Enginn skortur á stuðningi hjá fyrirliða Stjörnunnar 2. september 2011 16:00 Samheldin systkini Frá vinstri séð: Urður (19) sem heldur á Sigurði Tuma (8) og Gunnhildur (23) situr fyrir miðju með Elfi Fríðu (3). Ilmur (15) heldur á Sæmundi Tóka (6) og loks situr Þórunn á gólfinu fyrir framan. Á myndina vantar elsta bróðurinn, Tind.Fréttablaðið/Stefán „Það geta oft verið mikil læti en maður tekur ekki eftir því. Það er kannski einna helst þegar fólk kemur í heimsókn að einhver hefur orð á þessu,“ segir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, hinn 23 ára gamli fyrirliði Íslandsmeistaraliðs Stjörnunnar í knattspyrnu. Stjarnan, með Gunnhildi í broddi fylkingar, rauf loks áralanga einokun og áskrift Vals að Íslandsmeistaratitlinum í kvennaknattspyrnu þegar liðið lagði Aftureldingu á þriðjudaginn. Og það er kannski engin tilviljun að Gunnhildur skuli bera fyrirliðabandið því heima fyrir þarf hún að kljást við nánast heilt fótboltalið af systkinum. Þau eru allt í allt átta; einn eldri bróðir, fjórar yngri systur og tveir litlir bræður. „Það hefur aldrei vantað barnapíur á heimilið og við höfum yfirleitt hjálpast að. Við höfum samt alltaf verið mjög sjálfstæð og getað bjargað okkur sjálf.“ Og fjölskyldan í Garðabænum er eins ólík og meðlimirnir eru margir, knattspyrnugenið hefur til að mynda ekki ratað í alla. „Urður, sem er nítján, hefur aldrei haft neinn áhuga á íþróttum en bæði Ilmur, fimmtán ára, og Þórunn, fjórtán ára, æfa. Yngri bræður mínir, Sæmundur og Sigurður Tumi, eru hins vegar ekkert fyrir fótbolta, þeir elska að lesa og læra. Þeir eru samt stoltir af stóru systur sinni.“ Það vantaði hins vegar ekkert upp á mætinguna á þriðjudaginn þegar öll fjölskyldan mætti til að hvetja lið Stjörnunnar áfram og Gunnhildur viðurkennir að það hafi verið frábær stund. „Ég hef æft síðan ég var átta ára og það var frábært að upplifa það að Stjarnan skyldi vera orðin eitt af bestu liðum landsins.“ Gunnhildur, sem á kærastann Ólaf Arnar, efast hins vegar um að hún eigi sjálf eftir að eignast jafn mörg börn og foreldrar sínir. „Nei, ég held að besta forvörnin gegn því að eignast mörg börn sé að eiga mörg systkini,“ segir hún og hlær. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
„Það geta oft verið mikil læti en maður tekur ekki eftir því. Það er kannski einna helst þegar fólk kemur í heimsókn að einhver hefur orð á þessu,“ segir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, hinn 23 ára gamli fyrirliði Íslandsmeistaraliðs Stjörnunnar í knattspyrnu. Stjarnan, með Gunnhildi í broddi fylkingar, rauf loks áralanga einokun og áskrift Vals að Íslandsmeistaratitlinum í kvennaknattspyrnu þegar liðið lagði Aftureldingu á þriðjudaginn. Og það er kannski engin tilviljun að Gunnhildur skuli bera fyrirliðabandið því heima fyrir þarf hún að kljást við nánast heilt fótboltalið af systkinum. Þau eru allt í allt átta; einn eldri bróðir, fjórar yngri systur og tveir litlir bræður. „Það hefur aldrei vantað barnapíur á heimilið og við höfum yfirleitt hjálpast að. Við höfum samt alltaf verið mjög sjálfstæð og getað bjargað okkur sjálf.“ Og fjölskyldan í Garðabænum er eins ólík og meðlimirnir eru margir, knattspyrnugenið hefur til að mynda ekki ratað í alla. „Urður, sem er nítján, hefur aldrei haft neinn áhuga á íþróttum en bæði Ilmur, fimmtán ára, og Þórunn, fjórtán ára, æfa. Yngri bræður mínir, Sæmundur og Sigurður Tumi, eru hins vegar ekkert fyrir fótbolta, þeir elska að lesa og læra. Þeir eru samt stoltir af stóru systur sinni.“ Það vantaði hins vegar ekkert upp á mætinguna á þriðjudaginn þegar öll fjölskyldan mætti til að hvetja lið Stjörnunnar áfram og Gunnhildur viðurkennir að það hafi verið frábær stund. „Ég hef æft síðan ég var átta ára og það var frábært að upplifa það að Stjarnan skyldi vera orðin eitt af bestu liðum landsins.“ Gunnhildur, sem á kærastann Ólaf Arnar, efast hins vegar um að hún eigi sjálf eftir að eignast jafn mörg börn og foreldrar sínir. „Nei, ég held að besta forvörnin gegn því að eignast mörg börn sé að eiga mörg systkini,“ segir hún og hlær. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira