Nína opnar sýningu í Lúxemborg 1. október 2011 18:00 Mikið að gera Nína Björk Gunnarsdóttir opnaði ljósmyndasýningu í Lúxemborg í gær ásamt Berglindi Ómarsdóttur klæðskera. „Mig hefur lengi langað til að opna sýningu hér í Lúxemborg og lét loksins verða af því núna,“ segir Nína Björk Gunnarsdóttir, ljósmyndari en hún opnaði ljósmyndasýningu í Lúxemborg í gærkvöldi. Myndirnar sem Nína er með á sýningunni eru af fatnaði Berglindar Ómarsdóttur klæðskera en báðar eru þær búsettar í Lúxemborg. Mikið var um dýrðir á opnuninni sem var með ákveðnum Íslendingabrag en Elísabet Ólafsdóttir söngkona tók meðal annars nokkur lög. „Okkur Berglindi langaði að stilla saman strengi okkar og gera eitthvað sniðugt saman. Það er mikil samheldni hjá Íslendingum hérna í Lúx og við erum stór hópur kvenna sem eru duglegar að gera eitthvað saman,“ segir Nína Björk, sem hefur búið þar síðastliðin tvö ár. Þegar Fréttablaðið náði tali að Nínu í gær var hún á fullu að undirbúa opnunina enda í mörg horn að líta. „Þetta er mjög flottur staður en umhverfið minnir örlítið á helli þegar maður er kominn inn. Við eigum von á fullt af gestum í kvöld en staðurinn tekur milli 300-400 manns,“ segir Nína Björk en hún er iðin með myndavélina í Lúxemborg og hefur meðal annars breytt vefsíðu sinni í nina.lu. „Ég er nýkomin úr fæðingarorlofi og er að koma mér í gang aftur. Ég hef samt þróast í að taka meira af fjölskyldu- og barnaljósmyndum í stað tískumynda sem ég gerði mikið af á Íslandi. Mér finnst það mjög gaman og það hefur verið fullt að gera hjá mér,“ segir Nína Björk og er ekkert á leiðinni aftur til landsins í bráð. „Lífið hér er yndislegt og okkur líkar vel. Við flytjum samt aftur til Íslands í framtíðinni, bara ekki næstu árin.“ - áp Lífið Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hörkuhasar þó persónusköpun skorti Gagnrýni Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Sjá meira
„Mig hefur lengi langað til að opna sýningu hér í Lúxemborg og lét loksins verða af því núna,“ segir Nína Björk Gunnarsdóttir, ljósmyndari en hún opnaði ljósmyndasýningu í Lúxemborg í gærkvöldi. Myndirnar sem Nína er með á sýningunni eru af fatnaði Berglindar Ómarsdóttur klæðskera en báðar eru þær búsettar í Lúxemborg. Mikið var um dýrðir á opnuninni sem var með ákveðnum Íslendingabrag en Elísabet Ólafsdóttir söngkona tók meðal annars nokkur lög. „Okkur Berglindi langaði að stilla saman strengi okkar og gera eitthvað sniðugt saman. Það er mikil samheldni hjá Íslendingum hérna í Lúx og við erum stór hópur kvenna sem eru duglegar að gera eitthvað saman,“ segir Nína Björk, sem hefur búið þar síðastliðin tvö ár. Þegar Fréttablaðið náði tali að Nínu í gær var hún á fullu að undirbúa opnunina enda í mörg horn að líta. „Þetta er mjög flottur staður en umhverfið minnir örlítið á helli þegar maður er kominn inn. Við eigum von á fullt af gestum í kvöld en staðurinn tekur milli 300-400 manns,“ segir Nína Björk en hún er iðin með myndavélina í Lúxemborg og hefur meðal annars breytt vefsíðu sinni í nina.lu. „Ég er nýkomin úr fæðingarorlofi og er að koma mér í gang aftur. Ég hef samt þróast í að taka meira af fjölskyldu- og barnaljósmyndum í stað tískumynda sem ég gerði mikið af á Íslandi. Mér finnst það mjög gaman og það hefur verið fullt að gera hjá mér,“ segir Nína Björk og er ekkert á leiðinni aftur til landsins í bráð. „Lífið hér er yndislegt og okkur líkar vel. Við flytjum samt aftur til Íslands í framtíðinni, bara ekki næstu árin.“ - áp
Lífið Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hörkuhasar þó persónusköpun skorti Gagnrýni Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Sjá meira