Evrópumál kljúfa fólk frá Framsóknarflokki 23. ágúst 2011 03:00 á útleið Guðmundur Steingrímsson mun segja sig úr Framsóknarflokknum í dag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun stofnun nýs stjórnmálaafls vera til skoðunar.fréttablaðið/gva siv friðleifsdóttir Guðmundur Steingrímsson alþingismaður segir sig úr Framsóknarflokknum í dag. „Flokkurinn fór smám saman í aðra átt en ég gat farið í. Það er ágreiningur í Evrópumálum en hann endurspeglar líka ágreining um grundvallaratriði í pólitík,“ segir Guðmundur, sem vill að staðið verði af ábyrgð við það ferli sem aðildarviðræður að Evrópusambandinu séu í. Hann nefnir einnig ólík sjónarmið um stjórnlagaráð og markaðs- og nútímavæðingu atvinnulífsins, orkumál og landbúnað. Guðmundur afhendir í dag Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, úrsagnarbréf sitt. „Við áttum hreint ekki mikla málefnalega samleið. Ef maður er endalaust að tala sér þvert um geð og tala upp málstað sem maður styður ekki er maður óheiðarlegur og óeinlægur í pólitík,“ segir Guðmundur, sem kveður „íhaldsarminn“ í Framsóknarflokknum og „þjóðernisíhaldssemi“ hafa náð yfirhöndinni yfir þeim sem séu frjálslyndir. „Galdurinn við að stjórna Framsóknarflokknum hefur verið sá að geta talað við báða hópana,“ segir Guðmundur, sem kveðst ætla að vinna að stofnun nýs stjórnmálaflokks. Honum líki ekki sú alhæfinga- og ásakanapólitík sem einkenni núverandi flokka. „Mig langar virkilega til að láta á það reyna hvort það er ekki fólk sem er til í að sjá frjálslyndan, víðsýnan, Evrópusinnaðan og grænan miðjuflokk.“ Sigmundur Davíð lagði til í grein í Morgunblaðinu í síðustu viku að viðræðurnar við Evrópusambandið yrðu lagðar til hliðar. Sú grein kallaði á úrsögn nokkurra framámanna í flokknum. Fleiri eru að yfirgefa Framsóknarflokkinn. Meðal þeirra er Einar Skúlason, fyrsti varaþingmaður flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, sem gekk úr flokknum í gær. Bjarni Benediktsson, kosningastjóri Guðmundar í síðustu alþingiskosningum, mun einnig á leið úr flokknum. Ekki er vitað að nokkur annar þingmaður hyggist fylgja Guðmundi úr flokknum. Siv Friðleifsdóttir þingmaður greiddi atkvæði með aðildarviðræðunum, ásamt Guðmundi og Birki Jóni Jónssyni varaformanni. Hún segist ekki hafa breytt þeirri skoðun sinni að ljúka eigi aðildarviðræðum og bera niðurstöðuna undir þjóðaratkvæði. Siv segist ætla að berjast áfram fyrir framfaramálum á Alþingi. „Ég er ekki á leið úr Framsóknarflokknum,“ segir hún. gar@frettabladid.is, kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sjá meira
siv friðleifsdóttir Guðmundur Steingrímsson alþingismaður segir sig úr Framsóknarflokknum í dag. „Flokkurinn fór smám saman í aðra átt en ég gat farið í. Það er ágreiningur í Evrópumálum en hann endurspeglar líka ágreining um grundvallaratriði í pólitík,“ segir Guðmundur, sem vill að staðið verði af ábyrgð við það ferli sem aðildarviðræður að Evrópusambandinu séu í. Hann nefnir einnig ólík sjónarmið um stjórnlagaráð og markaðs- og nútímavæðingu atvinnulífsins, orkumál og landbúnað. Guðmundur afhendir í dag Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, úrsagnarbréf sitt. „Við áttum hreint ekki mikla málefnalega samleið. Ef maður er endalaust að tala sér þvert um geð og tala upp málstað sem maður styður ekki er maður óheiðarlegur og óeinlægur í pólitík,“ segir Guðmundur, sem kveður „íhaldsarminn“ í Framsóknarflokknum og „þjóðernisíhaldssemi“ hafa náð yfirhöndinni yfir þeim sem séu frjálslyndir. „Galdurinn við að stjórna Framsóknarflokknum hefur verið sá að geta talað við báða hópana,“ segir Guðmundur, sem kveðst ætla að vinna að stofnun nýs stjórnmálaflokks. Honum líki ekki sú alhæfinga- og ásakanapólitík sem einkenni núverandi flokka. „Mig langar virkilega til að láta á það reyna hvort það er ekki fólk sem er til í að sjá frjálslyndan, víðsýnan, Evrópusinnaðan og grænan miðjuflokk.“ Sigmundur Davíð lagði til í grein í Morgunblaðinu í síðustu viku að viðræðurnar við Evrópusambandið yrðu lagðar til hliðar. Sú grein kallaði á úrsögn nokkurra framámanna í flokknum. Fleiri eru að yfirgefa Framsóknarflokkinn. Meðal þeirra er Einar Skúlason, fyrsti varaþingmaður flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, sem gekk úr flokknum í gær. Bjarni Benediktsson, kosningastjóri Guðmundar í síðustu alþingiskosningum, mun einnig á leið úr flokknum. Ekki er vitað að nokkur annar þingmaður hyggist fylgja Guðmundi úr flokknum. Siv Friðleifsdóttir þingmaður greiddi atkvæði með aðildarviðræðunum, ásamt Guðmundi og Birki Jóni Jónssyni varaformanni. Hún segist ekki hafa breytt þeirri skoðun sinni að ljúka eigi aðildarviðræðum og bera niðurstöðuna undir þjóðaratkvæði. Siv segist ætla að berjast áfram fyrir framfaramálum á Alþingi. „Ég er ekki á leið úr Framsóknarflokknum,“ segir hún. gar@frettabladid.is, kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent