Barnaplata fyrir næstu jól 16. júlí 2011 15:00 í grímseyjarkirkju Friðrik Ómar og Jógvan sungu fyrir troðfullri Grímseyjarkirkju á dögunum. Þeir ætla að gefa út nýja plötu fyrir næstu jól. áritanir Þeir félagar höfðu í nógu að snúast eftir tónleikana við að árita plötuna sína. Friðrik Ómar og Jógvan ætla að gefa út barnaplötu fyrir jólin þar sem þeir syngja íslensk og færeysk lög. Þeir fengu frábærar móttökur á nýlegum tónleikum sínum í Grímsey. Félagarnir Friðrik Ómar og Jógvan Hansen eru á leið í hljóðver á næstunni til að taka upp sína aðra plötu. Þar ætla þeir að syngja íslensk og færeysk barnalög og kemur platan út fyrir jól. „Það er búið að vefjast fyrir okkur lengi hvað við ættum að gera ef við ætluðum að gera eitthvað meira. Okkur fannst að þetta gæti komið skemmtilega út,“ segir Friðrik Ómar. „Það eru til mörg barnalög í Færeyjum og Jógvan er þekktastur fyrir það í Færeyjum að syngja lög fyrir krakkana. Hann þekkir þetta því mjög vel sjálfur og mig hefur alltaf langað til að fara meira út í.“ Friðrik Ómar og Jógvan gáfu út plötuna Vinalög sem kom út árið 2009 og hefur selst eins og heitar lummur, eða í hátt í tíu þúsund eintökum. Þeir hafa einmitt verið duglegir að árita plötuna á tónleikaferðalagi sínu um landið sem stendur núna yfir. Á dögunum sungu þeir í Grímseyjarkirkju og fengu að vonum frábærar viðtökur hjá eyjarskeggjum. „Þeir dekruðu alveg við okkur,“ segir Jógvan, sem var að koma í fyrsta sinn til Grímseyjar. „Við keyrðum hringinn í kringum eyjuna, fórum í siglingu í kring og á sjóstöng. Svo komum við í þessa dásamlegu kirkju,“ segir hann. „Þetta var bara meiri háttar dagur. Mér leið eins og ég væri kominn heim, því ég er alinn upp á svona eyju.“ Eftir tónleikana árituðu þeir plötuna sína og höfðu þeir í nógu að snúast. „Við árituðum eða heilsuðum upp á fólkið. Við viljum alltaf gefa okkur tíma í að heilsa upp á fólkið sem er búið að borga sig inn til að hlusta á okkur. Stór hluti af því sem við gerum er að reyna að hafa þetta eins persónulegt og mögulegt er.“ Fram undan hjá þeim félögum eru tónleikar í Ísafjarðarkirkju á sunnudag, Patreksfirði á mánudag og síðan á Hólmavík, Grundarfirði og Blönduósi. Lokatónleikarnir verða svo í byrjun ágúst á Fiskideginum mikla í heimabæ Friðriks Ómars, Dalvík. Friðrik hefur verið búsettur í Svíþjóð á þessu ári en ætlar ekki að snúa aftur í bráð enda er vinna við nýju plötuna fram undan, auk fleiri verkefna. „Ég verð alla vega hér til áramóta,“ segir hann hress. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
áritanir Þeir félagar höfðu í nógu að snúast eftir tónleikana við að árita plötuna sína. Friðrik Ómar og Jógvan ætla að gefa út barnaplötu fyrir jólin þar sem þeir syngja íslensk og færeysk lög. Þeir fengu frábærar móttökur á nýlegum tónleikum sínum í Grímsey. Félagarnir Friðrik Ómar og Jógvan Hansen eru á leið í hljóðver á næstunni til að taka upp sína aðra plötu. Þar ætla þeir að syngja íslensk og færeysk barnalög og kemur platan út fyrir jól. „Það er búið að vefjast fyrir okkur lengi hvað við ættum að gera ef við ætluðum að gera eitthvað meira. Okkur fannst að þetta gæti komið skemmtilega út,“ segir Friðrik Ómar. „Það eru til mörg barnalög í Færeyjum og Jógvan er þekktastur fyrir það í Færeyjum að syngja lög fyrir krakkana. Hann þekkir þetta því mjög vel sjálfur og mig hefur alltaf langað til að fara meira út í.“ Friðrik Ómar og Jógvan gáfu út plötuna Vinalög sem kom út árið 2009 og hefur selst eins og heitar lummur, eða í hátt í tíu þúsund eintökum. Þeir hafa einmitt verið duglegir að árita plötuna á tónleikaferðalagi sínu um landið sem stendur núna yfir. Á dögunum sungu þeir í Grímseyjarkirkju og fengu að vonum frábærar viðtökur hjá eyjarskeggjum. „Þeir dekruðu alveg við okkur,“ segir Jógvan, sem var að koma í fyrsta sinn til Grímseyjar. „Við keyrðum hringinn í kringum eyjuna, fórum í siglingu í kring og á sjóstöng. Svo komum við í þessa dásamlegu kirkju,“ segir hann. „Þetta var bara meiri háttar dagur. Mér leið eins og ég væri kominn heim, því ég er alinn upp á svona eyju.“ Eftir tónleikana árituðu þeir plötuna sína og höfðu þeir í nógu að snúast. „Við árituðum eða heilsuðum upp á fólkið. Við viljum alltaf gefa okkur tíma í að heilsa upp á fólkið sem er búið að borga sig inn til að hlusta á okkur. Stór hluti af því sem við gerum er að reyna að hafa þetta eins persónulegt og mögulegt er.“ Fram undan hjá þeim félögum eru tónleikar í Ísafjarðarkirkju á sunnudag, Patreksfirði á mánudag og síðan á Hólmavík, Grundarfirði og Blönduósi. Lokatónleikarnir verða svo í byrjun ágúst á Fiskideginum mikla í heimabæ Friðriks Ómars, Dalvík. Friðrik hefur verið búsettur í Svíþjóð á þessu ári en ætlar ekki að snúa aftur í bráð enda er vinna við nýju plötuna fram undan, auk fleiri verkefna. „Ég verð alla vega hér til áramóta,“ segir hann hress. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira