Undirbúa stærstu tónleika Íslandssögunnar á næsta ári 1. október 2011 11:00 Heimsviðburður Stefnt er að því að halda stórtónleika samtakanna 46664, sem frelsishetjan Nelson Mandela stofnaði, hér á landi á næsta ári. Steinþór Helgi Arnsteinsson og Gunnlaugur Briem sitja í undirbúningshópi tónleikanna en borgarráð Reykjavíkur samþykkti fyrir skemmstu að styrkja undirbúningsvinnu þeirra um tvær milljónir. „Þetta er á undirbúningsstigi en ef af þessu verður yrðu þetta líklega stærstu tónleikar sem haldnir hafa verið á Íslandi,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, tónleikahaldari og útgefandi. Steinþór situr í undirbúningshópi sem vinnur að því að halda alþjóðlega stórtónleika í Laugardalshöll og Hörpu á næsta ári. Samtökin 46664, sem frelsishetjan Nelson Mandela stofnaði, hafa veg og vanda af tónleikunum og er búist við því að alþjóðlegar stórstjörnur komi fram, Samhliða tónleikunum yrði viðburðurinn nýttur til að hrinda af stað nýju alheimsátaki og söfnun. „Samtökin hafa lengi leitast eftir þessu við sendiherra samtakanna hér á landi að halda tónleika hér,“ segir Steinþór en það eru kvikmyndagerðamaðurinn Sigurjón Einarsson og trymbillinn Gunnlaugur Briem sem gegna þeim hlutverkum. Sigurjón kom að skipulagningu sambærilegra tónleika í Trömsö árið 2005. „Þeir fengu mig og fyrirtækið Faxaflóa með sér í lið og við erum að athuga hvort það sé grundvöllur fyrir þessu hér,“ segir Steinþór. Sjö alþjóðlegir stórtónleikar hafa verið haldnir á vegum samtakanna í London, Jóhannesarborg, Cape Town, Madrid og Trömsö og hefur þeim verið sjónvarpað til milljóna áhorfenda. Síðustu tónleikarnir fóru fram í New York og þar komu fram listamenn á borð við Alicia Keys og Stevie Wonder. Kostnaðurinn við að halda tónleikanna nemur tæplega 103 milljónum íslenskra króna. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum fyrir skemmstu að styrkja undirbúning tónleikanna um tvær milljónir króna með fyrirvara um að mennta-og menningarmálaráðneytið og iðnaðarráðuneytið geri slíkt hið sama og að tónleikarnir fari fram. Að sögn Steinþórs hafa ekki enn borist svör frá ráðuneytunum. Í umsókn um styrkinn kemur fram að Reykjavik þurfi ekki að keppa við aðrar borgir um að halda tónleikana, samtök Mandela hafi lýst því yfir að þau hafi mikinn áhuga á að viðburðurinn fari fram í höfuðborginni. „Þetta er gríðarlega spennandi, við erum að tala um nokkur hundruð störf og það yrði jákvætt fyrir Ísland út á við að tengjast þessum samtökum og fyrir tónlistarbransann væri þetta gríðarlegur hvalreki.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Kim féll Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Sjá meira
„Þetta er á undirbúningsstigi en ef af þessu verður yrðu þetta líklega stærstu tónleikar sem haldnir hafa verið á Íslandi,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, tónleikahaldari og útgefandi. Steinþór situr í undirbúningshópi sem vinnur að því að halda alþjóðlega stórtónleika í Laugardalshöll og Hörpu á næsta ári. Samtökin 46664, sem frelsishetjan Nelson Mandela stofnaði, hafa veg og vanda af tónleikunum og er búist við því að alþjóðlegar stórstjörnur komi fram, Samhliða tónleikunum yrði viðburðurinn nýttur til að hrinda af stað nýju alheimsátaki og söfnun. „Samtökin hafa lengi leitast eftir þessu við sendiherra samtakanna hér á landi að halda tónleika hér,“ segir Steinþór en það eru kvikmyndagerðamaðurinn Sigurjón Einarsson og trymbillinn Gunnlaugur Briem sem gegna þeim hlutverkum. Sigurjón kom að skipulagningu sambærilegra tónleika í Trömsö árið 2005. „Þeir fengu mig og fyrirtækið Faxaflóa með sér í lið og við erum að athuga hvort það sé grundvöllur fyrir þessu hér,“ segir Steinþór. Sjö alþjóðlegir stórtónleikar hafa verið haldnir á vegum samtakanna í London, Jóhannesarborg, Cape Town, Madrid og Trömsö og hefur þeim verið sjónvarpað til milljóna áhorfenda. Síðustu tónleikarnir fóru fram í New York og þar komu fram listamenn á borð við Alicia Keys og Stevie Wonder. Kostnaðurinn við að halda tónleikanna nemur tæplega 103 milljónum íslenskra króna. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum fyrir skemmstu að styrkja undirbúning tónleikanna um tvær milljónir króna með fyrirvara um að mennta-og menningarmálaráðneytið og iðnaðarráðuneytið geri slíkt hið sama og að tónleikarnir fari fram. Að sögn Steinþórs hafa ekki enn borist svör frá ráðuneytunum. Í umsókn um styrkinn kemur fram að Reykjavik þurfi ekki að keppa við aðrar borgir um að halda tónleikana, samtök Mandela hafi lýst því yfir að þau hafi mikinn áhuga á að viðburðurinn fari fram í höfuðborginni. „Þetta er gríðarlega spennandi, við erum að tala um nokkur hundruð störf og það yrði jákvætt fyrir Ísland út á við að tengjast þessum samtökum og fyrir tónlistarbransann væri þetta gríðarlegur hvalreki.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Kim féll Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Sjá meira