Sumarið í Reykjavík kemur út á bók 27. september 2011 12:30 Teiknaði sumariðRán Flygenring teiknaði sumarið í miðborg Reykjavíkur. Bók með myndunum er nú væntanleg. Fréttablaðið/valli Mynd frá hirðteiknara Reykjavíkur. Rán Flygenring „Þetta var alveg ógeðslega gaman. Æðislegt,“ segir Rán Flygenring, hirðteiknari Reykjavíkurborgar síðasta sumar. Rán vakti talsverða athygli í miðborg Reykjavíkur í sumar, þar sem hún teiknaði það sem fyrir augu bar og birti á bloggi sínu. Rán hélt á dögunum sýningu á myndunum og þann sjötta október kemur út bók með völdum myndum. Rán starfaði á vegum Hins hússins og Félag íslenskra teiknara gefur bókina út. „Þetta voru svona 180 myndir – teikningar og skissur. Þær fóru eiginlega allar á sýninguna. En í bókina valdi ég bestu myndirnar og skrifa aðeins um þær,“ segir Rán. Rán bendir á að það sé ennþá hægt að skoða myndirnar á blogginu: hirdteiknari.tumblr.com og að þess vegna hafi hana langað til að skrifa texta við myndirnar í bókinni og segja söguna á bak við hverja mynd. Myndirnar eru af öllu mögulegu, frá konu að renna á bananahýði til feðga að gefa öndunum brauð. Þær eiga þó flestar sameiginlegt að sögusviðið er miðborg Reykjavíkur. Rán segir fólk hafa tekið því misjafnlega þegar það tók eftir að hún var að teikna það. „Sumu fólki fannst mjög skemmtilegt að finna og sjá að ég var að teikna það en sumir settu á sig varalit og fóru að laga sig til. Eins og ég væri að taka af þeim ljósmynd,“ segir Rán í léttum dúr. - afb Lífið Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Lífið Fleiri fréttir Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Sjá meira
Mynd frá hirðteiknara Reykjavíkur. Rán Flygenring „Þetta var alveg ógeðslega gaman. Æðislegt,“ segir Rán Flygenring, hirðteiknari Reykjavíkurborgar síðasta sumar. Rán vakti talsverða athygli í miðborg Reykjavíkur í sumar, þar sem hún teiknaði það sem fyrir augu bar og birti á bloggi sínu. Rán hélt á dögunum sýningu á myndunum og þann sjötta október kemur út bók með völdum myndum. Rán starfaði á vegum Hins hússins og Félag íslenskra teiknara gefur bókina út. „Þetta voru svona 180 myndir – teikningar og skissur. Þær fóru eiginlega allar á sýninguna. En í bókina valdi ég bestu myndirnar og skrifa aðeins um þær,“ segir Rán. Rán bendir á að það sé ennþá hægt að skoða myndirnar á blogginu: hirdteiknari.tumblr.com og að þess vegna hafi hana langað til að skrifa texta við myndirnar í bókinni og segja söguna á bak við hverja mynd. Myndirnar eru af öllu mögulegu, frá konu að renna á bananahýði til feðga að gefa öndunum brauð. Þær eiga þó flestar sameiginlegt að sögusviðið er miðborg Reykjavíkur. Rán segir fólk hafa tekið því misjafnlega þegar það tók eftir að hún var að teikna það. „Sumu fólki fannst mjög skemmtilegt að finna og sjá að ég var að teikna það en sumir settu á sig varalit og fóru að laga sig til. Eins og ég væri að taka af þeim ljósmynd,“ segir Rán í léttum dúr. - afb
Lífið Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Lífið Fleiri fréttir Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Sjá meira