Óvæntur smellur frá Prins Póló 21. júní 2011 05:30 Tónlistarmaðurinn Svavar Pétur Eysteinsson syngur sumarsmellinn Niðrá strönd sem fyllir dansgólf borgarinnar um þessar mundir. Mynd/Valli „Já, þú segir mér fréttir. Það er gaman að heyra að fólk sé að finna ástina í miðbænum um helgar," svaraði Svavar Pétur Eysteinsson, meðlimur hljómsveitarinnar Skakkamanage og Prins Póló þegar Fréttablaðið hafði samband og greindi honum frá því að lag hans „Niðrá strönd" væri að slá í gegn á dansgólfum borgarinnar. Umrætt lag er komið í nýjan og dansvædda útgáfu plötusnúðanna Margeirs Ingólfssonar og Jóns Atla Helgasonar. Sú útgáfa fyllir dansgólfin og er kandídat í sumarsmell ársins 2011. „Ég er mjög ánægður með þessa útgáfu af laginu hjá strákunum og það kemur mér ekkert á óvart að þetta slái í gegn enda Margeir og Jón Atli færir menn," segir Svavar og viðurkennir að hann sé svo heimakær að hann hafi ekki stundað skemmtistaðina lengi „Ég er svo mikill innipúki en núna verð ég að fara að gera mér ferð í bæinn og sjá dansinn duna við Niðrá strönd." Lagið átti upphaflega ekki að fara inn á plötunni Jukk, sem kom út síðasta haust og er fyrsta plata Prins Póló „Saga lagsins svipar örlítið til smellsins Garden Party með hljómsveitinni Mezzoforte en það var líka lag sem átti ekki að fara inn á plötuna en endaði með að vera aðallag sveitarinnar. Niðrá strönd byrjaði á einni nótu og svo kom textinn seinna meir og er í raun bara eitthvað bull sem ég sauð saman," segir Svavar. „Eigum við ekki að segja að textinn sé eins konar ástarsaga úr gettóinu?," segir breiðhyltingurinn Svavar en lagið má nálgast á tónlistarvefnum gogoyoko.com. -áp Lífið Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Lífið Fleiri fréttir Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Sjá meira
„Já, þú segir mér fréttir. Það er gaman að heyra að fólk sé að finna ástina í miðbænum um helgar," svaraði Svavar Pétur Eysteinsson, meðlimur hljómsveitarinnar Skakkamanage og Prins Póló þegar Fréttablaðið hafði samband og greindi honum frá því að lag hans „Niðrá strönd" væri að slá í gegn á dansgólfum borgarinnar. Umrætt lag er komið í nýjan og dansvædda útgáfu plötusnúðanna Margeirs Ingólfssonar og Jóns Atla Helgasonar. Sú útgáfa fyllir dansgólfin og er kandídat í sumarsmell ársins 2011. „Ég er mjög ánægður með þessa útgáfu af laginu hjá strákunum og það kemur mér ekkert á óvart að þetta slái í gegn enda Margeir og Jón Atli færir menn," segir Svavar og viðurkennir að hann sé svo heimakær að hann hafi ekki stundað skemmtistaðina lengi „Ég er svo mikill innipúki en núna verð ég að fara að gera mér ferð í bæinn og sjá dansinn duna við Niðrá strönd." Lagið átti upphaflega ekki að fara inn á plötunni Jukk, sem kom út síðasta haust og er fyrsta plata Prins Póló „Saga lagsins svipar örlítið til smellsins Garden Party með hljómsveitinni Mezzoforte en það var líka lag sem átti ekki að fara inn á plötuna en endaði með að vera aðallag sveitarinnar. Niðrá strönd byrjaði á einni nótu og svo kom textinn seinna meir og er í raun bara eitthvað bull sem ég sauð saman," segir Svavar. „Eigum við ekki að segja að textinn sé eins konar ástarsaga úr gettóinu?," segir breiðhyltingurinn Svavar en lagið má nálgast á tónlistarvefnum gogoyoko.com. -áp
Lífið Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Lífið Fleiri fréttir Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Sjá meira