Hjólið bilar síður ef því er haldið nógu vel við 15. september 2011 05:45 Mikilvægt er að hafa keðjuna alltaf hreina og vel smurða. Reiðhjól bila stundum vegna þess að þeim er ekki haldið nógu vel við, sérstaklega að vetrinum þegar slabb og salt er á götunum. Þess vegna er mikilvægt að huga vel að reiðhjólunum ef fara á á þeim daglega í og úr vinnu. Eitt mikilvægra atriða við að halda reiðhjólum við er að hafa keðjuna alltaf hreina og vel smurða og jafnframt vel spennta. Hætta er á að keðjan detti af ef hún er ekki nógu vel spennt. Hægt er að nota klút og gamlan tannbursta til þess að hreinsa keðjuna. Best er að nota þar til gert efni við þrifin á keðjunni en þó ekki það sterk að þau fjarlægi einnig þá olíu sem þarf að vera á henni, eins og bent er á á neytendasíðum nokkurra danskra vefmiðla. Athuga þarf reglulega að bremsur, lás, endurskinsmerki, ljós og dekk séu í lagi. Í dekkjunum þarf alltaf að vera mátulega mikið loft. Skoða þarf dekkin reglulega til þess að kanna hvort einhverjir aðskotahlutir hafi sest að í mynstrinu. Glerbrot, oddhvassir smásteinar og þyrnar eiga oft sök á því að dekk springur. Ef hjólað hefur verið úti í slabbi þarf að þvo reiðhjólið og helst um leið og komið er heim. Ekki á að þvo hjólið með háþrýstidælu því þá getur sandur og önnur óhreinindi farið inn í legur og sest þar að. Hafi menn bílskúrsslöngu er gott að sprauta hjólið með henni. Annars er hægt að hella vatni úr fötu yfir hjólið. Ryð getur myndast sé viðhald reiðhjólsins ekki nægjanlegt. Ryðið getur einnig smitast yfir á ryðfría fleti en af þeim er almennt auðvelt að fjarlægja það. Sé hjólið bónað með bílabóni verða þrifin miklu auðveldari auk þess sem bónið hlífir lakkinu á hjólinu. Ástand gíra þarf að skoða reglulega. Áður en fer að frysta er gott að smyrja kaplana sérstaklega með efni sem hlífir þeim við frosti. Tvisvar á ári ætti að láta fagmann hreinsa reiðhjólið vandlega ef menn telja að þeim hafi ekki tekist það nógu vel sjálfum. Ekki má gleyma að setja á sig hjálm áður en farið er út að hjóla og bjöllu á hjólið til þess að láta þá sem eru fyrir framan vita að hjólreiðamaður sé á ferð. Heyri gangandi vegfarendur ekki í hjólinu og stígi óvænt eitt skref til hliðar getur orðið stórslys. Það er ekki alltaf nóg að blístra til þess að láta vita af sér. Á vefsíðu Landssamtaka hjólreiðamanna, www.lhm.is, er eindregið mælt með því að nagladekk séu sett undir hjólin á höfuðborgarsvæðinu þar sem oft er hálka á stígunum. Fréttir Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Reiðhjól bila stundum vegna þess að þeim er ekki haldið nógu vel við, sérstaklega að vetrinum þegar slabb og salt er á götunum. Þess vegna er mikilvægt að huga vel að reiðhjólunum ef fara á á þeim daglega í og úr vinnu. Eitt mikilvægra atriða við að halda reiðhjólum við er að hafa keðjuna alltaf hreina og vel smurða og jafnframt vel spennta. Hætta er á að keðjan detti af ef hún er ekki nógu vel spennt. Hægt er að nota klút og gamlan tannbursta til þess að hreinsa keðjuna. Best er að nota þar til gert efni við þrifin á keðjunni en þó ekki það sterk að þau fjarlægi einnig þá olíu sem þarf að vera á henni, eins og bent er á á neytendasíðum nokkurra danskra vefmiðla. Athuga þarf reglulega að bremsur, lás, endurskinsmerki, ljós og dekk séu í lagi. Í dekkjunum þarf alltaf að vera mátulega mikið loft. Skoða þarf dekkin reglulega til þess að kanna hvort einhverjir aðskotahlutir hafi sest að í mynstrinu. Glerbrot, oddhvassir smásteinar og þyrnar eiga oft sök á því að dekk springur. Ef hjólað hefur verið úti í slabbi þarf að þvo reiðhjólið og helst um leið og komið er heim. Ekki á að þvo hjólið með háþrýstidælu því þá getur sandur og önnur óhreinindi farið inn í legur og sest þar að. Hafi menn bílskúrsslöngu er gott að sprauta hjólið með henni. Annars er hægt að hella vatni úr fötu yfir hjólið. Ryð getur myndast sé viðhald reiðhjólsins ekki nægjanlegt. Ryðið getur einnig smitast yfir á ryðfría fleti en af þeim er almennt auðvelt að fjarlægja það. Sé hjólið bónað með bílabóni verða þrifin miklu auðveldari auk þess sem bónið hlífir lakkinu á hjólinu. Ástand gíra þarf að skoða reglulega. Áður en fer að frysta er gott að smyrja kaplana sérstaklega með efni sem hlífir þeim við frosti. Tvisvar á ári ætti að láta fagmann hreinsa reiðhjólið vandlega ef menn telja að þeim hafi ekki tekist það nógu vel sjálfum. Ekki má gleyma að setja á sig hjálm áður en farið er út að hjóla og bjöllu á hjólið til þess að láta þá sem eru fyrir framan vita að hjólreiðamaður sé á ferð. Heyri gangandi vegfarendur ekki í hjólinu og stígi óvænt eitt skref til hliðar getur orðið stórslys. Það er ekki alltaf nóg að blístra til þess að láta vita af sér. Á vefsíðu Landssamtaka hjólreiðamanna, www.lhm.is, er eindregið mælt með því að nagladekk séu sett undir hjólin á höfuðborgarsvæðinu þar sem oft er hálka á stígunum.
Fréttir Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent