Mikill metnaður á Íslandi 13. maí 2011 21:00 Brett Kirk hefur verið á Íslandi að undanförnu við kynningu á áströlskum fótbolta. Fréttablaðið/Vilhelm Atvinnumaðurinn fyrrverandi Brett Kirk er á ferðalagi um heiminn til að kynna ástralskan fótbolta. Hann segir íslenska andspyrnumenn vera metnaðarfulla og hafa mikla ástríðu fyrir íþróttinni. Brett Kirk lagði nýverið skóna á hilluna eftir farsælan tólf ára atvinnumannaferil í heimalandi sínu Ástralíu. Þar var hann fyrirliði úrvalsdeildarliðsins Sydney Swans og þótti harður í horn að taka. „Ég er mjög þakklátur að geta gefið eitthvað til baka því ég naut þeirra forréttinda að vera atvinnuíþróttamaður með góð laun. Núna get ég hjálpað öðru fólki og kennt því íþróttina sem ég elska," segir Kirk, sem stundum er kallaður Captain Kirk eins og persónan úr þáttunum Star Trek. Hann lagði af stað frá Ástralíu í janúar og hefur ferðast með fjölskyldu sinni undanfarna þrjá mánuði um allan heim, meðal annars til Srí Lanka, Indlands, Suður-Afríku og Evrópu. „Ég hef spilað fótbolta á öllum þessum stöðum og reynt að miðla af reynslu minni," segir hann. Í áströlskum fótbolta eru átján keppendur inni á vellinum í hvoru liði. Markmiðið er að koma boltanum í gegnum mark andstæðinganna og aðalleiðin til þess er að sparka boltanum á milli tveggja hárra stanga. Leikmenn mega nota bæði hendur og fætur til að koma boltanum áfram. „Á þeim stöðum sem ég hef heimsótt, eins og á Íslandi, hefur íþróttin sprottið upp af sjálfu sér. Síðustu hundrað árin hefur íþróttin bara verið spiluð í Ástralíu en núna sjáum við hvað hún hentar vel fyrir fólk úti um allan heim," segir Kirk og bendir á að hver sem er geti spilað fótboltann. Aðspurður segir hann það hafa komið sér mjög á óvart að Íslendingar spiluðu ástralskan fótbolta. „Þetta er nyrsti punkturinn frá Ástralíu og að komast að því að Íslendingar séu að spila íþróttina sem ég ólst upp við er magnað. En ég hef æft með strákunum og þeir hafa mikinn metnað og ástríðu fyrir íþróttinni og vilja gera hana ennþá vinsælli." Kirk er einnig að kynna heimsmeistaramótið í áströlskum fótbolta sem verður haldið í Ástralíu í ágúst. Heimamenn taka ekki þátt, enda er Ástralía eina landið í heiminum sem starfrækir atvinnumannadeild. Eftir dvölina á Íslandi er för Kirks heitið til Danmerkur og því næst heimsækir hann friðarlið í Tel Aviv. Það er skipað blöndu leikmanna frá Ísrael og Palestínu, sem undirstrikar hvernig íþrótt á borð við ástralskan fótbolta getur sameinað ólíka menningarheima. Nánari upplýsingar um ferðalag Kirks um heiminn má finna á síðunni Brettkirk.com.au. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Þetta eru drottningar tískuvikunnar í París Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Atvinnumaðurinn fyrrverandi Brett Kirk er á ferðalagi um heiminn til að kynna ástralskan fótbolta. Hann segir íslenska andspyrnumenn vera metnaðarfulla og hafa mikla ástríðu fyrir íþróttinni. Brett Kirk lagði nýverið skóna á hilluna eftir farsælan tólf ára atvinnumannaferil í heimalandi sínu Ástralíu. Þar var hann fyrirliði úrvalsdeildarliðsins Sydney Swans og þótti harður í horn að taka. „Ég er mjög þakklátur að geta gefið eitthvað til baka því ég naut þeirra forréttinda að vera atvinnuíþróttamaður með góð laun. Núna get ég hjálpað öðru fólki og kennt því íþróttina sem ég elska," segir Kirk, sem stundum er kallaður Captain Kirk eins og persónan úr þáttunum Star Trek. Hann lagði af stað frá Ástralíu í janúar og hefur ferðast með fjölskyldu sinni undanfarna þrjá mánuði um allan heim, meðal annars til Srí Lanka, Indlands, Suður-Afríku og Evrópu. „Ég hef spilað fótbolta á öllum þessum stöðum og reynt að miðla af reynslu minni," segir hann. Í áströlskum fótbolta eru átján keppendur inni á vellinum í hvoru liði. Markmiðið er að koma boltanum í gegnum mark andstæðinganna og aðalleiðin til þess er að sparka boltanum á milli tveggja hárra stanga. Leikmenn mega nota bæði hendur og fætur til að koma boltanum áfram. „Á þeim stöðum sem ég hef heimsótt, eins og á Íslandi, hefur íþróttin sprottið upp af sjálfu sér. Síðustu hundrað árin hefur íþróttin bara verið spiluð í Ástralíu en núna sjáum við hvað hún hentar vel fyrir fólk úti um allan heim," segir Kirk og bendir á að hver sem er geti spilað fótboltann. Aðspurður segir hann það hafa komið sér mjög á óvart að Íslendingar spiluðu ástralskan fótbolta. „Þetta er nyrsti punkturinn frá Ástralíu og að komast að því að Íslendingar séu að spila íþróttina sem ég ólst upp við er magnað. En ég hef æft með strákunum og þeir hafa mikinn metnað og ástríðu fyrir íþróttinni og vilja gera hana ennþá vinsælli." Kirk er einnig að kynna heimsmeistaramótið í áströlskum fótbolta sem verður haldið í Ástralíu í ágúst. Heimamenn taka ekki þátt, enda er Ástralía eina landið í heiminum sem starfrækir atvinnumannadeild. Eftir dvölina á Íslandi er för Kirks heitið til Danmerkur og því næst heimsækir hann friðarlið í Tel Aviv. Það er skipað blöndu leikmanna frá Ísrael og Palestínu, sem undirstrikar hvernig íþrótt á borð við ástralskan fótbolta getur sameinað ólíka menningarheima. Nánari upplýsingar um ferðalag Kirks um heiminn má finna á síðunni Brettkirk.com.au. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Þetta eru drottningar tískuvikunnar í París Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“