Borgarstjóri skammar Smith 14. maí 2011 19:00 Bless íbúðarvagn Will Smith varð að færa risavaxinn íbúðarvagn sinn samkvæmt beiðni frá borgarstjóranum í New York, Michael Bloomberg. Íbúðarvagninn er 107 fermetrar, er á 22 hjólum og vegur í kringum þrjátíu tonn. asdf Dagblöð og vefsíður í Bandaríkjunum hafa fylgst grannt með deilum bandaríska leikarans Will Smith og íbúa í SoHo-hverfinu í New York en þar fara nú tökur fram á þriðju myndinni í MIB-myndaflokknum. Will Smith hefur löngum verið þekktur fyrir ofvaxið egó en þykir hafa farið fram úr sér með nýjasta uppátækinu. Íbúar hverfisins ráku nefnilega upp stór augu þegar vörubíll af stærstu gerð kom fyrir risavöxnum íbúðarvagni í miðju íbúðarhverfinu. Íbúðarvagninn er allur sá glæsilegasti, um það verður ekki deilt, enda þarf Smith að punga út níu þúsund dölum í leigu á viku. Hann er 107 fermetrar á tveimur hæðum og skartar meðal annars sérstöku kvikmyndaherbergi með 100 tommu sjónvarpsskjá, skrifstofu fyrir aðstoðarmenn, stóru svefnherbergi og granítlögðu baðherbergi. Vagninn er á 22 hjólum og vegur í kringum þrjátíu tonn. Hvorki meira né minna. Nágrannarnir tóku þessu illa, jafnvel þótt þetta væri Will Smith, enda stóð vagninn í miðju hverfinu og skyggði á allt og alla. Bandaríska dagblaðið The New York Post fór á stúfana og ræddi við nokkra íbúa í hverfinu og þeir voru flestir á einu máli um að hegðun Smith væri til háborinnar skammar fyrir hann og tökuliðið. Að endingu neyddist borgarstjórinn í New York, Michael Bloomberg, til að blanda sér í málið. Hann skipaði leikaranum í gær að færa ferlíkið og koma því fyrir á minna áberandi stað. „Hver þarf svona stóran íbúðarvagn? Ég vissi ekki einu sinni að það væri hægt að fá þá svona stóra,“ hefur New York Post eftir borgarstjóranum. Í kjölfarið var send út yfirlýsing frá skrifstofu borgarstjóra. Þar kom fram að til að minnka ónæðið af tökum á MIB 3 fyrir íbúa SoHo-hverfisins hefði skrifstofa borgarstjórans í New York beðið aðstandendur um að færa íbúðarvagninn á einkasvæði, og var það gert. Þegar Will Smith var sjálfur spurður útí málið hafði hann fátt um það að segja: „Ég bara skil ekki öll þessi læti.“ freyrgigja@frettabladid.isasdf Lífið Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Lífið Fleiri fréttir Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Sjá meira
asdf Dagblöð og vefsíður í Bandaríkjunum hafa fylgst grannt með deilum bandaríska leikarans Will Smith og íbúa í SoHo-hverfinu í New York en þar fara nú tökur fram á þriðju myndinni í MIB-myndaflokknum. Will Smith hefur löngum verið þekktur fyrir ofvaxið egó en þykir hafa farið fram úr sér með nýjasta uppátækinu. Íbúar hverfisins ráku nefnilega upp stór augu þegar vörubíll af stærstu gerð kom fyrir risavöxnum íbúðarvagni í miðju íbúðarhverfinu. Íbúðarvagninn er allur sá glæsilegasti, um það verður ekki deilt, enda þarf Smith að punga út níu þúsund dölum í leigu á viku. Hann er 107 fermetrar á tveimur hæðum og skartar meðal annars sérstöku kvikmyndaherbergi með 100 tommu sjónvarpsskjá, skrifstofu fyrir aðstoðarmenn, stóru svefnherbergi og granítlögðu baðherbergi. Vagninn er á 22 hjólum og vegur í kringum þrjátíu tonn. Hvorki meira né minna. Nágrannarnir tóku þessu illa, jafnvel þótt þetta væri Will Smith, enda stóð vagninn í miðju hverfinu og skyggði á allt og alla. Bandaríska dagblaðið The New York Post fór á stúfana og ræddi við nokkra íbúa í hverfinu og þeir voru flestir á einu máli um að hegðun Smith væri til háborinnar skammar fyrir hann og tökuliðið. Að endingu neyddist borgarstjórinn í New York, Michael Bloomberg, til að blanda sér í málið. Hann skipaði leikaranum í gær að færa ferlíkið og koma því fyrir á minna áberandi stað. „Hver þarf svona stóran íbúðarvagn? Ég vissi ekki einu sinni að það væri hægt að fá þá svona stóra,“ hefur New York Post eftir borgarstjóranum. Í kjölfarið var send út yfirlýsing frá skrifstofu borgarstjóra. Þar kom fram að til að minnka ónæðið af tökum á MIB 3 fyrir íbúa SoHo-hverfisins hefði skrifstofa borgarstjórans í New York beðið aðstandendur um að færa íbúðarvagninn á einkasvæði, og var það gert. Þegar Will Smith var sjálfur spurður útí málið hafði hann fátt um það að segja: „Ég bara skil ekki öll þessi læti.“ freyrgigja@frettabladid.isasdf
Lífið Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Lífið Fleiri fréttir Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Sjá meira