Ég er langelstur og finn dálítið fyrir því núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2011 07:00 Bjarni Guðjónsson. Mynd/Vilhelm Bjarni Guðjónsson harkaði af sér nárameiðsli og leiddi sína menn til 4-1 sigurs á föður sínum Guðjóni Þórðarsyni og lærisveinum hans í BÍ/Bolungarvík í undanúrslitaleik Valitor-bikarsins á Ísafirði á sunndaginn. KR-ingar voru að komast í bikarúrslitaleikinn annað árið í röð og í þriðja sinn síðan Bjarni kom í KR sumarið 2008. „Þetta var rosalega erfitt. Tölurnar sýna meira sannfærandi sigur en leikurinn spilaðist í heild sinni,“ sagði Bjarni og bætti við: „Þeir voru rosalega þéttir og vel skipulagðir og gáfu nánast engin færi á sér. Þeir leyfðu okkur að hafa boltann úti á vellinum en það er rosalega erfitt ef þú ætlar að spila svoleiðis og elta hitt liðið í 90 mínútur. Við finnum það bara þegar við erum að spila í Evrópukeppninni að það er vonlaust að ætla að liggja í vörn í 90 mínútur,“ sagði Bjarni. Baldur Sigurðsson kom KR tvisvar yfir í leiknum en Gunnar Már Elíasson, fyrirliði BÍ/Bolungarvíkur, jafnaði leikinn með algjöru draumamarki í lok fyrri hálfleiksins. „Mörkin hans Baldurs voru mikilvæg og þá sérstaklega seinna markið. Þetta var orðið mjög erfitt og við vorum ekki að finna leiðir í gegnum þetta hjá þeim. Annað markið var því rosalega mikilvægt,“ sagði Bjarni, sem átti stóran þátt í báðum mörkum Baldurs. Seinna mark Baldurs kom á 80. mínútu og eftir það bættu þeir Grétar Sigfinnur Sigurðarson og Gunnar Örn Jónsson við mörkum. Bjarni gat ekki spilað Evrópuleikinn á móti Tbilisi í vikunni á undan og var tæpur fyrir leikinn fyrir vestan. „Ég fékk í nárann í upphitunni og var ekki alveg nógu góður. Ég var ekki að láta neitt vita af því og þetta er ekki neitt sem kemur til með að hamla mér á sunnudaginn. Ég vissi að ég væri í fríi í Evrópuleiknum á fimmtudaginn þannig að ég ákvað bara að keyra á þetta,“ sagði Bjarni, sem fær líka hvíld því hann fer ekki með KR-liðinu til Georgíu. „Það kemur sér mjög vel að fá smá pásu. Ég er langelstur í liðinu og ég er farinn að finna dálitið fyrir því núna eftir þessa törn sem hefur verið hjá okkur. Rúnar ákvað það að við yrðum eftir eins og það að hann ákvað það að ég spilaði ekki fyrri leikinn. Hann stjórnar þessu mjög vel, við virðum allir hans ákvarðanir og hann hefur tekið mjög góðar ákvarðanir í allt sumar,“ sagði Bjarni að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sjá meira
Bjarni Guðjónsson harkaði af sér nárameiðsli og leiddi sína menn til 4-1 sigurs á föður sínum Guðjóni Þórðarsyni og lærisveinum hans í BÍ/Bolungarvík í undanúrslitaleik Valitor-bikarsins á Ísafirði á sunndaginn. KR-ingar voru að komast í bikarúrslitaleikinn annað árið í röð og í þriðja sinn síðan Bjarni kom í KR sumarið 2008. „Þetta var rosalega erfitt. Tölurnar sýna meira sannfærandi sigur en leikurinn spilaðist í heild sinni,“ sagði Bjarni og bætti við: „Þeir voru rosalega þéttir og vel skipulagðir og gáfu nánast engin færi á sér. Þeir leyfðu okkur að hafa boltann úti á vellinum en það er rosalega erfitt ef þú ætlar að spila svoleiðis og elta hitt liðið í 90 mínútur. Við finnum það bara þegar við erum að spila í Evrópukeppninni að það er vonlaust að ætla að liggja í vörn í 90 mínútur,“ sagði Bjarni. Baldur Sigurðsson kom KR tvisvar yfir í leiknum en Gunnar Már Elíasson, fyrirliði BÍ/Bolungarvíkur, jafnaði leikinn með algjöru draumamarki í lok fyrri hálfleiksins. „Mörkin hans Baldurs voru mikilvæg og þá sérstaklega seinna markið. Þetta var orðið mjög erfitt og við vorum ekki að finna leiðir í gegnum þetta hjá þeim. Annað markið var því rosalega mikilvægt,“ sagði Bjarni, sem átti stóran þátt í báðum mörkum Baldurs. Seinna mark Baldurs kom á 80. mínútu og eftir það bættu þeir Grétar Sigfinnur Sigurðarson og Gunnar Örn Jónsson við mörkum. Bjarni gat ekki spilað Evrópuleikinn á móti Tbilisi í vikunni á undan og var tæpur fyrir leikinn fyrir vestan. „Ég fékk í nárann í upphitunni og var ekki alveg nógu góður. Ég var ekki að láta neitt vita af því og þetta er ekki neitt sem kemur til með að hamla mér á sunnudaginn. Ég vissi að ég væri í fríi í Evrópuleiknum á fimmtudaginn þannig að ég ákvað bara að keyra á þetta,“ sagði Bjarni, sem fær líka hvíld því hann fer ekki með KR-liðinu til Georgíu. „Það kemur sér mjög vel að fá smá pásu. Ég er langelstur í liðinu og ég er farinn að finna dálitið fyrir því núna eftir þessa törn sem hefur verið hjá okkur. Rúnar ákvað það að við yrðum eftir eins og það að hann ákvað það að ég spilaði ekki fyrri leikinn. Hann stjórnar þessu mjög vel, við virðum allir hans ákvarðanir og hann hefur tekið mjög góðar ákvarðanir í allt sumar,“ sagði Bjarni að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti