Verður aldrei FM-afinn 29. ágúst 2011 09:00 Er ekki að fara Svali hefur verið að í tuttugu ár sem útvarpsmaður, þar af nítján ár á FM 957. Hann segir ekkert fararsnið vera á sér þótt hann ætli ekki að enda sem FM-afinn. Svali var eitt ár á Rás 2 þar sem málfarsráðunautur RÚV fylgdist grannt með því hvort hann notaði nokkuð orðið „hæ“ og „bæ“. Hér er Svali með þeim Jóni Gústafssyni, Lísu Pálsdóttur, Fjalari Sigurðssyni og Hermanni Gunnarssyni.Fréttablaðið/Anton „Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegur tími. Og ég sé ekki fram á að hætta þessu á næstunni,“ segir útvarpsmaðurinn Sigvaldi Kaldalóns, betur þekktur sem Svali á FM 957. Í gær fagnaði Svali merkum tímamótum í sínu lífi því þá voru liðin tuttugu ár frá því að hann fór að vinna fyrir sér sem útvarpsmaður þrátt fyrir að hafa orðið aðeins 37 ára í apríl á þessu ári. Af þessum tuttugu árum hefur hann verið nítján ár á FM 957. „Ég byrjaði mjög ungur að vinna við útvarp en besti dagurinn í útvarpsmennskunni var án nokkurs vafa þegar ég fékk símtalið frá þáverandi eiganda FM og hann tilkynnti mér að ég hefði fengið starfið.“ Um það leyti sem Svali var að hefja störf á öldum ljósvakans var starfsumhverfi útvarpsstöðva mjög erfitt og Svali eyddi því einu ári á Rás 2. „Það var mjög lærdómsríkur tími. Ég fékk meðal annars að stjórna landafræði-spurningaþætti og var undir smásjánni hjá málfarsráðunaut RÚV. Ég mátti til að mynda ekki segja „hæ“ og „bæ“ heldur varð að segja „halló“ og „bless“,“ rifjar Svali upp. Svali gerir sér fyllilega grein fyrir því að hann sé ekki að verða neitt yngri. Og þrátt fyrir að það væri ekki neitt fararsnið á honum núna þá reiknaði hann ekki með vera tuttugu ár í viðbót og enda sem FM-afinn. „En ég verð pottþétt í fjölmiðlum áfram. Maður hefur auðvitað stundum velt því fyrir sér að hætta og gera eitthvað annað en þegar maður hefur verið smitaður af fjölmiðlabakteríunni þá er mjög erfitt að standa upp og segja skilið við þetta starf.“ FM 957 hefur alltaf notið mikilla vinsælda hjá ungu kynslóðinni og hefur lagt sig fram við að spila vinsælustu tónlistina hverju sinni. En útvarpsstöðin hefur síður en svo verið allra og Svali segir hana hafa orðið fyrir mjög miklum fordómum. „Sum gagnrýnin hefur alveg átt rétt á sér en annað ekki. Við höfum bara alltaf haft gaman af því að vera til og lifa fyrir daginn í dag.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
„Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegur tími. Og ég sé ekki fram á að hætta þessu á næstunni,“ segir útvarpsmaðurinn Sigvaldi Kaldalóns, betur þekktur sem Svali á FM 957. Í gær fagnaði Svali merkum tímamótum í sínu lífi því þá voru liðin tuttugu ár frá því að hann fór að vinna fyrir sér sem útvarpsmaður þrátt fyrir að hafa orðið aðeins 37 ára í apríl á þessu ári. Af þessum tuttugu árum hefur hann verið nítján ár á FM 957. „Ég byrjaði mjög ungur að vinna við útvarp en besti dagurinn í útvarpsmennskunni var án nokkurs vafa þegar ég fékk símtalið frá þáverandi eiganda FM og hann tilkynnti mér að ég hefði fengið starfið.“ Um það leyti sem Svali var að hefja störf á öldum ljósvakans var starfsumhverfi útvarpsstöðva mjög erfitt og Svali eyddi því einu ári á Rás 2. „Það var mjög lærdómsríkur tími. Ég fékk meðal annars að stjórna landafræði-spurningaþætti og var undir smásjánni hjá málfarsráðunaut RÚV. Ég mátti til að mynda ekki segja „hæ“ og „bæ“ heldur varð að segja „halló“ og „bless“,“ rifjar Svali upp. Svali gerir sér fyllilega grein fyrir því að hann sé ekki að verða neitt yngri. Og þrátt fyrir að það væri ekki neitt fararsnið á honum núna þá reiknaði hann ekki með vera tuttugu ár í viðbót og enda sem FM-afinn. „En ég verð pottþétt í fjölmiðlum áfram. Maður hefur auðvitað stundum velt því fyrir sér að hætta og gera eitthvað annað en þegar maður hefur verið smitaður af fjölmiðlabakteríunni þá er mjög erfitt að standa upp og segja skilið við þetta starf.“ FM 957 hefur alltaf notið mikilla vinsælda hjá ungu kynslóðinni og hefur lagt sig fram við að spila vinsælustu tónlistina hverju sinni. En útvarpsstöðin hefur síður en svo verið allra og Svali segir hana hafa orðið fyrir mjög miklum fordómum. „Sum gagnrýnin hefur alveg átt rétt á sér en annað ekki. Við höfum bara alltaf haft gaman af því að vera til og lifa fyrir daginn í dag.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“