Erfitt að selja sig 26. ágúst 2011 14:00 Morgan Spurlock segir það erfitt að vera einstæður pabbi í þessum bransa, hann þurfi að verja löngum stundum frá syni sínum en hann reyni að hafa sem mest samband við hann gegnum Skype.Fréttablaðið/Stefán fréttablaðið/stefán Morgan Spurlock er eilítið sér á báti í bandarískri heimildarmyndagerð. Hann sló fyrst í gegn með Super Size Me og hefur síðan þá verið einn vinsælasti heimildarmyndagerðarmaður heims. Freyr Gígja Gunnarsson settist niður með honum og ræddi við hann um vöruinnsetningar í kvikmyndum og hvernig það er að vera fráskilinn. „Núna hef ég smá tíma fyrir sjálfan mig til að skoða landið,“ er meðal þess fyrsta sem Morgan Spurlock segir þegar blaðamaður hittir hann á áttundu hæð Nordica Hotel við Suðurlandsbraut. Hann heimsótti Ísland fyrir sjö árum þegar hann sýndi Super Size Me, myndina sem kom honum á kortið. Núna ætlar Spurlock að borða fisk, fara í Bláa lónið og skoða Gullfoss og Geysi. „Ég ætla ekki að láta eina steik inn fyrir mínar varir, fiskurinn hérna er frábær.“ Og þar með er Íslandskynningu viðtalsins lokið. Tjaldið fellurÞrátt fyrir alvarlegan undirtón í myndum sínum tekur Spurlock sig aldrei hátíðlega heldur nálgast viðfangsefni sín með háði og húmor. The Greatest Movie Ever Sold, sem fjallar um vöruinnsetningar í bandarísku sjónvarpi og kvikmyndum, er engin undantekning þar á. Gagnrýnin á bandaríska afþreyingu er til staðar en hún er sett fram á fyndinn hátt án þess að persónulegri skoðun Spurlocks sé þröngvað upp á áhorfandann. „Ég vil að áhorfendur myndi sér sína eigin skoðun, sumir eiga eftir að segja að þetta sé skandall og það verði að banna þetta, aðrir verða þeirrar skoðunar að vöruinnsetningar séu bara hluti af þessum iðnaði og verði alltaf.“ Hann segist sjálfur hafa orðið meðvitaðri um vöruinnsetningar eftir að hann byrjaði að vinna þessa mynd. Og hann vonast til að áhorfendur horfi á afþreyingarefni með öðrum augum nú þegar tjaldið er fallið. Hringdi í 600 fyrirtækiThe Greatest Movie Ever Sold er eingöngu fjármögnuð af fyrirtækjum og varð Spurlock því að ganga á milli fyrirtækja og selja sjálfan sig. Hann viðurkennir að það ferðalag hafi reynst honum erfiðara en hann átti von á og sest á sálina. „Það kom mér á óvart hversu erfiðlega þetta gekk. Ég hringdi í 600 fyrirtæki en það voru bara fimmtán sem vildu vera með.“ Spurlock reyndi meira að segja við McDonald‘s. „Ég hringdi margoft og skildi eftir mörg skilaboð. Ég útskýrði fyrir þeim að þetta yrði allt öðruvísi núna en þeir svöruðu mér ekki. Það gerðu hins vegar Burger King, KFC og Taco Bell. Og þau vildu alls ekki vera með.“ Kvikmyndagerðin tekur sinn tollSpurlock hefur ekki verið feiminn við að nota fjölskylduna í myndunum sínum. Í Super Size Me stóð eiginkonan hans, Alexandra Jamieson, þétt við bakið á honum og í Where in the World Is Osama Bin Laden? lék ólétta hennar stórt hlutverk. Og þetta virðist hafa tekið sinn toll því þau eru nú skilin eftir að hafa verið gift í sex ár. „Ég er einstæður pabbi og það er mjög erfitt þegar maður er í þessum bransa. Þetta ferðalag sem ég er í núna stendur yfir í þrjár vikur. Ég reyni að vera í sem mestu sambandi við strákinn minn gegnum Skype en það er erfitt að geta ekki verið með honum í svona langan tíma.“ Spurlock bendir jafnframt á þá staðreynd að hann er ekki kvikmyndastjarna sem þénar tuttugu milljónir dala á hverja mynd. „Ég verð því alltaf að vera að og fá hugmyndir.“ Comic-Con næstSpurlock er þegar farinn að leggja drög að næstu mynd, sem fjallar um hátíðina Comic-Con í San Diego, eina áhrifamestu ráðstefnu í heimi. Þangað koma 150 þúsund manns og ráða því hvaða myndir, tölvuleikir og myndasögublöð verða vinsæl næst. Þetta verður óhefðbundin Spurlock-mynd því hann verður ekki í forgrunni sjálfur. „Þeir sem þola mig ekki ættu að geta farið á þessa mynd því röddin mín heyrist ekki einu sinni. En ég er mjög spenntur fyrir henni.“ Lífið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Bólugrafinn bavíani, óþolandi asni og svalt sjarmatröll Gagnrýni „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
fréttablaðið/stefán Morgan Spurlock er eilítið sér á báti í bandarískri heimildarmyndagerð. Hann sló fyrst í gegn með Super Size Me og hefur síðan þá verið einn vinsælasti heimildarmyndagerðarmaður heims. Freyr Gígja Gunnarsson settist niður með honum og ræddi við hann um vöruinnsetningar í kvikmyndum og hvernig það er að vera fráskilinn. „Núna hef ég smá tíma fyrir sjálfan mig til að skoða landið,“ er meðal þess fyrsta sem Morgan Spurlock segir þegar blaðamaður hittir hann á áttundu hæð Nordica Hotel við Suðurlandsbraut. Hann heimsótti Ísland fyrir sjö árum þegar hann sýndi Super Size Me, myndina sem kom honum á kortið. Núna ætlar Spurlock að borða fisk, fara í Bláa lónið og skoða Gullfoss og Geysi. „Ég ætla ekki að láta eina steik inn fyrir mínar varir, fiskurinn hérna er frábær.“ Og þar með er Íslandskynningu viðtalsins lokið. Tjaldið fellurÞrátt fyrir alvarlegan undirtón í myndum sínum tekur Spurlock sig aldrei hátíðlega heldur nálgast viðfangsefni sín með háði og húmor. The Greatest Movie Ever Sold, sem fjallar um vöruinnsetningar í bandarísku sjónvarpi og kvikmyndum, er engin undantekning þar á. Gagnrýnin á bandaríska afþreyingu er til staðar en hún er sett fram á fyndinn hátt án þess að persónulegri skoðun Spurlocks sé þröngvað upp á áhorfandann. „Ég vil að áhorfendur myndi sér sína eigin skoðun, sumir eiga eftir að segja að þetta sé skandall og það verði að banna þetta, aðrir verða þeirrar skoðunar að vöruinnsetningar séu bara hluti af þessum iðnaði og verði alltaf.“ Hann segist sjálfur hafa orðið meðvitaðri um vöruinnsetningar eftir að hann byrjaði að vinna þessa mynd. Og hann vonast til að áhorfendur horfi á afþreyingarefni með öðrum augum nú þegar tjaldið er fallið. Hringdi í 600 fyrirtækiThe Greatest Movie Ever Sold er eingöngu fjármögnuð af fyrirtækjum og varð Spurlock því að ganga á milli fyrirtækja og selja sjálfan sig. Hann viðurkennir að það ferðalag hafi reynst honum erfiðara en hann átti von á og sest á sálina. „Það kom mér á óvart hversu erfiðlega þetta gekk. Ég hringdi í 600 fyrirtæki en það voru bara fimmtán sem vildu vera með.“ Spurlock reyndi meira að segja við McDonald‘s. „Ég hringdi margoft og skildi eftir mörg skilaboð. Ég útskýrði fyrir þeim að þetta yrði allt öðruvísi núna en þeir svöruðu mér ekki. Það gerðu hins vegar Burger King, KFC og Taco Bell. Og þau vildu alls ekki vera með.“ Kvikmyndagerðin tekur sinn tollSpurlock hefur ekki verið feiminn við að nota fjölskylduna í myndunum sínum. Í Super Size Me stóð eiginkonan hans, Alexandra Jamieson, þétt við bakið á honum og í Where in the World Is Osama Bin Laden? lék ólétta hennar stórt hlutverk. Og þetta virðist hafa tekið sinn toll því þau eru nú skilin eftir að hafa verið gift í sex ár. „Ég er einstæður pabbi og það er mjög erfitt þegar maður er í þessum bransa. Þetta ferðalag sem ég er í núna stendur yfir í þrjár vikur. Ég reyni að vera í sem mestu sambandi við strákinn minn gegnum Skype en það er erfitt að geta ekki verið með honum í svona langan tíma.“ Spurlock bendir jafnframt á þá staðreynd að hann er ekki kvikmyndastjarna sem þénar tuttugu milljónir dala á hverja mynd. „Ég verð því alltaf að vera að og fá hugmyndir.“ Comic-Con næstSpurlock er þegar farinn að leggja drög að næstu mynd, sem fjallar um hátíðina Comic-Con í San Diego, eina áhrifamestu ráðstefnu í heimi. Þangað koma 150 þúsund manns og ráða því hvaða myndir, tölvuleikir og myndasögublöð verða vinsæl næst. Þetta verður óhefðbundin Spurlock-mynd því hann verður ekki í forgrunni sjálfur. „Þeir sem þola mig ekki ættu að geta farið á þessa mynd því röddin mín heyrist ekki einu sinni. En ég er mjög spenntur fyrir henni.“
Lífið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Bólugrafinn bavíani, óþolandi asni og svalt sjarmatröll Gagnrýni „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“