Ásgeir Kolbeins skoðar kaup á Dubliner 15. september 2011 11:00 Ásgeir Kolbeinsson hyggst færa út kvíarnar og skoðar kaup á The Dubliner. Hann og Styrmir Þór Bragason athafnamaður hafa stofnað hlutafélagið Gulleyjuna í kringum rekstur nýs veitingastaðar.Fréttablaðið/Vilhelm Ásgeir Kolbeinsson hyggst kaupa veitingastað í hjarta miðborgarinnar í samstarfi við athafnamanninum Styrmi Þór Bragason. Þetta verður þá annar staðurinn sem þeir eiga, en þeir félagar eiga og reka veitinga- og skemmtistaðinn Austur við Austurstræti 7. Ásgeir og Styrmir Þór hafa stofnað hlutafélagið Gulleyjuna um rekstur veitingastaðarins. Ásgeir staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið en vildi ekki tjá sig um hvaða staður það væri sem hann og Styrmir væru að kaupa. „Þetta er allt á mjög viðkvæmu stigi og við erum ekki búnir að ákveða í hvaða formi þetta verður,“ segir Ásgeir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru nokkrir skemmtistaðir til sölu í miðborg Reykjavíkur og einn af þeim stöðum sem Ásgeir og Styrmir renna hýru augu til er The Dubliner í Hafnarstræti. Ásgeir staðfesti að staðurinn væri einn af þeim stöðum sem þeir væru að skoða. Ásgeir vill samt ekki meina að hann standi fyrir einhverri heimsyfirráðastefnu í miðborginni. „Maður má aldrei verða of stór í þessum bransa, þá er hætt við því að maður missi fókusinn. En það er vissulega gaman þegar góð tækifæri gefast.“ Ásgeir sagði þá félaga ekki vera búna að setja sér nein tímamörk en hann telur að málið gæti skýrst á næsta eina og hálfa mánuðinum.- fgg Lífið Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hörkuhasar þó persónusköpun skorti Gagnrýni Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Sjá meira
Ásgeir Kolbeinsson hyggst kaupa veitingastað í hjarta miðborgarinnar í samstarfi við athafnamanninum Styrmi Þór Bragason. Þetta verður þá annar staðurinn sem þeir eiga, en þeir félagar eiga og reka veitinga- og skemmtistaðinn Austur við Austurstræti 7. Ásgeir og Styrmir Þór hafa stofnað hlutafélagið Gulleyjuna um rekstur veitingastaðarins. Ásgeir staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið en vildi ekki tjá sig um hvaða staður það væri sem hann og Styrmir væru að kaupa. „Þetta er allt á mjög viðkvæmu stigi og við erum ekki búnir að ákveða í hvaða formi þetta verður,“ segir Ásgeir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru nokkrir skemmtistaðir til sölu í miðborg Reykjavíkur og einn af þeim stöðum sem Ásgeir og Styrmir renna hýru augu til er The Dubliner í Hafnarstræti. Ásgeir staðfesti að staðurinn væri einn af þeim stöðum sem þeir væru að skoða. Ásgeir vill samt ekki meina að hann standi fyrir einhverri heimsyfirráðastefnu í miðborginni. „Maður má aldrei verða of stór í þessum bransa, þá er hætt við því að maður missi fókusinn. En það er vissulega gaman þegar góð tækifæri gefast.“ Ásgeir sagði þá félaga ekki vera búna að setja sér nein tímamörk en hann telur að málið gæti skýrst á næsta eina og hálfa mánuðinum.- fgg
Lífið Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hörkuhasar þó persónusköpun skorti Gagnrýni Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Sjá meira