðu. Og þær eru í þessu til að hjálpa öðrum – það virðast allir vera tilbúnir að hjálpa manni,“ segir Kjartan. Að sögn Kjartans hefur hann gaman af öllu sem tengist greininni sem hann hafi brennandi áhuga á og vilji gera að lífsstarfi. Hann hafi að undanförnu einblínt talsvert á tímabilið í kringum stríðsárin og þann sígilda stíl sem þá réði ríkjum. „Ég var alveg fastur í kvikmyndastjörnum. En uppáhaldið er samt alltaf það sem ég er að gera hverju sinni – öll flóran. Maður getur séð fyrir sér að starfa í hverju sem er á þessum vettvangi,“ segir hann. Kjartan sem er 32 ára hefur verið fimm ár í náminu. „Nú fer maður að finna sér einhverja stofu til að vinna á og afla sér reynslu til að geta komið einhverju á fót sjálfur seinna meir,“ segir hann um það sem tekur við að náminu loknu. Hann kveður atvinnumöguleikana vera furðu góða. „Eftir kreppuna virtist þessi markaður blómstra. Fólk fór að hugsa betur um það sem það átti – hafði ekki lengur endalaust fjármagn til að kaupa. Þannig að það er verið að gera við föt og fólk fór að kaupa sér vandaðri flíkur – eitthvað sem endist,“ segir Kjartan Ágúst. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Sjá meira