Brynjar Már frumsýnir rosalega græju á Oliver 29. september 2011 22:00 Brynjar Már, útvarpsmaður, tónlistarmaður og plötusnúður lætur ársgamlan draum sinn rætast á föstudaginn á skemmtistaðnum Oliver þegar hann frumsýnir glænýja DJ-græju sem er eins og klippt út úr framtíðarmynd. „Ég sá þetta á YouTube fyrir ári þegar hönnuður forritsins var að kynna þetta og varð alveg heillaður," segir Brynjar Már Valdimarsson, tónlistarmaður, útvarpsmaður og plötusnúður. Á föstudagskvöld verður frumsýnd ein dýrasta og jafnframt flottasta plötusnúðagræja landsins þegar svokallaður Emulator kemur fyrir augu dansþyrstra gesta veitingastaðarins Oliver í fyrsta sinn. Græjan kostar 1,5 milljónir og er Brynjar því með tæki og tól fyrir DJ-mennskuna upp á tvær milljónir ef tölva, hljóðkort og forrit eru tekin með í reikninginn. Ísland er eitt af fyrstu löndunum til að taka þátt í þessari „byltingu". Brynjar á heiðurinn af innflutningi græjunnar sem er, satt að segja, einstök og eiga orð erfitt með að lýsa því sem fyrir augu ber. Hún á því vafalítið eftir að stela senunni um helgina í miðbæ Reykjavíkur. Brynjar gerir engu að síður heiðarlega tilraun til að útskýra hvað áðurnefndur Emulator er. „Ég nota DJ-forrit sem heitir Traktor og er eitt það öflugasta í þessum bransa. Emulator-inn breytir skjánum í þessa græju og þannig verður allt sem ég þarf að nota sýnilegt öðrum á þessum skjá," útskýrir Brynjar Már. „Ofan á allt get ég verið á Facebook, skrifað á skjáinn og fólkið sem er að dansa getur séð hvaða lög þú ert að fara að spila," bætir Brynjar við og telur að þetta tæki eigi eftir að breyta allri DJ-mennsku. „Hún verður sýnilegri og færir hana nær fólkinu. Hlutverk plötusnúðarins verður miklu meira en bara að ýta á „spila"." Brynjar segist sjálfur ekki geta beðið eftir því að sjá hvernig þetta eigi eftir að koma út. „Fyrir utan alla kostina þá er tækið náttúrlega gríðarlega töff, skjárinn er 47 tommu og þegar fólk sá mynd af því þá varð allt tryllt." Það má því búast við mikilli stemningu á föstudagskvöldið þegar Brynjar tryllir lýðinn með nýja tækinu… eins og honum einum er lagið. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Brynjar Már, útvarpsmaður, tónlistarmaður og plötusnúður lætur ársgamlan draum sinn rætast á föstudaginn á skemmtistaðnum Oliver þegar hann frumsýnir glænýja DJ-græju sem er eins og klippt út úr framtíðarmynd. „Ég sá þetta á YouTube fyrir ári þegar hönnuður forritsins var að kynna þetta og varð alveg heillaður," segir Brynjar Már Valdimarsson, tónlistarmaður, útvarpsmaður og plötusnúður. Á föstudagskvöld verður frumsýnd ein dýrasta og jafnframt flottasta plötusnúðagræja landsins þegar svokallaður Emulator kemur fyrir augu dansþyrstra gesta veitingastaðarins Oliver í fyrsta sinn. Græjan kostar 1,5 milljónir og er Brynjar því með tæki og tól fyrir DJ-mennskuna upp á tvær milljónir ef tölva, hljóðkort og forrit eru tekin með í reikninginn. Ísland er eitt af fyrstu löndunum til að taka þátt í þessari „byltingu". Brynjar á heiðurinn af innflutningi græjunnar sem er, satt að segja, einstök og eiga orð erfitt með að lýsa því sem fyrir augu ber. Hún á því vafalítið eftir að stela senunni um helgina í miðbæ Reykjavíkur. Brynjar gerir engu að síður heiðarlega tilraun til að útskýra hvað áðurnefndur Emulator er. „Ég nota DJ-forrit sem heitir Traktor og er eitt það öflugasta í þessum bransa. Emulator-inn breytir skjánum í þessa græju og þannig verður allt sem ég þarf að nota sýnilegt öðrum á þessum skjá," útskýrir Brynjar Már. „Ofan á allt get ég verið á Facebook, skrifað á skjáinn og fólkið sem er að dansa getur séð hvaða lög þú ert að fara að spila," bætir Brynjar við og telur að þetta tæki eigi eftir að breyta allri DJ-mennsku. „Hún verður sýnilegri og færir hana nær fólkinu. Hlutverk plötusnúðarins verður miklu meira en bara að ýta á „spila"." Brynjar segist sjálfur ekki geta beðið eftir því að sjá hvernig þetta eigi eftir að koma út. „Fyrir utan alla kostina þá er tækið náttúrlega gríðarlega töff, skjárinn er 47 tommu og þegar fólk sá mynd af því þá varð allt tryllt." Það má því búast við mikilli stemningu á föstudagskvöldið þegar Brynjar tryllir lýðinn með nýja tækinu… eins og honum einum er lagið. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“