Launamunur kynja eykst meira hjá hinu opinbera 17. september 2011 06:30 Starfsmenn reykjavíkurborgar Meðalstarfsaldur starfsmanna borgarinnar er 12,4 ár og meðallaun eru rúm 335 þúsund á mánuði.fréttablaðið/vilhelm Stefán Einar Stefánsson Óútskýrður launamunur kynjanna hefur aukist úr 9,1 prósenti í 13,2 á milli ára meðal félagsmanna SFR. Á sama tíma jókst óútskýrður launamunur hjá VR, stærsta stéttarfélagi landsins, úr 10,1 prósenti í 10,6 prósent. Fram kemur í nýrri umfangsmikilli launakönnun stéttarfélaganna SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar að launabil á milli hins opinbera og almenns vinnumarkaðar hefur aukist á milli ára, að teknu tilliti til kyns, aldurs, starfsstétta og annars. Nemur munurinn nú um tuttugu prósentum. Heildarlaun hjá félagsmönnum VR, sem starfa á almennum vinnumarkaði, hækkuðu um 4,5 prósent á milli ára, en um eitt prósent hjá félagsmönnum SFR. Í krónum talið er launamunurinn nú að meðaltali 112 þúsund krónur á mánuði. Enn fremur kemur fram í könnuninni að yfir sextíu prósent félagsmanna SFR séu óánægð með laun sín og dregur úr henni þriðja árið í röð. Konur mælast óánægðari en karlar. VR kynnti nýlega launakönnun sína í gær og þar kom fram að óútskýrður launamunur karla og kvenna hefði ekki minnkað hjá félagsmönnum síðustu þrjú ár. „Félagið hefur tekið marga slagi um þetta mál og sem betur fer hefur ýmislegt unnist í þeim efnum. Þó er ljóst að við virðumst ekki hafa náð að halda þeirri þróun áfram sem þó var komin á nokkurt skrið um miðjan síðasta áratug,“ sagði Stefán Einar Stefánsson, formaður VR, á fundi með fjölmiðlafólki í gær. Hann sagði viðhorfsbreytingu þurfa í samfélaginu til að útrýma þessu óréttlæti. Þar kynnti hann herferð sem VR ætlar að hefja í næstu viku með það að markmiði að útrýma kynbundnum launamun. Stefán benti á að frá árinu 2001 til ársins 2009 hefði kynbundinn launamunur lækkað úr 13,8 prósentum í 10,1 prósent. Á síðustu þremur árum hefði hins vegar enginn árangur náðst í að útrýma þessum mun. VR ætlar vegna þessa að skora á fyrirtækin í landinu að útrýma launamuninum. Þá verða fyrirtæki hvött til að veita konum tíu prósenta afslátt af vörum og þjónustu dagana 20. til 26. september næstkomandi til að leiðrétta með táknrænum hætti launamismuninn og vekja um leið athygli á honum. sunna@frettabladid.is brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Sjá meira
Stefán Einar Stefánsson Óútskýrður launamunur kynjanna hefur aukist úr 9,1 prósenti í 13,2 á milli ára meðal félagsmanna SFR. Á sama tíma jókst óútskýrður launamunur hjá VR, stærsta stéttarfélagi landsins, úr 10,1 prósenti í 10,6 prósent. Fram kemur í nýrri umfangsmikilli launakönnun stéttarfélaganna SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar að launabil á milli hins opinbera og almenns vinnumarkaðar hefur aukist á milli ára, að teknu tilliti til kyns, aldurs, starfsstétta og annars. Nemur munurinn nú um tuttugu prósentum. Heildarlaun hjá félagsmönnum VR, sem starfa á almennum vinnumarkaði, hækkuðu um 4,5 prósent á milli ára, en um eitt prósent hjá félagsmönnum SFR. Í krónum talið er launamunurinn nú að meðaltali 112 þúsund krónur á mánuði. Enn fremur kemur fram í könnuninni að yfir sextíu prósent félagsmanna SFR séu óánægð með laun sín og dregur úr henni þriðja árið í röð. Konur mælast óánægðari en karlar. VR kynnti nýlega launakönnun sína í gær og þar kom fram að óútskýrður launamunur karla og kvenna hefði ekki minnkað hjá félagsmönnum síðustu þrjú ár. „Félagið hefur tekið marga slagi um þetta mál og sem betur fer hefur ýmislegt unnist í þeim efnum. Þó er ljóst að við virðumst ekki hafa náð að halda þeirri þróun áfram sem þó var komin á nokkurt skrið um miðjan síðasta áratug,“ sagði Stefán Einar Stefánsson, formaður VR, á fundi með fjölmiðlafólki í gær. Hann sagði viðhorfsbreytingu þurfa í samfélaginu til að útrýma þessu óréttlæti. Þar kynnti hann herferð sem VR ætlar að hefja í næstu viku með það að markmiði að útrýma kynbundnum launamun. Stefán benti á að frá árinu 2001 til ársins 2009 hefði kynbundinn launamunur lækkað úr 13,8 prósentum í 10,1 prósent. Á síðustu þremur árum hefði hins vegar enginn árangur náðst í að útrýma þessum mun. VR ætlar vegna þessa að skora á fyrirtækin í landinu að útrýma launamuninum. Þá verða fyrirtæki hvött til að veita konum tíu prósenta afslátt af vörum og þjónustu dagana 20. til 26. september næstkomandi til að leiðrétta með táknrænum hætti launamismuninn og vekja um leið athygli á honum. sunna@frettabladid.is brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði